Alþýðublaðið - 09.07.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.07.1969, Blaðsíða 7
eaer ilút -G •5i*'i,id';jðvd'iA Aiþýðu'blaðið 9. júlí 1969 7 en væntanleg á danskan bóka markað innan fárra daga. Von Rosen hélt erindi og svaraði fyrirspurnum um Bi- afra og styrjöldina þar hjá stúdentafélaginu í Kaupmanna höfn í síðustu viku og var ó- myrkur í máli. Hann réðst harð lega á Sameinuðu þjóðirnar og U Thant, Bretland, Sovétríkin, ríkisstjórnir norðurlandanna, Rauða krossinn og heimspress- una yfirleitt. „Mitt hlutverk er að lýsa raunverulegu ástandi landsins og segja sannleikann, þ>ví að blöðin eru heilaþvegin og uppfull af falskenningum11, sagði hann meðal annars. Hann iíkti ástandinu í Biafra við Hitlerstímann í Þýzkalandi þegar verst lét, og framkomu Breta við nazista. U Thant taldi hann ekki hæfan til að gegna stöðu sinni og Sameinuðu þjóð irnar eins máttlausar og Þjóða- bandalagið fyrrum þegar fas- isminn og nazisminn hrifsuðu til sín völdin. „Ef þetta þjóðarmorð og hin- ir fjármálalegu hagsmunir sem að baki því standa, ná fram að ganga, endurtekur sagan sig, og við endum í þriðju heims- styrjöldinni. Öll norðurlöndin ættu að sameinast um að styðja Biafra í stað þess að hanga í pilsum Bandaríkjanna og Bret- lands“. Hann kom með mörg hroða- leg dæmi sem hann hafði sjálf- ur séð með eigin augum og kvaðst óttast enn geigvænlegra. blóðhað ef svo færi, að Biafra tapaði stríðinu að lokum. Og hann skoraði á alla réttþenkj- andi menn á norðurlöndum að rísa upp og krefjast þess, að ríkisstjórnir í landanna blönd- uðu sér í málið og berðust fyr- ir réttlátri lausn sem myndi forða milljónum saklausra. barna, kvenna og- karla frá hryllilegum dauðdaga. — □ Sænski flugstjórinn, Kaii Gustav von Rosen greifi, liefur gerzt eldheitur stuðningsmað- ur Biafra og ákveðið að helga líf sitt því réttlætismáli sem hann telur frelsi landsins og sjálfstæði vera. Hann hefur ný- lega ritað bók um vandamál Afríkuríkjanna, og er hún þeg- ar uppseld í heimalandi hans, Von Rosen gagnrýninn á stúdentafundi „Öil Horðurlöndin ælfu að samefnasf untað sfyija Biafra í sfað |ess að tæga í pilsum Bandaríkjanna og Breflands' Esæss œassm Leitað að nu og síld □ Hafrannsóknastofnunin hefur leigt V/s Hafrúnu frá Boiungavík til loðnuleitar og loðnuveiða næstu þrjá mán- uði. Eins og kunnugt er hafa loðnuveiðar til þessa einkum verið stundaðar að vetrarlagi við Suður- og Suðvesturland, þegar loðnan hefur komið á hrygningarstöðvar sínar þar. Nú verður hins vegar kannað, hvort unnt er að stunda loðnu- veiðar að sumar- og haustlagi út af Norðurlandi og lengja þannig veiðitímabilið til mik- illa muna. Þá verða einnig gerðar athuganir á útbreiðslu og stærð loðnustofnsins út af Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi. íSkipstjóri á V/s Hafrúnu er Benedikt Ágústsson. Þá hefur Hafrannsóknastofn- unin leigt V/s Sóley frá Flat- | eyri til síldarleitar næstu tvo í mánuði. Kemur skipið í stað jjj síldarleitarskipsins Hafþórs, sem verður við þorsk- og sjó- rannsóknir á þessu tímabili. i Næstu daga mun V/s Sóley kanna tiltekin svæði út af |í Austfjörðum og austanverðu K. Norðurlandi. Skipstjóri á V/s| Sóley er Ari Kristjánsson. 47 áreksfmr og umferðarslys í júnímánuðl OF HRADUR AKSTUR Á HAFNARFJARÐARVEGI □ Reykjavík. — HEH. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær urðu tvö alvarleg umferðarslys í lögsagnarum- dæmi lögreglunnar í Hafnar- firði um helgina. Alþýðublaðið fékk þær upplýsingar hjá lög- reglunni í Hafnarfirði í gær, að júnímánuður hefði verið mesti umferðarslysamánuður ársins þar syðra, eh þá hefðu orðið 47 árekstrar og umferð- arslys. Benti lögreglan á, að nú væri búið að malbika Hafnárfjarð- arveginn, en síðan virtist öku- hraðinn um veginn hafa auk- izt verulega. Aukinn ökuhraði yki mjög umferðarslysahætt- una og væri ástæða til að brýna fyrir ökumönnum að Sýna ítr- ustu varkárni þrátt fyrir betri akstursskilyrði. Alþýðublaðið vill benda á, að. nú rúmu ári eftir að hægri akstur var tekinn upp hér á landi, er enn hætta á, að öku- menn gleymi sér við akstur, aki á vinstri vegarhelmingi og fái ekki forðað slysi eða árekstr- um. Annað af tveimur al- I varlegum umferðarslysum í ná- j grenni Hafnarfjarðar um helg- ina virðist hafa orsakazt af slikri gleymsku. Að undanförnu hefur sprotíið vel í gcrðum og margt' æskufólk í Reykjavík er nú að hlúa að káli og öðrum! plö..itum og á von á ríkulegri uppskeru í haust. ( ' . — Ljósm.: ísak.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.