Frjáls verslun - 01.07.1943, Side 46
Flugvélar úr tré
Fyrstu flugvélarnar voru búnar til úr tré,
en síðar voru þær gerðar úr aluminíum. Nú
er aftur farið að nota tré til flugvélagerðar.
Þær flugvélar, sem notaðar voru 1914—18 voru
allar gerðar úr tré, en það kom í ljós að þær
láku, og auk þess settust sveppar á tréð, hér
og þar og þess varð líka vart, að trénu hætti
til að blotna upp og bila þegar votviðri gengu.
Aluminium bætti úr þessum göllum, en það
hefur líka sína ókosti. Það er dýrara en tré
og fágætara. Einnig er smíði úr aluminium
allmjög erfiðara. Nú er tekið að nota trjá-
þynnur í stað aluminium og gefst það vel. Trjá-
þynnurnar eru þannig gerðar, að timbrið er
fleygað niður í þunnar sneiðar í stórum renni-
bekkjum. Þessar sneiðar eru líkastar málm-
þynnum, og er auðvelt að beygja þær. Margar
slíkar sneiðar eru síðan límdar saman í svo
þykkar plötur sem vill.
Notkun trés á þennan hátt hefur marga kosti.
Ef flugvél fellur til jarðar eða rekst á, koma
engar flísar úr þessu efni. Skot fara í gegnum
tréð þannig, að þau láta aðeins eftir sig reglu-
legt gat af sömu stærð og kúlan er, en skilja
ekki eftir stórar dældir og rifin göt eins og
verður þegar skot kemur í málmþynnur. Flug-
vélar úr tré fljúga hraðar en málmvélar.
Ameríkumenn hafa tekið upp notkun trés svo
sem hér er lvst oe: kemur bað meðal annars af
Tré úr slíkum furutrjám er notað til flugvéíagerðar.
Trjáþynnurnar í þurkofni.
því að í landinu er ekki mjög mikið af alumin-
ium og það tekur um það bil helmingi styttri
tíma að smíða flugvélar úr tré en málmi. Slíkar
flugvélar eru nú mjög notaðar í styrjöldinni.
Mosquito-flugvélin, sem oft er minst á í frétt-
um, er öll búin til úr tré og Hurricane-vélin
að hálfu leyti, en báðar þessar vélar eru enskar.
Herflutningaflugvélar eru nú mjög smíðaðar
úr tré. Málmvélar eiga betur við í sumum til-
fellum og verða þær auðvitað í sínu gildi að
því leyti.
Hinsvegar eru trjáþynnurnar til mjög
rnargra hluta nytsamlegar, svo sem til skipa-
smíða, húsabygginga, (hurðir og veggklæðning)
vagnasmíðis og fleira slíks. Trjáþynnurnar
verpast ekki né skreppa saman og veðurbreyt-
ingar hafa ekki áhrif á þær. Án efa mun smíði
úr þeim verða þýðingarmikill iðnaður eftir
styrjöldina.
lö
FRJÁLS VERZLUN