Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 13
SMÁSAGA um „nýsköpun" í einkalífi kaupmannshjóna: .vK^oínti/rid i gródur/iásiriu EFTffi GUY DE MAUPASSANT Lerebour hjónin voru á líkum aldri, en húsbóndinn virtist vera nokkru yngri en konan, enda þótt hann yrð’i að sitja og standa eins og hún vildi. Þau voru kaupmannshjón, sem höfðu um mörg ár fengizt við vefnaðarvöruverzlun, og nú höfðu þau keypt sér snöturt hús í nánd við Mantes, fyrir hagnaðinn af verzluninni. Umhverfis húsið var stór og fallegur garður, skreytt- ur kínverskum laufskálum, og í einu horni hans stóð lítið gróðurhús, við enda garðstígsins. Herra Lerebour var lágvaxinn og gildur, kátur og kumpánlegur, eins og títt er um franska kaupmenn. Kona bans var aftur á móti rengluleg, einþykk og sífellt óánægð, en henni hafði samt ekki tekizt að spilla skapgæðum manns síns. Hún litaði hár sitt og las stundum skáldsögur, sem hleyptu ólgu í blóðið og draumum í sálina. En út í frá kvaðst hún fyrirlíta slíkar bókmenntir. Hún var sögð fjörmikil kona, en fátt var það í fari hennar, sem styrkti þá skoðun. En bóndi hennar sagði stundum: „Konan mín er nú líf- legur kvenmaður”, og um leið varð hann svo skemmti- Iega íbygginn á svipinn, að fólk, sem á hlýddi, gat grunað ýmislegt. Síðustu árin hafði frú Lerebour verið manni sínum æ örðugri viðskiptis, alltaf önug og harðneskjuleg, svo að engu var líkara en að leynd og erfið hugraun kveldi hana. Af þessu leiddi misskilning og sundur- lyndi milli hjónanna. Þau töluðu naumast hvort við annað, og frúin, sem hét Palmyra, jós án afláts og til- efnislaust ótugtarlegum skensyrðum og særandi að- dróttunum yfir mann sinn, sem hét Gustaf. Hann tók áreitni hennar með þögn og þolinmæði, dálítið gramur að vísu, en hin mikla náðargjöf hans, jafnlyndið, lét ekki á sjá. Þó gat hann ekki varizt að spyrja sjálfan sig, hvaða orsakir gætu legið að kaldlyndi konu sinnar, því að hann hafði á tilfinn- ingunni að einhver hulin rök hnigu að geðvonzku hennar, en þau virtust vera svo vandfundin, að allar getgátur hans og rannsóknir í þá átt báru engan árangur. Hann sagði við hana eitthvað á þessa leið: „Heyrðu góða mín. Segðu mér, hvað þú hefur á móti mér, Ég er viss um að þú leynir mig einhverju, sem að þér amar”. Hún svaraði jafnan: „Það gengur ekkert að mér, FRJÁLS VERZLUN hreint ekkert. Og þar að auki væri það þitt hlutverk að komast að því, ef ég hefði ástæðu til að vera óánægð. Ég þoli ekki menn, sem skilja ekki nokkurn skapaðan hlut, sem eru svo sljóvir og duglausir, að maður verður að hjálpa þeim að gera sér grein fyrir hverju smáræði”. Hann umlaði vonsvikinn: „Ég finn svo sem, að þú villt ekki segja mér neitt”. Og Gustaf gekk á brott og hélt áfram að glíma við ráðgátuna. Einkum voru næturnar þreytandi fyrir hann, því að þau hjónin sváfu saman, eins og siður er í góðum og óbreyttum hjónaböndum. Þá kom einna greini- legast í ljós, að hún var ekki haldin neinni venju- legri geðvonzku. Hún valdi óþægilegustu augnablik- in, til þess að stríða honum, kannske þegar hann var í þann veginn að festa blundinn. Sérstaklega ásakaði hún hann fyrir, hvað hann væri orðínn feitur: „Þú tekur bara orðið allt rúmið. Skárri er það óhemju digurðin á þér maður”. Og ef hún gat fundið upp nokkra minnstu átyllu, neyddi hún hann til að fara á fætur aftur — sendi hann niður í dagstofu til að sækja dagblaðið, sem hún hafði gleymt, eða flösku með aldinsafa, sem hann gat ekki fundið, því að hún hafði falið hana svo vandlega. Þá hrópði hún bálvond og hæðnisfull: „Þú ættir að vita hvar hún er, béfaður aulinn þinn!” Svo þegar hann var búinn að ráfa um húsið í heilan klukkutíma til einskis og kom aftur tómhentur, voru þakkirnar þessar: „Jæja, reyndu að koma þér í bælið aftur. Þú hefur haft gott af því að hreyfa þig svolítið — þú, sem ert úttútnaður af offitu”. Oft og einatt vakti hún hann margsinnis á nóttu, til þess að segja honum að hún hefði óþolandi verki í kviðarholinu, og þá lét hún hann nudda á sér magann með flúnelsrýju, vættri í kölnarvatni. Hann gat ekki á heilum sér tekið, ef hann sá hana þjást, og gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að henni mætti hægjast. Stundum stakk hann upp á því að vekja Celestu, þjónustustúlkuna, en þá varð hún ofsareið og hrópaði: „Ég held þú sért ekki með öllum mjalla, grasasninn þinn. Svona, það er búið. Ég finn ekki til lengur. Haltu bara áfram að sofa, svefnpurkan þín”. 109

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.