Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Page 3

Frjáls verslun - 01.06.1947, Page 3
brenridir. Á efri árum sínurn og er um hægði hjá honum rækti hann húslestra með vissri skip- an, og hafði þann hátt á, að hann las hvern dag í ritningunni sumar og vetur og söng Passíu- sálma. Heldur þótti Skúli jafnan uppstökkur og reiði- gjarn, en stillti þó allvel orðum sínum er hann var ódrukkinn, og var ei uppnæmur fyrir. þótt hann væri borinn ýmsum sökum. En við öl var liann órór og orðhákur hinn mesti, er því var að skipta, og var þá stundum laus höndin, því geðið var afarmikið. Tóku menn þó allvel upp fyrir honum, því hann var í áliti miklu og vin- sæll hjá mörgum, enda bætti hann oft rausnar- lega fyrir yfirsjónir sínar. Aftur á móti var hann með öllu laus við heiftrækni og eru við- skipti hans við Bjarna sýslumann Halldórsson og niðja hans ljósast dæmi þess. Þeir voru um eitt skeið allmiklir mótstöðumenn, en Skúli gleymdi því öllu, er Bjarni studdi iðnaðarfram- kvæmdir hans. Tók hann að sér Halldór son hans og hafði hann í þjónustu sinni, og er lát Páls Bjarnasonar spurðizt frá Leipzig 1759, gerði Skúli erfi hans allvegsamlegt í Kaupmannahöfn og bauð til Rantzau stiftamtmanni og 8 íslenzk- urii stúdentum. Hafði Páll þótt afbragð annarra íslenzkra námsmanna fyrir vitsmuna sakir og lærdóms. Öilum samtíðarmönnum Skúla ber saman uin, að liann hafi verið manna iðjusamastur og ham- hleypa hin mesta, og jafnvel fjandmenn lians láta hann njóta sannmælis í því efni. „Hann var erfiðissamur í mesta lagi, svo liann gat varla iðjulaus verið,“ segir Magnús sýslunraður Ketils- son um hann. Það þarf varla að taka þetta fram, því líf hans allt ber það með sér, að elja hans og starfsþrek hefur hlotið að vera framúrskar- andi, og munu fáir íslendingar liafa jafnast á við hann í þeim efnum, að undanskildum þeinr nöfnum, Jóni Eiríkssyni og Jóni Sigurðssyni. Af því, er fyrr í riti þessu hefur sagt verið um landfógetaembættið, má ráða, að það var full- komið meðalnrannsverk að rækja þær skyldur allar svo vel færi, og engin vafi á því, að Skúli veitti embættinu góða forstöðu lengi vel. Er það eitt víst, að honum tókst með útsjónarsemi og kostgæfni að auka að nrun tekjur konungs af landinu. Landfógetaenrbættinu fylgdu svo nrikl- ar skriftir, að í skjalasafni stjórnarinnar eru em- bættisbréf svo hundruðum, ef ekki þúsundum skiptir frá hans hendi. Frá því að iðnaðarstofn- anirnar komust á fót og til ársins 1767, er hann t Frá Viðey — Heimkynni landfógetans um 45 ára skeið. Ilér er hann grafinn. gekk úr stjórn þeirra, varði Iránn til þeirra miklu starfi og miklum tíma. Varð hann eigi aðeins að hal'a eftirlit með liúsum þeim, er reist voru, og að allt kæmist vel á fót í öndverðu, heldur varð Iiann og stöðugt að hafa vakandi auga á iðnaðinum, svo ekkert til skorti, það er þurfti, og sjá um að öllu væri hiklaust fram haldið. Færi svo að eitthvert smáóhapp bæri að hönd- um, komst allt í óreiðu og allir stóðu uppi ráðalausir, áður til hans náðist. Honum var þetta að vísu sjálfum eigi svo ókært undir niðri, því það var ljósastur vottur þess, að stofnanirnar máttu eigi án hans vera, og veitti honum jafn- framt tækifæri til að hafa hönd í bagga með um alla hluti. En hitt liggur í augttm uppi, að eigi hefur það verið fyrirhafnarlítið. Það eitt, að hann fór alls 18 sinnurn utan í þarfir stofnan- anna, nægir til að sýna, hve lítið hann sparði sér umstang og erfiði, er um velferð þeirra var að ræða. Sjálfur flutti hann öll mál sín, bæði þau er hann átti við verzlunarfélagið og ein- staka rnenn, og mega þeir einir, er nokkur kynni hafa af málaferlum, gera sér ljóst til fullnustu, hvert starf það var að taka saman og rita allan þann aragrúa af sóknai'- og varnarskjölum, er hann varð fram að leggja í hinum mörgu og flóknu málum sínum. Enn fremur var honum árið 1760 falið á hendur af stjórninni að sernja nýja jarðabók um allt ísland. Grennslaðist hann eftir ásigkomulagi jarðanna og hafði auk þess ýmsar jarðabækur frá eldri tímum til samanburðar. Lauk hann því starfi sínu á 9 árum, og er jarða- bókin í 23 gríðarstórum bindurn. Auk þess samdi Skúli eigi allfáar ritgerðir, og eru þessar helzt- ar: „Um garnspuna“, „Sveitabóndi“, „Fyrsti viöbœtir til sveitabóndans”, „Um trévöxt d ís- FRJÁLS VERZLUN 99

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.