Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 3

Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 3
 w' f' S' V f-T > > v. ..;r :• ■■'■■• ■' ' ' . ^ vV,«í fgSM Frá Hafnarstræti um 1870, en það var þá helzta verzlunargata bæjarins. um og handalögmáli, sem búðarþjónarnir höfðu gam- an af og reru því oft undir. Búðirnar voru ] annig aðalsamkomustaður og skemmtistaður hæjarmanna, og því dróst lokun búðanna lengur en skyldi. Stundum gat líka verið samvizkuspurning að loka, ef kalt og fjúk var úti, því að margir höfðu þá að litlu að hverfa, öðru en drykkjukránni. Hún var þá aðallega ein, Jörgensensknæpan (þar sem Hótel Island var). Knæpan lá út að Aðalstræti, og voru inngöngudyr norðarlega á hliðinni. Til vinstri, þegar inn var gengið, var lítið herbergi, á sjálfu horninu á Aðal- og Austurstræti. I þessari stofu sátu höfðingjar bæjarins og drukku, þegar þeir á annað borð koniu þangað. Síðar, þegar útbyggingin kom, var þessi stofa aðeins fyrir „stofnana". Til hægri úr forstofunni var „Slyngelstofan,“ það var alþýðustofan. Var þar einatl skarkali og ryskingar á kvöldin, og með því að stutt var út á götuna, bárust þær einatt þangað út, og var þá oft fjölmennt af áhorfendum þar á götunni. Inn af „Slyngelstofunni“ var billarðs- stofa. Þar héldu yngri menn, búðarþjónar og stúdent- ar, til á kvöldin. Nokkru eftir 1870 byggði Jörgensen skúr, austur af þessari stol’u, inn að garðinum, og var hún ætluð hinum betri mönnum. Einn vordag sátu 4 eða 5 Frakkar inn í þessu hú?i við drykkju. Þangað komu líka tveir prestaskólastúdentar, sem voru ann- álaðir kraftamenn. Eigi leið á löngu áður en til rysk- inga kom, og er þar stutt frá að segja: stúdentarnir brutu gluggana, hentu Frökkum út, og svo var víga- hugurinn mikill, að þeir tóku seinast ofninn, og þótti þetta þrekvirki mikið. Önnur knæpa var þá í litlu húsi, svonefndu Eyþórs- húsi í Austurstræti. Þangað sóttu aðallega útlendir sjómenn, og var það almennt talað, að í því húsi ætti siðferði ekki upp á háborðið. Á einum tíma ársins var þó lokunartími búða nokk- urn veginn viss, og það var frá veturnóttum til nýárs. Þá var sjaldan lokað síðar en kl. 6, og settust þá allir búðarþjónarnir inn á skrifstofu til þess að skrifa viðskiptareikninga manna út úr höfuðbókunum. Var það afarmikið verk við hinar stærri verzlanir, því að allir höfðu reikninga þá, og þótti nauðsynlegt að hafa reikningana tilbúna strax upp úr nýárinu. Öll bók- færsla fór þá fram á dönsku, og áttu margir því erfitt með að skilja reikningana sem vona var. Man ég eftir því, að einn viðskiptamaður gerði mikla rekistefnu út FRJÁ'LS VERZLUN 115

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.