Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 5
Reykjavík á döfium Skúla fógeta. Hér sjást „Innréttingarnar”, en svo voru iðnfyrirtæki Skúla jafnan nefnd. — Skúli má teljast faðir Reykjavíkurborgar. statt var. Vinnufólkið við stofnanirnar átti þar áthvarf sitt er hann var. Lét hann sér mjög annt um hag þess og tók það sárast af öllu, er það var svift allri atvinnu við stofnanirnar. Þegar litið er til skapsmuna Skúla má það líklegt þykja, að samtíðarmönnum hans hafi þótt hentara að eiga liann heldur að vini en óvini, enda urðu fáir til að etja kappi við hann meðan hann var í blóma lífsins. Segir Magnús Ketilsson um hann, að hann hafi verið „vinfast- ur, trölltryggur og undirhyggjulaus." En þar varð aftur nokkuð að koma í móti og gat eigi verið um hálfvelgju að ræða í vináttumálunum, þar er hann átti í hlut, því maðurinn var svo gerður, að hann krafðist alls eða einskis. Átti liann því fáa vini, en þeir voru og að sama skapi tryggir. Var þeirra helztur Jón Eiríksson og var liann á við marga. Var einkar kært með þeim Skúla. Hafði Jón látið eitt af börnum sínum heita í höfuð Skúla, og alla þá tíð, er Jón átti bústað í Kaupmannahöfn, tók hann Skúla tveirn höndum, er liann kom þar. Þegar fregnin um andlát Jóns barst til íslands, brá Skúla mjög og varð þetta á orði: „Þar gátu þeir farið með hann, nú er úti urn ísland!“ Þetta eru hin einustu æðruorð, er Skúli nokkurn tíma lét sér um munn fara, svo menn viti til, og er það mál manna, að hann hafi aldrei orðið sami maður eftir lát Jóns. Magnús Gíslason amtmaður var og vinur lians fullkominn lengi vel. Af öðrum mönnurn hafði Skúli einna mestar mætur á Hannesi bisk- upi Finnssyni. Eins og Skúli átti trygga vini, átti hann og öfundarmenn eigi allfáa meðal landa sinna, en heldur þótti þeim hentara að láta eigi mikið nafns síns getið, er þeir réðust að honum. Móðg- FRJÁLS verzlun uðu þeir hann á margan hátt og létu sér eigi nægja með að berjast gegn framfaratilraunum hans og fyrirtækjum, heldur réðust þeir og á mannorð lians bæði í ræðu og riti og brugðu honum um allskonar ósóma. Eftir dauða Skúla greindi menn og á um hann. Voru sumir all- ófúsir á að kannast við afreksverk lians, en sum- ir hófu hann aftur á móti til skýjanna. í rit- gerð nokkurri, er Finnur Magnússon skrifaði um íslenzka merkismenn á 18. öld, er Skúla getið einna síðast og með þessum orðum: „Því ber eigi að neita, að Skúli Magnússon, landfógeti á íslandi, hefur á ýmsan hátt unnið föðurlandi sínu gagn, en hluttaka hans í pólitík er enn alltof ókunn og dulin til þess að hægt sé að meta gerðir hans í þessu efni. Allra sízt er mér hent að kveða upp nokkurn dóm í því máli.“ Þetta er allt og sumt sem Skúli fær, en sumir aðrir, er allfæstir munu kannast við að nafni, eru þar víðfrægðir á 3—4 blaðsíðum. í blaði nokkru í Kaupmannahöfn söng aftur á móti við annan tón, er lát Skúla spurðist. Þar segir svo: „Hann var einn meðal hinna merkustu manna og leit- aðist við með stakri elju og sannri föðurlands- ást að verða ættlandi sínu að gagni. Hann er hniginn í valinn, en nafn hans og orðstír mun æ lifa.“ Skúli var maður hugprúður mjög og kunni eigi að hræðast. Kom það þráfaldlega fram, en aldrei Ijósar en tvisvar í utanferðum hans. Hreppti hann hafvillur og storma og átti með snarræði sínu og kjarki mestan og beztan þátt í, að bjarga bæði skipi og mönnum. Hefur Grím- ur skáld Thomsen kveðið um það citt af kvæð- um sínum, er flestum íslendingum mun kunn- ugt. Þess heyrist alloft getið um Skúla, að hann hafi verið hneigður til drykkju, og munu eflaust hafa verið talsverð brögð að því, einkum á fyrri árum. Þó er þess jafnframt getið, að það hafi eigi komið í bága við embættisstörf hans, því hann var vanur að geyma sér drykkjuna þar til störfum var lokið. Viðureign hans við Budtz kaupmann og næturförin. til Hafnarfjarðar sýna það þó og sanna, að hann á stundum kom all- ófyrirleitlega fram er hann var drukkinn. Hins vegar er það víst, að hann lagði mikið af drykkju með aldrinum og fór þá betur með vín, þá sjald- an hann neytti þess að mun. Þess ber og að geta, er um drykkjuskap hans er að ræða, að á 18. öld var víndrykkja mjög tíð um öll Norður- lönd, eigi sízt með embættismönnum, og þótti 101

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.