Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 4
lancli”, „Annar vidbœtir til sveitabóndans” og „Svar til Islandophilus”. Af óprentuðum ritgerð- um hans má telja: „Beskrivelse over Gulbringe else af IslandÞessar tvær ritgerðir sendi hann „Landbúnaðarfélaginu” danska og fékk fyrir aðra þeirra heiðurspening úr gulli, en fyrir hina 40 dali. Allar eru ritgerðir hans vel skrifaðar, sum- ar jafnvel prýðisvel. Skúli var maður bæði handhagur og sjónhag- ur og sagði sjálfur fyrir verkum um byggingar állar og mannvirki, er hann var riðinn við, Jenda hafði hann og hina mestu unun af því. Útsjónar- og framkvæmdasamur þótti hann í búnaði og verkstjórn og kom það ljósast fram er Íiarin bjó að Ökrum og. var umsjónármaður Hólastóls. Var að jafnaði hart í ári um þær mundir, en margir munnarnir á Hólum, og þurfti því mikla fyrirhyggju og aðdrætti, ef eigi skyldi bresta. Fór honum þetta svo vel úr hendi; að allir luku lofsorði á, og eigi sízt Harboe biskup, en bæði fyrir og eftir þótti mikils á vant í þessu efni, og horfði jafnvel stundum til vand- r.æða. Að rnörgu þótti Skúla kippa í kynið til for- feðra sinna, Vatnsfirðinganna, um skaplyndi. Hann var bæði stórhuga og harðdrægur, ein- ráður og drottnunargjam, er því var að skipta, og það stundum meira en góðu hófi gengdi. Kunni hann og að meta þessa eiginleika hjá öðr- um mönnum og gazt vel að öllum þeim, er ein- beittir vöru, hvort sem var í góðu eða illu. Af stórmennum sögunnar gazt honum bezt að þeim, er fullhugar voru eða ofurhugar, og þó um leið þrautseigir, og voru þeir Hannibal, Pétur mikli, og Karl XII. í mestum metum hjá honum. Sjálfur var Skúli hinn staðfastasti í öllum fyrir- tækjum sínum og athöfnum og hinn kappsam- asti í hvívetna. Þegar hann hafði tekið sér eitt- hvað fyrir hendur, barðist hann fyrir því af al- efli og vægðailaust við hvern sem var að etja og var fús til að leggja alla krafta sína og alla velferð sína í sölurnar, ef á þurfti að halda. Hann vildi annað tveggja, fá því fram komið, er hann hafði tekið í sig, eða falla ella, og liann hætti aldrei við neitt fyrri en fullreynt var, en það var seint að hans áliti, því þótt flestum öðrum þætti vonlaust um sigurinn, þá örvænti hann eigi. Kom það ljósast fram í baráttu hans um stofnanirnar. Hann var allra manna harðskeytt- astur í baráttu sinni, og oftast svæsinn og óbil- gjarn enda átti hann sjálfur oft um sárt að binda. Gaf einkum rarin á þessu, er hann barðist við 100 verzlunarfélögin um stofnanirnar og verzlunar- málið, enda barðist hann þar fyrir þeim tveim stóimálum, er honum þótti sem velferð landsins væri undir komin. Lét hann aldrei sitt eftir liggja að sækja kaupmenn að lögum, er honum þótti sem þeir þröngvuðu kosti landsmanna, enda bæði óttuðust þeir hann og hötuðu. Það var einkurn í viðskiptum við höfðingja Og rneiri háttar menn, að Skúli beitti hai'ðneskju sinni og hroka. Ekkjum og munaðarleysingjum reyndist hann jafnan vel. Um þær mundir er liann var sýslumaður í Skaftafellssýslu fórst hon- um einkar vel við ekkju formanns síns í em- bættinu, Jóns sýslumanns ísleifssonar, studdi hana' örlátlega og fluttí svo mál hennar við stjórnina, að kónungur gaf lierini eftir allmikl- ar skuidir. Var hann að eðlisfari einkar brjóst- góður maðrir og mátti, sem merin segja, ekkert áumt sjá; Einkum tók hann sárt til fátæklinga, er honum þótti hart leiknir af meiri háttar mönnum, eigi sizt kaupmönnum, og gerði sitt til að réttá hlrit þeirra. Eru margar sögusagnir um þetta og ein sú, er hér greinir. Hann var eitt sinn staddur í Hafnarfirði er húsmannsræf- ill kom til hans og sagði kjökrandi: „Hjálpið þér nú, ltérra minn!” „Nú hvað er um að vera?” spyr. Skúli. „Ég keypti í pils handa konunni minni úti á skipi, en kaupmaðurinn tók það af mér er í land kom.“ „Miklar andskotans hey- brækur eruð þið!“ segir Skúli og vindur sér inn í búðina. Húsmaðurinn lötrar á eftir í öngum sínum, til að vita hvort landfógeti ætli að greiða nokkuð fyrir sér, og hímir við búðarborðið. Skúli gengur stundarkorn þegjandi um gólf í búðinni, víkur sér síðan að húsmanninum og segir: „Ætlaðir þú ekki að fá í pils handa kon- unrii þinni?“ „Jú, herra minn,“ segir húsmaður- inn. Skúli víkur sér þá að verzlunarþjóninum og segir: „Mældu honum í pilsið!” „Hann er hér skuldugur," segir hinn, en gerir þó sem honum var sagt. „Þarf konan þín ekki líka svuntu?“ segir Skúli við húsmanninn. „Æ, ég get ekki keypt það,“ segir hinn. „Nóg er að orðið,“ seg- ir verzlunarþjónninn. Lætur Skúli þá brýrnar síga og hvessir rómirin og segir: „Miklir arid- skotáns fantar eruð þið! Kaupið áf skipsmönn- um forboðnar vörur og takið af aumingjum það sem. þeir kaupa. Mældu honum strax í svunt- una!“ Er eigi annars getið en að svo hafi verið gert. Er það auðsætt af orðbragðinu, að land- fógeti hefur kaft eitthvað í kollinum, en jafn- an reyndist hann svo fátæklingum hvernig sem á- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.