Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 8
tæki megi koma að tilætluðum notum, er það, að þjóðin sé vöknuð til lífs í andlegum skiln- ingi, að einskonar andlegur hvirfilbylur sé á undan genginn, er dreift hafi burt lognmollu- kófinu úr hugum manna og reist þar öldugang, er áður var ládeyða. Það verður að vera vöknuð hjá þjóðinni eigi aðeins meðvitund um, að henni sé ábótavant, heldur og brennandi löng- un og lieit þrá eftir famförum. Án þess verða allar framfaratilraunir eintóm vindhögg og öll fyrirtæki eins og hús á sandi byggð, er hrynja niður í skjótri svipan ef eitthvað á bjátar. Þessi skilyrði voru eigi fyrir hjá íslenzku Jrjóðinni, er Skúli um miðbik 18. aldar hóf nýjungar sínar, og því urðu Jrað örlög hans að berjast fyrir þeim einn síns liðs í rúm 30 ár, án Jiess að nokkur veitti honum örugt og einhuga fylgi. Þj^iðin var enn eigi vöknuð til fullrar meðvitundar eða tekin að gera sér sjálfri grein fyrir tilveru sinni og tilveruskilyrðum. Menn vildu helzt þrauka og þreyja í næði og láta Guð og konunginn ráða. Það var enn langt að bíða öldurótsins í anda Jrjó- arinnar. Því miður var ekki aðeins nóg með, að menn tækju dræmt undir nýjungar Skúla, held- ur urðu jafnvel margir málsmetandi menn til að snúast í móti honum og vinna stofnununum ógagn. Hefðu menn traustlega fylgt Skúla eftir og lagzt á eitt að halda stofnunum við líði og auka Jjær og efla, þá er eigi fyrir að sjá, hversu mikið gagn hefði mátt af Jreim leiða. Og vafalaust hefði reynslan kennt landsmönnum það með tímanum, að sníða sér stakk eftir vexti í þessum tilraunum. í baráttu sinni fyrir verzlunarumbótum fékk Skúli meiru áorkað, þótt eigi fengi hann að öllu leyti vilja sínum framgengt í því efni. Verzlun- arsnið á íslandi hafði verið eitt og hið sama allt frá byrjun 17. aldar, og löngu áður en Skúli kom til sögunnar voru flestir íslendingar á einni skoðun um, að Jjað væri í alla staði óviðunan- legt. Svo mikið hafði reynslan kennt mönnum. Þegar Skúli komst til vits og ára, gafst honum einnig raun á þessu. Þó voru þeir fáir um þær mundir, er vissu fótum sínum forráð í þessu efni, og enn færri, er þorðu að kveða upp úr með nokkrar nýjungar; svo voru menn þá á valdi kaupmanna og svo nýjungafælnir yfirleitt. Kaupmenn höfðu töglin og hagldirnar við lands- menn, og stjórnin þóttist ekki sjá aðra leið en einokunarbrautina. Alþýða manna var of vesöl og lítilsigld og embættismenn of makráðir til að rísa gegn kúguninni og hrista af sér einok- unarfjötrana, enda var það almenn skoðun um þær mundir, að einokun ætti bezt við á íslandi. Þegar Skúli tók að íhuga þetta mál, sá hann skjótt, að umbóta þurfti og aðgerða, og það var auðvitað nóg til Jjess, að hann tæki málið að sér og berðist fyrir því af alefli, því það var eigi vandi hans að láta þau mál liggja niðri, er hon- um þótti mikilsvarðandi. í fyrstu mun honum þó víst varla hafa komið til hugar að umsteypa með öllu einokunarverzluninni, heldur aðeins leggja nokkur bönd á kaupmenn og fá nokkrar breytingar á verzlunarskilmálanum, er liann hugði að mætti verða íslenzkri aðþýðu til léttis. Og í þessu skyni mun hann hafa beinzt að kaup- mönnum með ákærum og afar ströngu eftirliti, ef ske mætti, að {æir gættu þá betur laga og mannúðar. Beitti hann á stundum allmiklu gerræði og hrottaskap í þessu efni, en þess má óliætt til geta, að með blíðmælum og kurteisi hefði hann eigi langt komizt, enda var eigi við lambið að leika sér. Leið og beið langur tími áður hann kæmist að fastri niðurstöðu í verzl- unarmálinu, og var það fyrst eftir að hann í nokkur ár hafði barizt fyrir stofnununum, að hann gekk úr skugga um, að smábætur einar nægðu eigi, og að eigi gat verið um framfarir og velmegun að ræða, fyrri en öllum gömlum kreddum og kenningum í því efni væri varpað fyrir borð og verzlunin gefin frjáls, og helzt svo háttað, að landsmenn sjálfir mættu taka þátt í henni. Sat hann sig þaðan af aldrei úr færi til að fá verzlunarhögum breytt í þá stefnu. Reit hann um þetta efni fjölda mörg bréf og ritgerðir, er eigi munu hafa átt lítinn þátt í að vekja athygli á málinu og knýja stjórnina til að íhuga málið til hlítar. Þegar verzlunarfrelsistilskipunin kom til íslands 1787, mátti hann því vel sigri hrósa, Jjótt eigi væri hún alveg að skapi hans, því að enginn hafði barist jafn ötullega fyrir málinu sem hann, eða réttara sagt: því nær enginn hafði barist fyrir því nema hann. Getum vér þess til, að fregnin um þessi úrslit málsins hafi eins og brugðið sólglitri yfir hið dapra og mæðusama líf hans um þessar mundir og verið honum til nokkurrar fróunar í sorgum hans og andstreymi. Hefði Skúli Magnússon verið uppi á söguöld- inni, er það engum vafa bundið, að hann hefði orðið ríkur héraðshöfðingi og vígamaður, er skáld og sagnamenn hefðu víðfrægt í ljóðum og sögum. Hefði hann lifað á því tímabili í sögu lands vors, er kirkjan drottnaði yfir hugum Framhald a bls. 108. 104 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.