Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 7
Aðalstræti í Reykjavík um 1867.
þessum árum, eða kaupmennirnir alveg danskir. Við-
skiptin voru mest við Danmörk. Þaðan kom megnið
af innflutningnum, og þangað fór mest af úlflutningn-
um. Danskan mátli heita alls ráðandi hér í bæ, a.m.k.
meðal kau])manna. Kaupmannafélagið í Reykjavík
hét dönsku nafni og fundarbækur Styrktar- og sjúkra-
sjóðsins voru skrifaðar á dönsku alveg fram að 1879.
Á aðalfundi sjóðsins 1873 er eiginlega slitið samband-
inu milli hans og Kati|)mannafélagsins og öllum
verzlunarmönnuni heimilað að gerast reglulegir fé-
lagar. Hafði þetta nokkra meðlimafjölgun í för með
sér. Frá 1870—90 bætast 70 félagar við. Nokkrar
skorður voru reistar við inngöngu í sjóðinn á aðal-
fundinum 1891, því að þá er ákveðið, að atkvæða-
greiðsla skuli fara fram um hvern nýjan innsækjanda
og mátti samþykkja inntökubeiðni með einföldum)
meirihluta. Síðar var svo hert á skilyrðum þessum.
Um aldamótin eru félagarnir orðnir 200, og í
heimsstyrjaldarlokin höfðu alls verið skráðir í sjóð-
inn 390 félagar. Eignir sjóðsins jukust jafnt og þétt
af tillögum félagsmanna og gjöfum styrktarmanna
hans og af fjáröflun með hlutaveltum. Á 50 ára af-
mæli sjóðsins var hann orðinn rúmlega 54 þúsund
krónur og starfandi félagar um 180 að tölu. Er sjóð-
urinn varð 75 ára, var hann orðinn um 210 þús.
krónur, og í styrkveitingar höfðu verið greiddar nær
156 þús. krónur. Fyrsta styrkveiting úr sjóðnum fór
fram um áramótin 1870—71, og nam sá styrkur að
upphæð kr. 30,00. Öll árin, sem sjóðurinn hefur
starfað, hafa verið greiddir styrkir úr honum, að einu
ári undanskildu, árið 1875. Á þessum 85 árum hafa
styrkveitingar úr sjóðnum numið samtals kr. 311.392,00.
Tekjur sjóðsins fyrir 1951 námu kr. 48.861,61, en
gjöld kr. 22.204,40. Um síðustu áramót (1951—52)
nániu eignir styrktar- og sjúkrasjóðsins sanitals að
upphæð kr. 417.733,33. Hefur sjóðurinn eflzt mjög
síðustu 10 árin og félagsmönnum farið ört fjölgandi.
Vöxt sinn og velgengni á sjóðurinn að þakka vin-
sældum sínum meðal verzlunarmanna, svo og áhuga-
samri og öruggri stjórn. Mannaskipti í stjórn sjóðs-
ins liafa ekki verið tíð í sögu hans þessi 85 ár, sem
hann hefur starfað. Til marks um það má nefna, að
aðeins 13 menn liafa gegnt formanns-törfum í sjóðn-
umum frá byrjun. Þeir eru þessir:
H. Th. A. Thomsen, 1867—70.
Hans A. Sívertsen, 1871.
Ole P. Möller, 1872—77.
Framh. á bls. 137.
FRJÁLS VERZLUN
119