Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 45
Vetrarskraut
Hrímaður klettur er í fljótu bragði séð ekki annað en alvanalegt
fyrirbrigði, sem oft og mörgum sinnum verður á vegi hvers einasta
manns. Fæstir veita þessum smámunum eftirtekt, en staldri maður
við og beini athygli sinni að formunum og ljósbrotunum í ískristöll-
unum, þá iðrast maður þess ekki að hafa numið staðar. Þarna birtist
auganu ein hin undraverðasta sýn, næstum ótrúleg í fegurð sinni, og
svo er um ýmislegt annað, sem alla jafna er gengið fram hjá, svo sem
blóm, steinamyndanir o. fl. o. fl. Staldri maður hins vegar við, opnast
manni ný fegurð, ný fjölþættni, nýr lieimur. Og það borgar sig að
gefa sér tíma til að njóta þessarar fegurðar.
(Ljósm.: Þorst. Jósepsson.)
FRJA J,iS VERZLUN