Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 8
Margrét flugfreyja segir frá —
Jyrir hálfum mánuði síðan
/ flaug ég til Rómaborgar og
stóð þar við í fjóra daga.
Þessi ferð var einhver sú skemmti-
legasta, sem ég hef farið, enda veðr-
ið hið ákjósanlegasta, 15 stiga hiti
og sólskin á hverjum degi. Það var
engu líkara en þetta dásamlega veð'-
ur hefði verið ]>antað fyrir okkur,
því stöðug rigning hafði verið í
horginni undanfarinn hálfan mán-
uð. Við fórum víða um borgina og
skoðuðum dásemdir hennar. Fólkið
er mjög ólíkt því, sem við eigum
að venjast hér norður frá. Fátæktin
virðist mikil hjá almúganum, enda
erfitt um vinnu. En almenningur
stórborgarinnar er ekki vanur mikl-
um gæðum og gerir sér því að góðu
hin 1 ítilfjörlegustu lífsskilyrði, já
og virðist meira að segja njóta lífs-
ins ennþá betur en þeir, sem betur
eru efnum búnir.
Á Péturstorginu.
Við vorum í Róm einmitt á þrett-
ándanum, og var ég svo rugluð í
ríminu, að ég mundi ekki eftir því,
hvaða dagur þetta var. En hvað um það, úti vorum við allan daginn og
skoðuðum m. a. St. Péturskirkjuna. Á leiðinni til kirkjunnar tók ég sér-
staklega eftir því, live mikill fólksfjöldi var á götunurn og þá einkum
Margrct leggur upp £ lancfcrS
frá Stokkhólmi í Clondmaster frá SAS.