Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 5
ust menn mikið eftir henni; söfnuðu spesíunum: og
geymdu þær í sjóvetlingum, þangað til þær voru
orðnar svo margar, að hægt var að kaupa jarðarskika.
Á annan hátt gátu menn ekki ávaxtað peninga þá.
Sparisjóður Reykjavíkur var stofnaður 1873, en auð-
vitað leið nokkur tími, áður en menn, einkum gömlu
mennirnir, fóru að trúa sparisjóðnum fyrir þeningum
sínum.
Þegar krónumyntin kom, veitti mörgum afar erfitt
að sætta sig við og setja sig inn í breytinguna, og
mörg ár á eftir var talað um mörk og skildinga. Þetta
var svo sem ekki eins dæmi hér. I mörg ár eftir að
breytingin komst á, hrópuðu t.a.m. sölukerlingar í
Kaupmannahöfn: „söde Pærer sex Skilling“, og líkt
mun fara nú við innleiðslu metrakerfisins. Það verður
langt þangað til alin, pund og ]>ottur hverfa alveg úr
meðvitund manna.
Þó voru peningaverzlun væri lítil, urðu kaupmenn
þó að láta bændur hafa dálítið í peningum upp í
þinggjaldið, í ferjutolla o.s.frv., en mjög tregt gekk
bændum þó að fá svo stóra upphæð, sem þeir beiddu
um. Það, sem þeir fengu, var auðvitað borgað út í
silfri, þangað til peningabreytingin kom, þá komu
10 og 20 króna gullpeningar. Aldrei gleymi ég and-
litinu á einum Mýrdæling, þegar húsbóndi minn af-
henti honum 20 kr. pening. Maðurinn starði fyrst al-
veg forviða á peninginn, sem átti að gilda svo stóra
upphæð. Því næst horfði hann á húsbónda minn til
þess að vita, hvort hann sá að svo var, neitaði hann
algerlega að taka við honum.
Þá voru engir ofnar í búðum, og var því oft kalt,
einkum fyrri hluta dagsins, því að þá var aldrei eins
mannmargt í búðinni, eins og þegar á daginn leið.
Fyrsti veturinn minn í búð, 1873—74„ var mjjög
kaldur, og var mér þá oft sárkalt, og hendur bláar og
bólgnar. Það kemur hrollur í mig ævinlega, þegar ég
hugsa til þess vetrar. Hræddur er ég um, að nútíðar-
búðarfólki þætti hart að búa við það, sem búðarþjón-
um þá var boðið.
Ég minntist á lestirnar áðan. Já, þá var nú fjör og
líf í bænum. Ómögulegt að þverfóta fyrir þröng í
búðunum, bæði fyrir innan borðið og utan, illmögu-
legt að komast áfram í Hafnarstræti fyrir hestaþvögu,
og krökt af tjöldum á Austurvelli. Á kvöldin var þar
oft gleði og háreysti mikil. Við strákarnir héldum
okkur helzt þar, bæði til að horfa á það, sem kynni
til að bera, og svo var það líka tilgangurinn hjá
mörgum að sníkja matarbita, sem sveitamenn voru
ósparir á. Vegna þess að Austurvöllur rúmaði ekki öll
tjöld lestamanna, var það mjög almennt að tjalda í
Fossvogi, enda voru þeir þar nær hestum sínum.
Reykjavíkurdrengir gættu hestanna fyrir þá og fengu
ákveðna borgun fyrir hvern liest um sólarhringinn, og
höfðu margir drjúgan skilding upp úr því. Stundum
var líka tjaldað á Lækjartorgi, en það var frernui
sjaldgæft.
Austurvöllur var þá dældóttur, með smáhólum á
milli. Hann var eitthvað lagaður þjóðhátíðarsumarið,
en aðállega þó sumarið eftir, 1875, því að þá um
haustið var stytta Thorvaldsens sett þar. Til þess að
fylla hann upp voru teknir tveir gríðarstórir ösku-
hólar, annar við útnorðurendann á Geirstúni — hann
heyrði ég nefndan Stórhól — og hinn framan við
vesturbæinn í Hlíðarhúsum — og hrukku þeir þó
hvergi til. Austurvöllur fylltist því, áður en hann var
lagaður, fljótt af vatni, bæði af haustrigningunum, og
svo gekk tjörnin líka upp í hann, ef lækurinn stíflað-
ist, sem oft átti sér stað. Tjörnin náði þá miklu lengra
til norðurs en nú, allt upp undir suðurhlið alþingis-
hússins. Undir eins og frysti var því kominn ís á
völlinn, og þá óðara krökt af krökkum á skautum. Þar
lærði ég eins og fleiri fyrst að renna á þeim. Þar var
heldur ekki hætt við, að börnin gætu dottið ofan í
eins og í tjörnina.
Þá rétt eftir 1870 var afarmikill drykkjuskapur í
bænum; brennivínið var ódýrt áður en tollur var á
lagður (1872) og jafnvel eftir það; mátli það heita
afar-ódýrt, að minnsta kosti í samanburði við það sem
sem nú er (1913). Akurnesingar voru þá annálaðir
drykkjumenn; það var ekki langt um liðið eftir komu
þeirra, áður en þeir voru orðnir drukknir og höfðu
hávaða á götunum; auðvitað voru margar heiðarleg-
ar undantekningar. Skólinn þótti þá heldur ekki góð-
ur; ég hef sem drengur keypt marga brennivínspela
fyrir skólapilta. Þegar ég kom í skóla nokkrum árum
síðar, var drykkjuskapur pilta á meðal að miklu leyti
horfinn. Kvenfólkið drakk þá líka og það kom eigi
sjaldan fyrir, að það sást drukkið á götunum. Þannig
man ég eftir einni giftri konu, sem ég sá nokkrum
isinnum leidda heim dauðadrukkna. Af drykkjuskapn-
um leiddi háreisti og ryskingar, en það var ekki tekið
mjög hart á slíku })á. Áhorfendurnir fremur hvöttu en
löttu, og lögreglan lét lítið til sín taka, nema það gengi
fram úr hófi. Þó var oft nauðsynlegt að handsama
drykkjurútana, einkum ef það voru utanbæjarmenn,
og útvega þeim næturgistingu, og þá var ekki í önnur
hús að venda en „svartholið“, sem svo var nefnt
Svartholið var uppi á lofti í vesturenda prestaskóla-
hússins gamla (landsyfirrétturinn var háður í vestur-
stofunni niðri, og bæjarþingið í austurstofunni út að
Framh. á hls. 147.
FRJÁ'LS VERZLUN
117