Frjáls verslun - 01.10.1950, Síða 15
ísland.
VöruskiptajöfnuSurinn í ágúst var
óhagstæður um 12,1 millj. kr. Nam
verðmæti innfl. vöru 43,1 millj.
kr., en útfluttrar 31 millj. kr. Er
vöruskiptajöfr.uðurinn eftir fvrstu 8
mánuðina óhagstæður um 129 millj.
kr. Útflutningurinn nemur 189,8
millj. kr., en innflutningurinn 318,9
millj. kr. Á sama tíma í fvrra var
vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður
um 87 millj. kr.
Verzlunarjöfnuðurinn í september
var óhagstæður um 16,3 millj. kr.
Innflutningurinn í mánuðinum nam
samtals 50,8 millj. kr., en útflutn-
ingurinn 34,5 millj. kr.
Eftir fyrstu níu mánuði ársins er
verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um
145,4 millj. kr. Nemur innflutning-
urinn 369,7 millj. kr., en útflutn-
ingurinn 224,3 millj. kr.
Helztu útflutning=vörur okkar til
septemberloka eru saltfiskur fyrir
44.8 millj. kr., freðfiskur fyrir 44,6
millj. kr., lýsi fyrir 35,7 millj. kr.,
síldarafurðir fyrir 26,8 millj. kr.,
þar af söltuð síld fyrir 17,8 millj.
kr. Útflutningur fiskimjöls nemur
13.8 millj. kr. og karfamjöls 9,2
millj. kr., og útflutningur á söltuð-
um gærum nemur 8 millj. kr.
Aðalkaupendur okkar til sejttem-
berloka eru: Holland með 49,5
millj. kr., Brelland 33,2 millj. kr.,
Bandaríkin 32,8 millj. kr., Ítalía
25,3 millj. kr., Svíþjóð 12,9 millj.
kr., Pólland 11,9 millj. kr. og Grikk-
land 10,6 millj. kr. Til annarra
landa nemur útflutningurinn minna
en 10 millj. kr.
Danmörk.
Um þriðiung af útflutningi lands-
ins eru iðnaðarvörur í einni eða ann-
arri mynd. Á fyrri árshelmingi þessa
árs unnu 67% fleira fólk í hinum
ýmsum iðngreinum en á sama tíma-
bili árið 1935, og 17% fleira en á
sama tíma í fyrra.
Vöruskiptajöfnuður landsins var
óhagstæður um 43,6 millj. kr. í júlí
og er það hagstæðasti mismunur
sem af er árinu. Innflutningurinn
nam að verðmæti 464,5 millj. kr.,
en útflutningurinn kr. 420,9 millj.
kr. Alls nemur innflutningurinn
fyrstu 7 mánuði ársins, tölur frá
1949 í svigum, 3.256,3 millj. kr.
((2.469,1), en útflutningurinn 2.-
460,4 millj. kr. (1.848,5).
i
Finnland.
Innflutningur landsins fvrstu 8
mánuði þessa árs nam 54,6 milljarð
mörkum, á móti 38,2 milljarð mörk-
um á sama tíma 1949. Útflutning-
urinn nam hins vegar 50,8 milljarð
mörkum, á móti 35,1 milljarð mörk-
um s. 1. ár.
Svíþjóð.
Svíar hafa sótt um inntöku í al-
þjóðabankann, en þeir liafa staðið
fyrir utan þau samtök fram að
þessu.
Vöruskiptajöfnuðurinn eftir fvrstu
7 mánuði ársins var óhagstæður um
286,6 millj. kr., en á sama tíma í
fyrra um 173,1 millj. kr. Innflutn-
ingurinn í júlí var að verðmæti 499
millj. kr., en útflutningurinn 410,7
millj. kr.
Noregur.
Útflutningur norskra útvarpstækja
er þegar orðinn töluverður og er á
þessu ári með hagstæðan greiðslu-
jöfnuð við útlönd í fyrsta sinn. Á
fyrstu 6 mánuðum ársins voru flutt
út útvarpstæki að verðmæti 185
þús. sterlingspund, en inn voru flutt-
ir efnishlutar til framleiðslu á
tækjunum fyrir aðeins 50 þús. ster-
lingsjmnd. Norðmenn selja aðal-
lega útvarpstæki til Tyrklands,
Egyptalands og landanna við aust-
anvert Miðjarðarhaf. Á árinu 1949
nam útflutningur útvarpstækja 34
þús. sterlingspundum, en þá var
keypt erlendis frá efnishlutar í þau
fyrir 250 þús. sterlingspund. Þess
ber þó að gæta, að megnið af fram-
leiðslunni á fyrra ári fór á innan-
lands markaðinn, þar sem hörgull
hefur verið á útvarpstækjum í Nor-
egi.
I janúar n. k. munu Norðmenn
senda farþegaskipið „Peter Wessel“
í sýningarferð til 19 helztu hafna-
borga Evrópu og landanna við Mið-
jarðarhafið. Mun skipið hafa innan-
borðs sérstaka vörusýningu, er sýn-
ir helztu útflutningsvörur þjóðar-
innar. Er ætlunin með ferð þessari
að kynna norska framleiðslu meðal
hinna ýmsu þjóða. Geta 100 fyrir-
tæki haft sýningarrúm í skipinu og
kostar livert rúm (bás) 1 þús. ster-
lingspund. Mun ferðin standa yfir í
3 mánuði.
Ríkisstjórnin hefur komið fram
með uppástungu um að ríkið á-
byrgðist 50 millj. kr. framlag til
FRJÁLSVERZLUN
151