Frjáls verslun - 01.10.1950, Page 16
innflytjenda til kaupa á matvæla-
og hráefnabirgðum til þess að eiga
sem varaforða vegna hins uggvæn-
lega ástands í heimsmálunum. 'ZFtl-
unin er að eiga ávallt til taks vara-
forða sem nemur að verðmæti 75
millj. kr.
I júlí voru fluttar inn vörur fyr-
ir samtals 307 millj. kr., auk skipa,
miðað við 390 millj. kr. í júní. Lt-
flutningurinn nam hinsvegar aðeins
228 millj. kr., miðað við 237 millj.
kr. í júní. Nemur innflutningurinn
fyrstu 7 mánuði ársins 2,334 millj.
kr., á móti 1.92‘J milíj. kr. á sama
tíma í fyrra, en útflutningurinn
1,473 millj. kr., miðað við 1,257
millj. kr. 1949.
Holland.
Skuldir ríkisins innanlands námu
30. júní s. 1. 23,251 millj. gyllin og
höfðu aukizt um 417 þús. gyllin á
fjárhagsári því, er þá lauk. Erlendar
ríkisskuldir höfðu aukizt úr 934
millj. í 3.453 millj. gyllin á fjár-
hagsárinu, aðallega vegna gengis-
fellingar sterlingspundsins haustið
1949.
Utflutningurinn í júlí var að verð-
mæti 451 millj. gyllin, á móti 437
millj. gyllin í næsta mánuði á und-
an. Innflutningurinn í júlí lækkaði
niður í 634 millj. gyllin úr 700
millj. gyllin í júní. Mest var flutt
út til Vestur-Þýzkalands, 78,5 millj.
gyllin, Bretlands, 72,5 millj., Belgíu
55,7 millj., Bandaríkjanna 24,4
millj., og Svíþjóðar 17,8 millj. gyll-
in.
Tékkóslóvakía.
Prag-vörusýningin, sú 52. í röð-
inni, verður haldin á tímabilinu 20.
maí til 3. júní næsta ár. Verða all-
ar framleiðsluvörur landsmanna á
sýningu þessari, og verða aðeins
sýndar þar á vegum inn- og útflutn-
ingsfyrirtækja ríkisins. Síðustu sýn-
ingu heimsóttu kaupendur frá 62
löndum.
Bretland.
Erlendir ferðamenn keyptu vör-
ur að verðmæti rösklega 1 millj. £
á fyrra árshelmingi þessa árs. Ferða-
menn frá Bandaríkjunum evddu
39% af þessari upphæð.
Ullarverð hefur, eins og kunnugt
er af fréttum, farið mjög hækkandi
á heimsmarkaðinum, og það sama
hefur einnig orðið upp á teningnum
í Bretlandi. Sem dæmi um þessa
hækkun má geta þess að á ullar-
markaði í Bradford um miðjan
september komst verðið hæst upp í
112 pence pr. lb. fyrir 1. flokks
ull frá Wales, en 2 mánuðum áður
var verðið á samskonar ull 65 pence
pr. lb., og árið 1938 16 pence pr.
lb. Verðhækkunin kom þó enn skýr-
ara í ljós næsta dag á eftir þegar 2
millj. lbs. af brezkri ull var boðin
upp á markaðinum og seldist fyrir
svipað verð og daginn áður, enda
þótt magnið þá væri mun minna.
Þessi verðhækkun á ull mun vissu-
lega hafa áhrif á verðlag á gólf-
tepjium og dreglum, svo og hús-
gagnaáklæðí, en brezk ull er mest-
megnis noluð í þessar vörur.
Þann 30. janúar n. k. hefst í 01-
ympiahöllinni í London sérstök um-
búðasýning, sú önnur í röðinni. Mun
á sýningu þessari vera hægt að
kynnast beztu og smekklegustu
vöruumbúðum Evrópu og víðar, og
gera samanburð á gerðum þeirra og
hentugsemi. Þegar er útséð að þátt-
takan í sýningunni er 40% meiri en
á fyrstu sýningunni, er haldin var í
Manchester árið 1949.
Brezki ullariðnaðurinn hefur
meira en tvöfaldað útflutningsverð-
mæti sín til Bandaríkjanna á fyrstu 6
mánuðunum eftir verðfellingu sterl-
ingspundsins. Hafa brezkir ullar-
framleiðendur notfært sér vel
þá möguleika sem verðfelling ster-
lingspundsins veitti þeim til að
auka útflutninginn sem mest. I.eggja
þeir mikið kapp á að auka sem mest
söluna til Bandaríkjanna, og gera
sér far um að athuga rækilega ósk-
ir og þarfir bandarískra viðskijita-
vina.
Útflutningurinn í ágúst var að
verðmæti 189,3 millj. £ og er það
nýtt útflutningsmet. Innflulningur-
inn í mánuðinuin var að verðmæti
214,9 millj. £, en þar af fóru vörur
fyrir 7,4 millj. £ til endurútflutn-
ings, svo að vöruskip’-ajöfnuð'irinn
varð því óhagstæður um 18,1 millj.
£ og er það hagstæðasti mismunur
síðan í febrúar 1949. Vöruskipta-
jöfnuðurinn frá áramótum til ágúst-
loka er óhagstæður um 273,1 millj.
£, en á sama tíma í fyrra 293,1 millj.
£. í ágúst voru fluttar út vörur til
Bandaríkjanna fyrir 11 millj. £ og
til Kanada fyrir 12,2 millj. £.
Hín mikla útþensla olíuvinnslu
víða um heim hefur eins og að lík-
um lætur haft geysimikil áhrif á
smíði tankskipa. Samkv. síðustu
skýrslum voru t. d. í Bretlandi kaup-
skip í smíðum samtals að burðar-
magni 3,2 millj. tonn, þar af voru
tankskip 1,9 millj. tonn að stærð.
Munu tankskip nú vera meira en
40% af öllum ski])asmíðum heims.
Forstjóri fyrir stóru olíuskipafé-
lagi sagði nýlega, að verksvið tank-
skipa í náinni framtíð væri geysi
yfirgripsmikið. Hann sagði, að þeg-
ar allar þær nýju olíuhreinsunar-
stöðvar, sem nú væru í byggingu í
norðvestur Evrópu eða fyrirhugað
er að reisa, hefðu hafið starfrækslu,
þá þyrfti að flylja að þeim 50 millj.
tonn af hráolíu árlega, og þetta
mikla magn þyrfti að flytja að frá
olíusvæðum í þúsunda mílna fjar-
lægð.
69,637 erlendir ferðamenn lieim-
isótlu Bretland í ágústmánuði, og
er það 9% meira en í sama mánuði
í fyrra og 37% meira en var að með-
altali í þessum mánuði fyrir styrj-
öldina. Af þessum fjölda komu 19,-
236 frá Bandaríkjunum eða 19%
fleiri en í ágúst s.l. ár. Er áætlað
að bandarísku ferðamennirnir hafi
eytt 6 millj. dollara í landinu í
ágúst, fyrir utan fargjaldagreiðslur
til brezkra skipa- og flugfélaga.
Mun þessi u])phæð vera um 20%
af verðmæti alls útflutnings Breta
til Bandaríkjanna í ágúst.
152
FRJÁLSVERZLUN