Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 9
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR MALMBERG, flufffreyja, er lesendum blaðsins að ffóðu kunn. Hún starfaði um skeið lijá Loftleiðum off flauff þá bæði innanlands og; milli landa. Sumarið 1950 tók Margrét þátt í al- þjóðasamkeppni í London um titilinn ,,Flufi;freyja ársins 1950“, off kom hún þar fram sem fulltrúi íslands. I»rátt fyrir harða samkeppni frá öðrum fluff- freyjum hvaðanæfa að úr heiminum, fór Margrét með siffur af hólini eins ofí mönnum er kunnufft, or; vakti frammistaða hennar verðskuldaða athygli or; viðurkenninffu erlendis, ekki síður en hér lieima. — í nóvember 1950 réðist Marg;rét til norræna flutffélaffsins Scandinavian Airlines System, og hefur luin starfað lijá því félaffi síðan. Hefur hún fenjvið frí frá störfum um stundarsakir. — Sennile/?a hafa fáir íslenzkir kvenmenn ferðast jafn mikið or; Marg;rét, því að hún er bókstaflegru alltaf á ferð or flugi í orðsins fyllstu merkingu. Hún er kannske í Róm í dag, komin til New York á morgun og iniian tveggja daga fréttist af henni suður í Buenos Aires. Margrét er gift Hans Malmberg, kunnum sænskum ljósmyndara, sem unnið hefur mikið og gott landkynningarstarf fyrir ísland á erlendum vett- vangi. I»au hjónin búa í Stokkliólmi og eiga eitt barn. — Margrét skrifar fjölskyldu sinni hér heima alltaf af og til ýmislegt, sem á daga hennar hefur drifið, þegar hún er á ferðalögum. Hefur FRJÁLSRI VERZLUN verið góðfúslega leyft að birta kafla úr bréfi, sem Margrét hefur skrifað heim. börn, sem báru alls konar leikföng með sér. Mest fannst mér bera í prúðbúnum brúðum, sem litlu stúlkurnar léku sér að. Ég hafði tek- ið með mér myndavélina mína, aldrei þessu vant, og sá ég ekki eftir því. Á þessum eina degi tók ég fleiri myndir en ég hef nokkurn- líma áður gert, og urðu þær bara all sæmi- legar. Á Þegar við vorum komin að St. Péturskirkj- unni varð mér starsýnt á alla þá fólksmergð, sem hafði komið sér fyrir sólarmegin uppi við þær háu súlur, sem girða bið hringmynd- aða torg fyrir framan kirkjuna. Þarna mátti sjá gamla karla sitjandi steinsofandi uppi við súlurnar og einstaka móður með sofandi ung- barn í fanginu. Eldri börnin voru að leik allt í kring. Á miðju torginu við dásamlega fa.ll- egan gosbrunn gaf að líta hóp smástráka, sem voru í miklum vígahug og skutu með leikfangaskamm- byssum á hvorn annan. Hávaðinn og smellirnir voru svo miklir, að við komum okkur í burtu sem skjótast. Óvœnt kaka á Þrettándanum. Á leiðinni til hótelsins fórum við um eina af fjöl- förnustu götum Rómaborgar. Á einum stað á miðri götu stóð lögregluþjónn á litlum palli og stjórnaði umferðinni. Allt í kringum hann liafði verið raðað marglitum pökkum og fjölda af vínflöskum. Mér kom þetta heldur kynlega fyrir sjónir og spurðist fyrir um, hvað væri á seiði. Ég komst fljótlega að því, að það er gamall siður hjá ítölunum að gefa fátækum börn- um jólagjafir á þrettándanum, ])ví að þau eru mörg börnin, sem engar gjafir fá á sjálfum jólunum. Auð- vitað var þarna að finna skýringuna á öllum brúðun- um og leikföngunum, sem mér hafði orðið svo star- sýnt á fyrr um daginn — já, og svo var það lögreglu- þjónninn, sem hafði verið svo heppinn að vera á vakt einmitt þennan dag. Hann hefur sennilega fengið flestar jólagjafirnar, því það kvu vera siður þarna suður frá að færa þessum laganna vörðum gjafir á þrettándanum fyrir vel unnin störf í þágu borgaranna, svo segja má að engum sé nú gleymt. Við héldum áfram eftir aðalgötunni á leið okkar til hótelsins, og komum við þá að verzlun, þar sem hópur fólks hafði safnast fyrir framan. Samkvæmt vananum stóðst mað- ur ekki freistinguna og gægðist inn um glugga verzl- FRJÁtS -V.ERZLUN. unarinnar til þess að sjá, hvað fólkið væri að gláj>a á. Kom ég nú auga á einhverja þá hávöxnustu og um leið stórskornustu kvenpersónu, sem ég hef nokkurn- tíma augum litið. Var hún klædd svörtu, síðu pilsi og með sjal og minnti einna helzt á íslenzka peysu- fatakonu hvað klæðaburð snerti. I fyrstu datt mér í hug, að þetta væri einhver óhamingjusamur vesaling- ur, sem hvergi færi óáreittur fyrir fólki sökum síns ólánlega vaxtalags. Eftir nokkra stund bjóst þessi hávaxna vera til þess að fara út, og bar hún í fang- inu stóra innpakkaða kökn. Þegar ég sá hana nálgast. tók ég eftir því, að bæði nef og liaka voru límd á hana, og svo var þetta ekki kona heldur karlmaður eftir allt saman. Mér vaT lieldur en ekki skemmt við þessa uppgötvun mína og ætlaði að fara að spyrjast fyrir um, livaða skrípaleikur þetta væri, þegar per- sónan var allt í einu komin fast upp að mér með fram- rétta kökuna. Það var ekki laust við, að ég yrði hálf skelkuð og vissi varla, livórt ég ætti að þora að taka við kökunni. Datt mér einna helzt í hug, að hún myndi springa í loft upp um leið og ég snerti hana öllum viðstöddum til mikillar skemmtunar. Ein- hver sagði mér þó, að óhætt væri að taka við pakk- anum, því innihaldið væri ujjpáhaldskaka ítala. En hvers vegna á ég að fá kökuna? spurði ég. Jú, það er einfaldlega vegna þess að í dag er dagur barnanna, var svarað. Mér varð nú litið í kringum mig, en hvergi gat ég komið auga á nokkurn krakka í hópnum, og var Framh. á bls. 139. 121

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.