Frjáls verslun - 01.10.1950, Síða 5
innflutning frá ríkjum, sem sum legðu enn verulegar
hömlur á innflutning þessarar einu útflutningsvöru
íslendinga. RáÖherrafundurinn mun hafa tekið hinu ís-
lenzka viðhorfi af fullum skilningi, og er því að vænta,
að fyrirvarar Islendinga hafi verið viðurkenndir. Enda
hefur sérstaða íslands þegar verið viðurkennd í fram-
kvæmdinni með byrjunarinnstæðu þeirri, sem E. P. U.
hefur veitt íslendingum.
Hitt skulum við gera okkur Ijóst, að okkur mun
ekki haldast uppi vegna innlends pólitísks ofstækis að
viðhalda viðskiptahöftunum stundinni lengur en bráð-
nauðsynlegt getur talizt vegna viðurkenndra efnahags-
örðugleika. Má þetta vera fylgjendum frjálsari verzl-
unar nokkur hugarléttir.
Einnig ættu íslenzk stjórnarvöld að taka það til at-
hugunar nú þegar, að vöruskiptaverzlun ( kompensat-
ionir), seni mjög hefir færzt hér í vöxt á síðari ár-
um, er mjög hæpin, ef ekki óheimil, samkvæmt E.P.U.
stofnsamningnum, því að í henni felst mismunun milli
ríkja, sem alls ekki er heimil þrátt fyrir alla efna-
hagsörðuleika. Hcr er auðvitað eingöngu átt við vöru-
skiptaverzlun við þátttökuríkin.
Eftir að E.U.P. hefur tekið til starfa, verður í raun-
inni aðeins um þrennskonar erlendan gjaldeyri að
ræða frá íslenzkum bæjardyrum séð, dollara, greiðslu-
bandalagsmynt og clearingmynt (myntir þeirra landa,
sem við höfum clearing-samninga við).
Að lokum verðum við íslendingar að gera okkur
ljóst, að eftir að við höfum gerzt aðiljar að E.P.U.,
tjáir okkur ekki í framtíðinni að mæta hverjum halla
á milliríkjaviðskiptum með nýjum og nýjum við-
skiptahöftum, heldur verður fjármálastefna ríkisins
og lánapólitík bankanna að vera okkar aðalvopn í
þeirri baráttu.
ALMENNAR HUGLEIÐINGAR.
Með stofnun E.P.U. hafa allar myntir þátttökuríkj-
anna verið gerðar jafn-eftirsóknarverðar, jafn-verð-
mætar og frjálst breytanlegar. Þetta gefur mikla mögu-
leika, því að ef verzlun þessara ríkja verður von bráð-
ar frjáls, opnast markaður með 270 milljónum íbúa.
Og ekki nóg með það, lreldur eru allar þessar myntir
orðnar frjálst breytanlegar í sterlingspund, en talið
er, að 36% af öllum heimsviðskiptunum fari fram í
þeirri mynt. Hinn stóri markaður ætti að auka sér-
hæfingu, verkaskiptingu, samkeppni og þannig lækka
vöruverðið. Á þenna hált gætu Evrópuþjóðirnar orðið
samkeppnisfærari á bandaríska markaðnum og aukn-
ar dollaratekjur þeirra gert efnahagsaðstoð Banda-
ríkjanna óþarfa og myntir þátttökuríkjanna frjálst
breytanlegar einnig í dollara.
Þetta eru björtu vonirnar, en á þær falla ýmsir
skuggar, og vegurinn að takmarkinu verður vafalaust
langur og strangur. Eitt með öðru, sem erfiðleikum
mun valda, er vígbúnaðurinn, sem óvissan í alþjóða-
málunum knýr öll þátttökuríkin til þess að einbeita
sér að. Hann mun valda verðhækkunum og þannig e. t.
v. hindra að einhverju leyti eftirsótta verðlækkun. Er
meira að segja ekki ósennilegt, að sum þátttökuríkj-
anna þurfi af þessum ástæðum að hafa sig við til jtess
að hindra nýja verðbólgu.
Annað atriði, sem ekki getur e. t. v. talizt sérlega
veikamikið, er ])að, að allar aðgerðir Marshall-ríkjanna
til þess að gera utanríkisverzlunina frjálsari, beinast
að innflutningsverzluninni, en útflutningsverzlunin er
látin afskiptalaus, á henni mega vera öll hugsanleg
liöft og bæði má j>ar mismuna vörum og löndum. Ó-
neitanlega getur þetta þó skapað misrétti í millilanda-
viðskiptum.
Enda þótt líklegt sé, að framvegis muni skiptast á
skin og skúrir í utanríkisviðskiptunum, þá er stofnun
E. P. U. áreiðanlega merkilegur áfangi í viðskipta-
þróun Vestur-Evró]>u, en hvort um bein þáttaskipti er
að ræða, eins og sumir fullyrða, er of fljótt að fella
nokkurn dóm um. Við vitum, að þróuninni er stefnt i
rétta ált, og við skulum vona, að markmiðinu verði
náð.
Bifreiðafjöldi heims
Bifreiðafjöldi alls heimsins í byrjun þessa árs var
talinn 62.463.749 vöru- og fólksbifreiðar, eflir því
sem tímaritið „American Automobile“ skýrir frá.
Er þetta 4,1 millj. bifreiðum fleira en síðasta ár.
Fremst í hópi voru Bandaríkin með 43.429.205 bif-
reiðar, þar af 35.555.832 fólksbifreiðar.
Næst Bandaríkjunum kom Evrópa í röðinni með
samtals 11.573.328 bifreiðar (6.288.523 fólksbifreið-
ar), síðan Vesturálfa (utan Bandaríkjanna) með
3.787.852 bifreiðar (2.553.782 fólksbifreiðar), Ástra-
lía (heimsálfan), með 1.591.398 bifreiðar (1.063.484
fólksbifreiðar), Afríka með 1.054.152 bifreiðar
(734.283 fólksbifreiðar) og Asía með 827.075 bif-
reiðar (376.789 fólksbifreiðar).
Af einstökum ríkjum er bifreiðafjöldi Bandaríkj-
anna mestur, eins og áður er frá greint, en næst þeim
koma Sovétríkin, áætlaður bifreiðafjöldi 3 millj.,
Stóra-Bretland 2.980.903, Frakkland 2.295.000, Kan-
ada 2.194.292 og Ástralía 1.150.000.
141
FRJÁLS verzlun