Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 45
Vetrarskraut Hrímaður klettur er í fljótu bragði séð ekki annað en alvanalegt fyrirbrigði, sem oft og mörgum sinnum verður á vegi hvers einasta manns. Fæstir veita þessum smámunum eftirtekt, en staldri maður við og beini athygli sinni að formunum og ljósbrotunum í ískristöll- unum, þá iðrast maður þess ekki að hafa numið staðar. Þarna birtist auganu ein hin undraverðasta sýn, næstum ótrúleg í fegurð sinni, og svo er um ýmislegt annað, sem alla jafna er gengið fram hjá, svo sem blóm, steinamyndanir o. fl. o. fl. Staldri maður hins vegar við, opnast manni ný fegurð, ný fjölþættni, nýr lieimur. Og það borgar sig að gefa sér tíma til að njóta þessarar fegurðar. (Ljósm.: Þorst. Jósepsson.) FRJA J,iS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.