Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 10
FRAMFÆRSLUKOSTNAÐURINN.
A sömu mynd er einnig línurit yfir þró-
un framfærslukostnaðarins. Þess ber að gæta
við þetta línurit og önnur, sem hér hafa verið
dregin upp, að sökum hins litla skala, sem
notaður hefur verið, getur skeikað lítilsháttar
til um nákvæmni þeirra. Línuritið um fram-
færslukostnaðinn er gert eftir vísitölu um fram-
færslukostnað, sem Hagstofa íslands hóf útreikn-
ing á árið 1914 og hélt áfram til 1940, er kaup-
lagsnefnd og Hagstofan byrjuðu útreikning vísi-
tölu framfærslukostnaðarins á nýjum grund-
velli. Nýju vísitölunni rná aftur breyta í vísitöl-
una með gamla laginu, til þess að sjá samfellda
þróun framfærslukostnaðarins, með því að marg-
falda nýju vísitöluna að hverju sinni með 271,
en það er gamla vísitalan í okt. 1940, og deila
síðan í útkomuna með 103, sem er nýja vísi-
talan frá sama títna (sbr. Hagtíðindi 1940 Nr.
10—12). Hefur þetta verið gert hér við rneðal-
vísitölu allra áranna eftir 1940.
Við athugun á línuritinu kemur í ljós, að
vísitalan, sem hefst 1914—1918 og nær hámarki
sínu 1920, gengur síðan í nokkrum sveiflum
til 1927 og lielzt eftir það án stórvægilegra breyt-
inga til ófriðarbyrjunar 1939 og er þá komin í
271. Á ófriðarárunum hækkar hún greitt, eins
og kunnugt er, og er nú kornin í 810.
KAUPMÁTTUF. KAUPSINS.
Hæð kaupsins í peningum, „nominalkaupið“,
liefur litla þýðingu ein fyrir sig. Það senr rnestu
varðar er kaupmáttur peninganna, kaupmátt-
ur kaupsins („realkaupið"), með öðrum orðum,
það sem verkamenn geta fengið af vörum og
þjónustu fyrir þá peningaupphæð, sem þeir fá
greidda í kaup. Kaupmátt peninganna og þá
um leið kaupsins má marka af verðlaginu. Ef
verðlagið er hátt, er kaupmátturinn lítill, og
öfugt, ef verðlag er lágt, er kaupmáttur pening-
anna mikill. Breytingar á verðlaginu er hægt
að reikna út með vísitölu (index), t. d. vísitölu
framfærslukostnaðarins, eins og gert er hér á
landi.
Vilji menn því sannprófa, hvort kaupið („real-
kaupið’’) hafi í raun og veru hækkað hér á
landi eða lækkað, er hendi næst að bera saman
þróun kaupvísitölunnar og vísitölu framfærslu-
kostnaðarins. Eftir því hvort bilið milli þessara
talna hefur gleikkað eða þrengzt, hefur kaup-
ið hækkað eða lækkað. Á umræddu línuriti
kemur þetta greinilega í ljós, því að síðan 1914
er vísitala kaupsins komin upp í 2391, en fram-
færslukostnaðurinn ekki upp í nema 816. Það
orkar því ekki tvímælis, að „realkaup“ verka-
manna hér á landi hefur hækkað geysi ört að
undanförnu og að hækkun þessi hefur að mestu
orðið á ófriðarárunum.
Enn ljósari verður þróunin, ef samin er sér-
stök vísitala yfir kaupmátt kaupsins. Hana má
finna með því að deila vísitölu framfærslukostn-
aðarins inn í vísitölu kaupsins. Er sú vísitala
færð inn neðst á línuritsmyndina og sýnir, að
kaupmáttur kaupsins er miðað við 1914 nú
kominn upp í 293 stig.
LÍFSKJÖR VERKAMANNA FYRIR
OG EFTIR STRÍB.
Ef borin eru saman lífskjör íslenzkra verka-
manna fyrir stríð og nú, sést, að á þeirn hefur
orðið gagnger breyting þeim í vil. Er þetta
augljóst, ef bornar eru saman fyrrgreindar vísi-
tölur. Dýrtíðin hefur að vísu vaxið mikið, vísi-
tala framfærslukostnaðar liefur hækkað úr 271
(1939) í 816 (1947). Hækkunin nemur röskum
200%. Tímakaup ltefur þó á sarna tíma hækkað
miklu meir, því að vísitala þess hefur hækkað
úr 414 (1939) í 2391 (marz 1947), eða um 477%.
Af þessum ástæðum hefur orðið mikil hækk-
un á kaupmætti kaupsins, eins og gleggst kem-
ur fram við athugun á kaupmáttarvísitölunni,
senr var fyrir stríð 153, en er nú 293. Hækkun-
in á kaupmætti tímakaupsins, „realkaupinu",
nemur því rúmum 90%. Með öðrum orðum
sagt, kaupmáttur tímakaupsins liefur á fáum
árum nærri því tvöfaldazt, miðað við umrædd-
ar vísitölur.
En þar með er ekki öll sagan sögð, því að
fyrir stríð voru atvinnuskilyrði hér á landi
þannig, að verkamenn höfðu rnjög stopula
vinnu, og hefur í kaupgjaldinu sennilega ver-
ið tekið tillit til þess. Eins og nú háttar er aftur
á móti. sem betur fer, ekkert atvinnuleysi, verka-
menn hafa stöðuga vinnu og auk þess oft tals-
verða yfirvinnu. Af þessum ástæðum má ganga
út frá, að heildartekjur verkamanna hafi hækk-
að verulega fram yfir það, sem vísitalan um
kaupmátt tímakaupsins gefur til kynna.
Lífskjör verkamanna liafa einnig af öðr-
um ástæðum farið mjög batnandi á þessu
tímabili. Kaupið er ekki alltaf aðalatriðið fyrir
verkamennina, heldur hafa vinnuskilyrðin og
FRJÁLS verzlun
106