Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.10.1950, Qupperneq 22
á þeirri stundu, er Morgan skipstjóri gekk á land, var hetjan unga í skóla. Þetta lét ég mér í léttu rúmi liggja. Það, sem þjak- aði mér, var af allt öðrum toga spunnið: Ef Jonni og Lassi hefðu hvergi verið nærstaddir, hefði ég get- að keypt bæði smásjá og bókahníf, og þó átt peninga afgangs. Ég sóttist eftir að skoða stóra verðlistann frá vöru- húsinu, og það gerði svo sem margt fullorðna fólkið líka. Þar gaf að líta allt milli himins og jarðar, allt ofan frá kvenkjólum niður í músagildrur. Varla fannst önnur sú bók, er haft gat jafn örvandi áhrif á hug- myndaflugið. I verðlistanum var mynd af hlut, sem ég vildi leggja á mig árastrit til að eignast: Smásjá, sem kostaði níutíu aura. Nú sá ég að vöruhúsið hefur verið allörlátt á stór orð. „Smásjáin“ var aðeins leikfang, með linsum úr rúðugleri. En þótt ég hefði kunnað að gera á því grein- armun, hefði það engu breytt. Bókastoðirnar fengust líka í borginni og kostuðu tvær krónur. Nokkuð kynni að hafa bjargast, ef við hefðum strax skipt með okkur peningunum. En ég gat ekki fengið af mér að láta þá af hendi. Fyrst það var nú ég, sem fjársjóðinn fann, mátti ekki minna vera en þeir leyfðu mér að gera kaupin. Eftir nokkurt þóf gengu þeir að þessu, og Jonni setti upp spekingssvip: Þá verðurðu að traktera okkur á límonaði. Ég féllst undir eins á það. Límonaði hafði enginn okkar smakkað, síðan á jólatrésskemmtuninni hjá verzlunarmannafélaginu — og nú gátum við drukkið það um hásumarið! Og það kostar líka sama sem ekk- ert, sagði Lassi. Bara fimtán aura handa hverjum, ef við ekki tökum flöskurnar. Við Ijómuðum allir upp við þá hugsun, að fimmtán aurar væri skítur og ekki neitt! Við skálmuðum inn til bæjarins og upj) aðalgötuna, litum hæðnislega á hina drengina, bölvuðum og spýttum við tönn: Vík- ið til hliðar! Hvorki Alexander mikli, Cæsar né Djeng- is Khan hafa nokkru sinni fundið svo til valds síns sem við. Engum gat blandast hugur um, að hér voru menn framtíðarinnar á ferð. Enginn gat séð, að hjarta eins drengsins barðist af örvilnan: Smásjáin, smásjáin! Heitur lófi hans lukti fast um koparhrúguna í buxna- vasanum. Smásjáin! Nú gat maður loksins fengið að sjá, hvernig fæturnir á flugunum voru í raun og veru, og allar þær óteljandi bakteríur, sem kennarinn sagði að væri krökt af allsstaðar. Könguló hlaut að sýnast á stærð við fí). Meðan við þömbuðum límonaðið úti í húsasundi, mundi ég enn eftir smásjánni. Við ur'Sum ölvaðir. Við vissum að sumir menn drekka sig fulla, og við urðum fullir, og mér finnst nú sem við höfum á einum degi gengið um öll hin þekktu svið drvkkjumannsins, allt niður í minnisleysi og . . . í vímunni gleymdi ég smásjánni, eins og þegar gift- ur maður gleymir konu og börnum og skónum, sem sóla þarf. Það er heldur ekki að undra þótt ég gleymdi bókastoðunum, úr því það hendir beztu menn að gleyma að borga rafmagnsveitunni, kaupmanninum, mjólkursamsölunni og vinnustúlkunni. (Fólk heldur að skáldin Ijúgi, en skáldin eru einu mennirnir, sem reyna að halda sannleikanum á lofti. Ég hef einu sinni gefið manni hálfan asperínskammt. Við sátum í veitingakrá og drukkum kaffi. Við urðum að láta okkur nægja að skraja um nautnalyf, þar sem við höfðum ekki efni á að kaupa þau. Við töluðum meðal annars um kókaín. Að lokum sat ég einn í kránni með þessum manni, sem ég kunni annars eng- in deili á. Houm svipaði til fljúgandi jötunuxa. Hann vék aftur umræðu sinni að kókaíninu. Mér skildist á því, sem hann sagði, að hann hefði ekki meira vit á kókaíni en lifnaðarháttum íbúanna á Satúrnus, og þessvegna var óhjákvæmilegt að ég fengi þessa hug- mynd. Viltu reyna? sj)urði ég (ég þéra einungis fá- ráðlinga og fólk, sem ég hef mætur á). Ég er nefni- lega dálítið hneigður fyrir kókaín og ber jafnan á mér einn eða tvo skammta. Áhrifin eru ansi notaleg en nokkuð heiftug í fyrstu, svo að þér er réttara að taka aðeins hálfan skammt. Augun í honum slcutu gneistum af eftirvæntingu. Er þetta ekki óhæfilega dýrt? 0, svaraði ég, aðeins átta krónur skammturinn, ef maður hefur góð sam- bönd. Ég skij)ti skammtinum í tvennt: Gleyptu nú þetta og skolaðu því niður með kaffi. Þá kom í ljós að hann hafði heyrl eitthvað um það, að maður ætti að sjúga kókaínduft uj)p í nefið. 0, sagði ég, það er nú svo mörg hégiljan í heiminum. Þú hlýtur þó að sjá, að slíkt væri hreinasta fjarstæða. Hefurðu nokkurntíma heyrt talað um að menn sjúgi brennivín upj) í gegn- um nefið? Hann hvolfdi ofan í sig hálfum aspirínskammtin- um, og eftir það tókst honum að gera mig öldungis forviða. Það sveif á hann á augabragði. Eftir tvær mín- útur var einna helzt svo að sjá að hann hefði þambað úr fjórtán staupum með sterkri viskýblöndu. Þjónn- inn sakaði hann um að hafa haft áfengi meðferðis og drukkið það í óleyfi og óhófi, og allt endaði þetta með afskaplegu hneyksli og ótrúlegustu tilburðum.) Við strákarnir vissum, að menn urðu skrítnir í koll- inum, ef þeir drukku sérstakan vökva. Þar fyrir utan voru hugmyndir okkar um þetla afar óskýrar. Við héldum svallinu áfram, hlógum og hrópuðum og réð- um lögum og lofum, en vorum samt áfram börn og keyptum brjóstsykur, lakkrís og gúmmíkarla fyrir megnið af peningunum . . . Hvað gerir sá maður, sem drukkið hefur út á öll sín laun? Það er næsta misjafnt, en stundum ber við að hann laumast heim og stelur þeim fáu krónum, sem konan á eftir af búpeningunum. Sem við nú stóðum 158 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.