Frjáls verslun - 01.06.1947, Blaðsíða 14
Ef hann spurði nú: „Er það áreiðanlegt að þú sért
orðin góð aftur, elskan mín?, hreytti hún svarinu
frainan í hann:
„Já, þegiðu bara! Lofaðu mér að sofa! Vertu ekki
að ergja mig á þessu lengur! Þú ert ófær til allra
hluta — getur ekki einu sinni nuddað konuna þína
almennilega”.
Hann varð ákaflega niðurdreginn. „En, elskan
mín ...”
Hún æstist upj). „Ég vil ekki heyra neinar hölvaðar
vöflur. Nú er nóg komið, eða hvað finnst þér? Á
ég ekki að fá að hvíla mig í friði?” Og hún hylti
sér í rúminu og sneri sér upp til veggjar.
Eina nóttina hristi hún hann svo rækilega, að hann
vaknaði með andfælum og var á augabragði setztur
upp í rúminu, en slíkur dugnaður var heldur óvana-
legur. Hann stamaði:
„Hvað ... ha ... hvað er að?”
Hún kleip hann svo fast í handlegginn, að hann
kveinkaði sér. Þá sló hún hann utan undir og hvísl-
aði síðan: „Það er einhver skarkali í húsinu”.
Hann var orðinn vanur kenjum og upjjþotum konu
sinnar, svo að hann lét sér ekki hregða en spurði
hógværlega:
„Hverskonar skarkali, ljósið mitt?”
Hún skalf og nötraði, eins og undan martröð.
„Skarkali — reglulegur hávaði og gauragangur —
Það var engu líkara en einhver væri að ganga um”.
Hann var vantrúaður. „F.inhver að ganga um?
Heldurðu það? Nei, nei, það getur ekki verið, þér
hefur bara misheyrzt, góða mín. Hver ætti það svo
sem að vera?”
Hún hritist af taugaæsingi. „Hver? Hver? Auð-
vitað þjófar, fíflið þitt!”
Hann Iiallaði sér á bakið aftur og hjúfraði sig
undir sængina. „0, sei, sei, nei, góða bczta. Það er
enginn. Þig hefur bara verið að dreyma”.
Við þessi orð manns síns þeytti hún ofan af þeim
sænginni og stökk fram úr rúminu. Hún var ösku-
reið: „Þú ert þá jafn huglaus og þú ert duglaus!
En ég ætla samt ekki að láta myrða mig hér með
köldu blóði, vegna gunguskaparins í þér”. Að svo
mæltu þreif hún eldskörunginn frá arninum, læsli
dyrunum vandlega og tók sér stöðu innan við þær,
hin vígamannlegasta. Þetta fordæmi hugrekkis og ein-
urðar hafði þau áhrif á Gustaf Lerebour, að hann
reis einnig á fætur, dálítið skömmustulegur á svijjinn,
vopnaðist kolaskóflunni og staðnæmdist andspænis
betri helmingi sínum. Hann var svolítið fýlulegur,
og svo hafði hann gleymt að taka af sér nátthúfuna.
Þannig stóðu þau hreyfingarlaus í tuttugu mínútur
og hvorugt þeirra mælti orð af vörum. Ekkert hljóð
rauf kyrrðina í húsinu. Loks missti frú Palmyra þol-
inmæðina og fór aftur upp í rúmið, þrútin af gremju
og leiðindum. „Ég er nú samt alveg handviss um,
að ég heyrði fótatök”.
Daginn eftir minntist Gustaf Lerebour ekki einu
110
orði á ógnir næturinnar, því að hann vildi komast
hjá rifrildi. En næstu nótt vakti frúin bónda sinn
aftur af værum svefni, með hálfu meiri ofsa en áður,
og stundi, snöktandi af hræðslu: „Gustaf, Gustaf —
það var einhver að ganga um garðshliðið!”
Hann varð steinhissa á þessari þrákelkni eigin-
konu sinnar. og fór að halda að hún talaði í svefni.
Hann ætlaði að fara að hrista hana úr þessu hættu-
lega ástandi, en í sama bili þóttist hann sjálfur heyra
eitthvert þrusk utan úr garðinum, rétt neðan undir
húsveggnum. Hann fór í flýti fram úr rúminu, hljój)
út að glugganum og sá — já, hann sá einhverja hvíta
veru skjótast eftir garðstígnum.
„Þa ... þa .... þarna er einhver”, stamaði liann
og var að því kominn að falla í yfirlið af skelfingu.
En svo herti hann upp hugann, tók á öllu viljaþreki
sínu og hleypti í sig réttlátri reiði fasteignaeigandans,
sem horfir á óviðkomandi menn traðka á landi sínu.
Hann kom með hótanir: „Bíddu bara við, lagsi. Ég
skal jafna um gúlann á þér”.
Hann skundaði að skrifborðinu, ojmaði eina skúff-
una, hrifsaði skammbyssuna sína og ruddist út á
tröppurnar. Konan hans kom hlaupandi á eflir honum,
skelfingu lostin. „Gustaf, Gustaf — farðu ekki frá
mér. Skildu mig ekki eina eftir! Gustaf! Gustaf!”
En hann lét sem hann heyrði ekki til hennar og
þaut út í garðinn.
Þá flýtti hún sér inn aftur og læsti sig inni í svefn-
herberginu.
Hún beið í fimm mínútur ... tíu ... stundarfjórð-
ung. Ofsaleg hræðsla gagntók hana. Sjálfsagt hefðu
þeir drepið hann — kyrkt hann. Hún hefði miklu
heldur viljað heyra skot úr byssunni, vita af honum
berjast og verja sig. En þessi ægilega þögn og hræði-
lega kyrrð þyrmdi yfir hana.
Hún hringdi á Celestu, en Celesta anzaði ekki.
Hún hringdi aftur — hana svimaði. Það lá við að
hún félli í ómegin. Hvergi var nokkurt minnsta hljóð
að heyra. Hún þrýsti sveittu enni sínu að rúðunni og
reyndi að rýna gegnum myrkrið úti fyrir, en hún
gat ekkert greint nema svarta skugga trjánna á grá-
um garðstígnum.
Klukkan sló hálfeitt. Nú var Gustaf búinn að vera
þrjá stundarfjórðunga í burtu. Aldrei fengi hún að
sjá hann framar. Nei, aldrei framar. Og hún lét
fallast á kné, kjökrandi.
Innan stundar var barið hljóðlega á dyrnar. Rödd
fyrir utan sagði: „Opnaðu, Palmyra mín, það er
ég ”. Hún hraðaði sér til dyranna, lauk þeim upp
og stóð með hendur á síðum og augun fljótandi í
tárum fyrir framan bónda sinn. „Hvar hefurðu verið
allan þennan tíma, bövuð ótugtin. Það er þokkalegt
eða hitt þó heldur að skilja mig hér eina eftir, dauð-
vona af hræðslu. Þú tekur ekkert tillit til mín, frem-
ur en ég væri ekki til”.
Hann lokaði svefnherbergishurðinni og .lók til að
hlæja allt hvað af tók. Hann hló og hló og hló eins
FRJÁLS VERZLUN