Frjáls verslun - 01.10.1950, Page 20
Merkisdagar kaupsýslumanna
Heiðursfélagi V. R. óttrœður.
Arni Einarsson jyrrv.
kaupmaSur í Revkjavík
varð áttræður 9. sept. s.l.
Hann er einn hinna fáu
núlifandi heiðursfélaga
Verzlunarinannafélags
Reykjavíkur, en fvrir u. þ.
b. tíu árum heiðraði félagið
hann á þann hátt, og var
Árni sannarlega vel að
þeirri sæmd kominn, því
að hann hefur um tugi ára
verið einn áhugasamasti
msðlimur félagsins og ávallt verið boðinn og búinn
til að rétta því hjálparhönd, þegar á þurfti að halda.
Hefur 1 iðsinni hans líka jafnan verið með þökkum
þegið, og eru ótalin öll þau spor og öll þau handtök,
sem Árni hefur á sig lagt í félagsins þágu. Ekki hefur
sú þjónusta verið innt af hendi í eigin hagsmunaskvni,
heldur verið í té látin af ósérhlífni, stéttvísi, góðvild
og trúmennsku. Þótt aldur hans sé orðinn þetta hár,
hefur hann hingað til á hverju ári verið gæzlumaður
og leiðbeinandi á jólatrésskemmtunum félagsins, og
vonandi verður svo enn langa hríð. Það þarf heldur
vart að húast við öðru fyrst um sinn, því Árni er vel
ern og létlur jafnt í lund sem spori.
Á afmæli Árna heimsóttu hann fjölmargir vinir
hans og árnuðu honum heillaríkra ævidaga, b. á m.
var sendinefnd frá stjórn V.R., og hafði varaformað-
urinn, Sveinbjörn Árnason, orð fyrir lienni. Færði
hann afmælisbarninu ofurlitla vinargjöf frá félaginu
og flutti honum afmæliskveð'U. Einnig ávarpaði Hiört-
ur Hansson heiðursfélagi V.R. kollega sinn með vel
völdum orðum.
Árni Einarsson hefur komið mikið við sögu reyk-
vískrar verzlunarstéttar og ávallt látið gott af sér
leiða. Saga hans var allítarlega rakin í höfuðdráttum
hér í blaðinu fyrir 10 árum, á sjötugsafmæli Árna,
og verður það ekki endurtekið hér, aðeins til þess
vísað. En þar má glöggt sjá, hvern skerf Árni hefur
lagt til ýmissa mála. Má í því sambandi geta þess,
að fyrir nokkrum árum var hann sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar, í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin
störf.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og „Frjáls verzl-
un“ óska Árna til hamingju á þessum markverðu „ára-
mótum“ í ævi hans og þakka honum af alhug fyrir
mikið og gott samstarf fyrr og síðar.
AuSun Ingvarsson kuup-
ma'ður og bóndi í Dalsseli
undir Eyjafjöllum átti átt-
ræðisafmæli á s.l. ári og
45 ára kaupmennsknafmæli
í vor sem leið.
Hann er fæddur í Neðra-
dal í Rangárvallasýslu 6.
ágúst 1869 og ólst þar upp
með foreldrum sínum við
fremur þröngan efnahag,
eins og títt var um marga
bændasyni í þá daga. En
strax í æsku mun hafa borið á því að hann dreymdi
stóra drauma, sem m. a. hnigu að því, að gerast bóndi
og kaupsýslumaður. Skólamenntunar naut hann ekki,
því þá voru engir barnaskólar til, en fyrir ferminguna
eignaðist hann reikningsbók Eiríks Briem og gekk þá
einu sinni í niánuði til Sighvats Árnasonar alþm. í
Eyvindarholti og fékk hjá honum tilsögn í reikningi
og skrift. Mun það vera öll sú tilsögn, sem hann hefur
notið frá öðrum undir það ævistarf, sem hann síðan
hefur leyst af hendi sjálfum sér og öðrum til nyt-
semdar.
Árið 1905, eftir átta ára búskap (þar af þrjú ár í
Dalsseli), byrjaði Auðun að verzla. Samgöngur voru
þá með öðrum hætti en nú. Hann varð því að senda
með reiðingshesta út á Eyrarbakka og einnig aleigu
sína í peningum, kr. 60.00, en það nægði ekki fyrir
vörum á tvo hesta, svo að frændi hans, Guðmundur
Guðmundsson, nú verzlunarmaður á Selfossi, lánaði
honum það, sem á vantaði. Ýmsir munu hafa látið
sér fátt finnast um slíka nýbreytni, að fara að verzla
í Dalsseli, sem umkringt er vötnum á alla vegu. En
þetta mun Auðun hafa lítið látið á sig fá. Verzlun
hans fór jafnt og stöðugt vaxandi og varð allumfangs-
mikil um skeið, enda varð þetta til hinna mestu þæg-
inda íyrir nærliggjandi sveitir. Til Auðuns lágu þá
leiðir margra, ekki sízt á vetrum, þegar vistir þraut
Framli. á bls. 159.
156
FRJÁLS VERZLUN