Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 10

Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 10
REYKVÍSK VERZLUNARFYRIRTÆKI: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 80 Elzta verzlunaríyrirtajki Reykjavíkur, Mikil nýluíida þótti það í bæjarlífi Reykjavíkur, ér einstakir kaupménn tóku að opna sölubúðir, er eingöngu verzluðu nieð skyldar vörutegundir, svokall- aðar sérverzlanir. Flestir töldu slíkt fásinnu og álitu, áð sérverzlanir ættu ekki langa lífdaga fyrir hönd- um í Reykjavík. Þetta fór þó á annan veg en á horfð- ist. Hleypidómar fólkrins og gamlir verzlunarhættir urðu að víkja fyrir framsýni einstakra kaupmanna, er ruddu nýjum háttum braut. Elzta verzlunarfyrirtæki Reýkjavíkur, og um leið sérverzlun, varð 80 ára fyrir skömmu. Fyrirtæki þetta er Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar h.f. Það mun hafa verið í lok nóvembermánaðar 1872, að Sigfús Eymundsson stofnaði bókaverzlun sína, er brátt gat sér góðs orðstírs, og hefur revndar í marga áratugi verið landsþekkt. Stofnandinn, Sigfús Eyrnundsron, var á sínum tíma einhver þekktasti borgari Reykjavíkur og áhrifamaður mikill, þar sem hann beitti sér. Hann var maður fjöl- fróður, gáfaður og mannkostámaður svo að af bar. Áður en hann stofnsetti verzlun sína, stundaði hann ljósmyndagerð, og var hann um fjölda ára eini Ijós- myndari bæjarins. Samhliða stundaði hann bókband, þegar minnst var að gera í ljósmyndastarfinu, og þótti á því sviði vandaður verkmaður. Sigfús Eymundsson gerðist umboðsmaður hinnar rvonefndu „Norsku verzlunar“ í Reykjavík árið 1870. Fyrirtæki þetta varð ekki langlíft, en það var ekki hans sök. Gerðu menn sér talsverðar vonir um sam- keppni Norðmanna við dönsku verzlanirnar, þótt ekki yrði úr. Starf hans við þetta fyrirtæki mun þó hafa orðið til þess að ýta honum út á verzlunarbrautina, því að tveimur árum síðar stofnaði hann bókaverzlun sína í húsi því, er hann átti á horni Lækjargötu og Austurstrætis. 1 ársbyrjun 1873 auglýsti hann t. d. í Í2& ARA Sigííis Eymundsson. „Þjóðólfi“, að hann myndi framvegis hafa á boðstól- um alls konar bækur og rit. Ekki gat Sigfús lifað af bóksölunni eingöngu, held- ur varð hann samhliða að etunda ljósmyndagerð og bókband. Húsakynni bókaverzlunarinnar. Húsið Lækjargata 2, þar sem skartgripaverzlun Árna B. Björnssonar, hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadótt- ur og bókastöð Eimreiðarinnar eru nú til húsa, var um langan tíma heimkynni bókaverzlunar Sigfúsar Ey- mundssonar, eða alj.t tjl ársins 1920, er hún var flutt í sitt núverandi húsna;ði við Austurstræti 18. FRJáLS YERZLUN.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.