Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Page 1

Frjáls verslun - 01.06.1947, Page 1
Þetta hefti er að megini helgað Skúla land- fógeta Magnússyni, þeim manni, sem hefur verið mestur frömuður frjálsrar verzlunar á landi hér, allt frá öndverðu, og skal þó sízt slegið rýrð á afrek annarra forvígismanna henn- ar, svo sem Áma Magnússonar, Jóns Eiríks- sonar, Magnúsar Stephensen, Jóns Sigurðsson- ar o. fl. Skúli var ekki gamall orðinn, er hann skynj- aði, að einokunarfjötur verzlunarinnar, sem þá ríkti hér, var skókreppa, sem háði öllum högum þjóðarinnar og stóð í vegi fyrir eðlilegri fram- faraþróun. Hin ríka athafnaþrá hans sá þama fyrir sér verðugt verkefni, og ekld leið á löngu, unz hann sneri sér með oddi og egg að því, að flœma hina erlendu verzlunaráþján af hönd- um þjóðarinnar og reka þannig réttar hennar. Sem betur fór öðlaðist hann tiltölulega snemma góða aðstöðu til áhrifa á „kóng og stjóm í í Kaupinhafn", er hann varð landfógeti árið 1749, þá 38 ára að aldri. en embœttinu gegndi hann í 43 ár. Baráttu Skúla fógeta fyrir auknu verzlunar- frelsi lauk með sigri hans árið 1787, þegar dönsku einokuninni á íslandsverzlun var aflétt og fríverzlun leyfð öllum þegnum Danakonungs. Það var fyrsta skrefið á sigurgöngu íslenzkrar verzlunar - og raunar upphafið að fullveldis- sögu tslands. En Skúli Magnússon lét sér ekki einungis nœgja að þjarma beint að kosti dönsku verzl- unamíðinganna, eins og hann gat framast við komið. Hann sýndi stórhug sinn í verki. með því að gerast hvatamaður og stjómandi merkilegra iðnfyrirtœkja, sem þá voru alger nýjung hér á landi. Hann stofnaði klœðagerð, spunastofu, veiðarfœragerð, sútunarstöð, brennisteins- vinnslustöð o. fl. Fyrir hans atbeina fengu ís- lendingar umráð yfir 2 kaupskipum, líklega hinum fyrstu, er var leyft að vera í förum milli landa að sjálfdœmi íslenzkra manna. síðan á söguöld. Hann gerði tilraunir til bœttra og og aukinna landbúnaðarskilyrða. Hann hafði áhuga fyrir skóggrœðslu, og er trúlega með fyrstu tslendingum, sem kveða upp úr um nauð- syn hennar. Svona mœtti lengi telja. Hann sá allsstaðar möguleika og aðkallandi þarfir, sem knúðu hann til framtakssemi. En til sárrar ó- hamingju varð andstœðingum hans margt að vopni, og þar kom, eftir þrotlaust strit hans og ósérplœgni í 30 ár, að hinar gagnmerku iðnaðarstofnanir voru ofurliði bornar, fyrir aftur- halds og illgirni saldr. Skúli Magnússon er stœrsta viðreisnarnafn íslandssögunnar á 18. öld. Hann vakti þann frelsismóð, sem enn svellur oss í brjósti. Hann má aldrei gleymast þjóð sinni, allra sízt unn- endum frjálsrar verzlunar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.