Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 6
Fataeign Skúla Af virðingargerðinni 1774 þykir mega ráða, að Skúli liafi verið allmikill skartsmaður. Telur hún upp fatnað hans og er hann sem hér segir: 1 karmes- inrauður kjóll með silkifóðri og silkihnöppum; 1 blátt yfirskorið flauelsvesti með silkifóðri og hnöpp- um;l svartar flauelsbuxur með hnöppum af kamel- hári; 1 lyfrauður klæðnaður, kjóll, vesti og buxur, með saxiskgrænu raskfóðri og hvítum metalhnöpp- um og tré undir; 1 svartur klæðnaður; 1 grænn kjóll og vesti; ljóshlár kjóll og vesti; snúið hvort- tveggja; 1 grænn kjóll nteð bereiddu og loðnu skinn- fóðri og metalhnöppum, snúinn og hrúkaður; 1 do. grænn, mikið slitinn, með gylltum messinghnöpp- um og tré undir, 1 svartar flauelsbuxur með glas- hnoppum; 1 svart bróderað silkivesti, mikið slitið, með do. hnöppum; 1 dökkar manchester buxur, bornar og slitnar; 1 do. af sarna ög viðlíka; 1 rauð- ur sartout, gamall og slitinn; 1 slobrokur af röndóttu ullartaui. Þessi klæði voru öll virt á 108 dali. — Á uppboðinu eftir Skúla látinn voru seld þessi klæði: 1 gulur alfatnaður, 1 svartur, 1 grár og 1 hárauður; 1 grænt klæðisvesti og eitt með rauðum ísaumi; 1 frakki; 1 rauðar buxur; 1 skinnhempa; 1 hvítir silkisokkar og 1 svartir; 6 hárgerfi og 3 hárpungar. Af þessari skrá má ráða, að Skúli hefur verið allvel fataSur. Kunningjakeskni Smáglettinn mun hann hafa verið við kunningja sína, þótt litlar fari sögur af því. og guldu þeir þá stundum í sömu mynt, en hann tók því jafnan vel. Eitt sinn gengu þeir Skúli og Björn Markússon lögmaður af skipi í Viðey og leiddust upp sjávar- götuna, en hún er allbrött. Er þeir komu upp á túnið, þraut lögmann gönguna, þvi hann var feitlaginn og mikið klæddur; staldraði hann við og blés mæðinni. Þá mælti Skúli: „Skrattans góður smali værir þú!“ En hinn svaraði óðar: „Það væri ég, — ef ég hefði þig fyrir hund“. slíkt enginn vansi. Þó fór þetta heldur rénandi er á leið öldina. Að lokum þykir hlýða að athuga lítið eitt þau tvö aðalmál, er Skúli flutti af svo miklum dugn- aði og ósérplægni, en þau eru iðnaðarmdlið og verzlunarmálið. Þegar stjórnin um rniðbik aldarinnar gerði sig líklega til að styðja að viðreisn ísienzku þjóð- arinnar, lá sú spurning beint við, liversu því 102 mætti framgengt verða, hver væri beinasti og vissasti vegurinn til þess. Menn greindi töluvert á um viðreisnarmeðulin, en undir niðri munu þó flestir hafa verið á þeirri skoðun, að umbæt- ur á atvinnugreinum landsins ættu að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Þegar Skúli kom fram með tillögur sínar um iðnaðarstofnanirnar, var það í raun og veru eigi nein ný og ókunn hug- mynd, er hann lét í ljós. Það var aðeins sniðið og aðferðin og eins hitt, að hann kvað svo skýrt og einarðlega upp úr með þetta, er ollu því, að rnenn litu á þetta sem nýjungar. Um lang- an aldur höfðu hagfræðingar og þjóðmegunar- fræðingar flutt þær kenningar, að velmegun þjóðanna væri á því byggð, að þær mættu sem mest bjargast við eigin afurðir og að sem minnst væri flutt af erlendum varningi inn í landið. Það var skoðun þeirra, að auðæfi landsins væru ekkert annað en mismunurinn á aðflutningi og útflutningi, og allt væri unnið með því að auka sem mest iðnað í landinu og takmarka sem mest alla aðflutninga. Var því 18. öldin, einkum fyrri hluti hennar, hin mesta iðnaðar- og verksmiðju- öld, og það jafnt í Danmörku sem annars staðar, en frá Danmörku bárust hugmyndir þessar til íslands. Það var því eigi nema eðlilegt, að Skúla virtist sem velmegun landsins væri aðallega und- ir því komin, að landsmenn sjálfir færðu sér af- urðir landsins sem bezt í nyt. Það hafði lengi viðgengist á íslandi að menn hirtu lítt um ull- ariðnaðinn. Að vísu var nokkuð af prjónlesi lagt inn í kaupstaðinn, en það var oft svo illa úr garði gert, að kaupmenn voru ófúsir á að veita því viðtöku, og stoðaði lítt þótt stjórnin setti nákvæmar og smásmugulegar reglur um það, hversu unnið skyldi. Prjónlesið var verzl- unarvara, sem kaupmenn þóttust lítið ábatast á. Aftur á móti var ullin jafnan gjaldgeng og eft- irsóknarverð verzlunárvara, og kaupmenn voru ætíð fúsir á að veita henni viðtöku. Vöndust þannig landsmenn smámsaman á að leggja mest- an hluta af ull sinni í kaupstaðinn og kaupa aftur erlend klæði til fata, enda var það lang fyrirhafnarminnst. Það var þetta, sem Skúli vildi sporna við með því að koma á reglubundnum iðnaði í landinu sjálfu, því honum blæddi í augum að sjá, hversu landsmenn fóru á mis við allan þann liagnað, er af vinnunni mátti leiða. Þegar á þetta er litið, sjáum við að iðnaðar- hugmynd Skúla var eigi annað en eðlileg afleið- ing af lestri lians og skynsamlegri íhugun og var fullkomlega í samræmi við tímabil það, er hann FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.