Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 9
BIRGIR KJARAN, hagírœðingur: Um kaupgjaldsmál Grein þessi er skrifuð áður en samið 'var um hækkun timakaups í Reykjavík í þessum mánuði og mun sú hækkun auðvitað auka enn á misræmið milli framleiðslukostnaðarins og söluverðs afurðanna og hækka vísitölur timakaupsins og kaupmáttarins, sem sýndar eru á linuritum, sem fylgja greininni. KAUPGJALDIÐ OG ÞJÓÐIN. Kaupgjald verkamanna er mál, sem skiptir alla þegna þjóðfélagsins. Fyrst og fremst varðar það þá, sem kaupið fá, launþegana, sem eru meirihluti hinna framfærandi þegna, í öðru lagi framleiðendur, sökum þess að kaupið er oft stærsti hluti framleiðslukostnaðarins og arðbæri (rentabilitet) atvinnurekstursins undir því kom- ið. Að lokum er þetta hagsmunamál allrar þjóð- arinnar, vegna þess að kostnaðarverð og þá um leið söluverð og sölumöguleikar útflutningsafurð- anna eru að verulegu leyti háðir kaupgjaldinu. I>ar sem flestir eiga beint eða óbeint afkomu sína undir kaupgjaldinu, eru umræður um það venjulega mjög viðkvæmt mál, einkum af því að inn í þær blandast ósjaldan efni, sem eru af öðrum toga spunnin, svo sem pólitík, tilfinningar fordómar ofl. Hér verður leitazt við að sneiða hjá því að flækja málið að óþörfu með íjarskyldu efni. iJað er heldur ekki tilætlunin að kveða upp neinn algildan dóm um það, hver eigi almennt að vera hlutdeild verkamanna í þjóðartekjunum. Hinsvegar gefur ástand og útlit í kaupgjaldsmál- unum hér á landi nú nægt tilefni til nokkurra almennra athugana á sviði kaupgjaldsmálanna, einkum þó varðandi samband þróunar kaup- gjaldsins og framfærslukostnaðarins og áhrif þeirrar þróunar á lífskjör verkamanna, frarn- leiðslukostnaðinn og sölumöguleika útflutnings- afurðanna, og mun grein þessi einskorðuð við það efni. ÞRÓUN TÍMAKAUPSINS. Á línuriti, sem fylgir hér á eftir, er þróun FRJÁLS VERZLUN tímakaups í Reykjavík sýnd yfir all langt árabil (1914 - 1947). Árið 1914 var verkakaupið í Reykjavík kr. 0,35 á klukkustund. Frá þeim tíma hækkaði það nokkuð stöðugt fram til ársins 1924, að það komst upp í kr. 1,40 og hélzt lítið breytt, þar til það rétt fyrir stríð (1938 - 1939) var komið upp í kr. 1,45 á klst. Á ófriðarárunum hefur liækkun kaupsins verið svo mikil og ör, að slíks eru ekki dæmi hér á landi, og mér er nær að halda, að erfitt sé að finna hliðstæðu annarsstaðar frá, og er nú (marz 1947) komið upp í kr. 8,37 á tímann. Sé reiknuð vísitala kaupsins til þess að sýna greinilegri mynd þró- unarinnar, og kaupið 1914 notað sem grunn- eining vísitölunnar, kr. 0,35 = 100, þá er vísi- tala kaupsins nú orðin 2391. 7 / i / / / / i 1 | / - jT f / / / j -LL 1914 2 2 24oo 2ÍOO 22oo 21oo 2ooo 19oo löoo 17oo 16oo 15oo l4oo ljoo l2oo lloo looo 9oo 8oo 7oo 6oo 6oo 400 )00 2oo loo Svarti flöturinn neðst á myndinni táknar vísitölu kaupmáttar tímakaupsins, strikalínan vísitölu frainfærslukostnaðarins og svarta línan vísitölu tímakaupsins. 105

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.