Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 12
Heimsstyrjöldin skall brátt á, og var þá ekki um
annað að gera en að halda í horfinu.
En nokkru síðar festi Pétur Halldórsson kau|) á
húsinu númer 18 við Austurstræti. Var það byggt u|>|)
og lagað fyrir rekstur bókaverzlunarinnar, og var hún
flutt þangað rétt fyrir jólin 1920. Bókaverzlunin fékk
alla neðri hæðina, en á efri hæð var geymslupláss
fyrir forlagsbækur.
Yfirgripsmikil bókaútgáfa.
Bókaútgáfa verzlunarinnar jókst hraðstíga, eftir að
Pétur Halldórsson eignaðist fyrirtækið. Hann lagði
einkum áherzlu á útgáfu kennslubóka og fræðibóka,
en samhliða gaf liann út allmikið af skáldritum og
barnabókum. Reyndist Pétur hinn vandaðasti útgefandi,
eins og í öllu, er hann tók sér fyrir hendur. Var yfir-
leitt ekki að sökum að spyrja, að bækur þær, sem B.
S.E. gaf út, voru taldar eigulegar og vandaðar. Verzl-
unin gaf út margar fræði- og kennslubækur fyrir há-
skóla, menntaskóla og gagnfræðaskóla, og einnig tals-
vert af bókum fyrir barnaskóla, eða þar til ríkisút-
gáfa námsbóka tók til starfa. Ifafa margar forlags-
bækur verzlunarinnar komið út í 2. útgáfu og fumar
í 3. útgáfu.
Árið 1932 opnaði verzlunin útibú í Austurbænum.
á Laugavegi 34, undir nafninu „Bókaverzlun Austur-
bæjar, B.S.E.“. Var útibú þetta starfrækt á sama stað
um nær 20 ára skeið.
Pctur Halldórsson var kjörinn borgarstjóri Reykja-
víkur árið 1935 og gegndi því starfi til dauðadags. í
því virðingarmikla starfi reyndist hann ötull maður
og drengilegur, enda vel metinn, bæði af flokksmönn-
um sínum og andstæðingum. Hann lézt á bezta aldri
árið 1940, aðeins 53 ára gamali.
Þegar Pétur Halldórsson gerðiít borgarstjóri, tók
Björn sonur hans við framkvæmdastjórn verzlunar-
innar og liefur stýrt henni síðan, og í lok s.l. árs var
bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar gerð að hluta-
félagi. Gagngerðar breytingar hafa farið fram á liúsa-
kynnum verzlunarinnar, allt fært í nýtízku horf, og er
hún öðrum „kollegum“ til fyrirmyndar.
Bókaverzlanir hafa sérstöku hlutverki að gegna í
hverju þjóðfélagi. Þær eru réttnefndar menningar-
miðstöðvar, er dreifa boðskap hins prentaða máls út
á meðal fólksins.
Brautryðjendastarf Sigfúsar Eymundssonar verður
ávallt metið að verðleikum. Hann skyldi þörfina á
að safna á einn stað öllu prentuðu máli, jafnóðum og
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar var til liúsa á horni Aust-
urstrætis og- Lækjarg'ötu um liálfrar aldar skeið.
það kom út, svo að almenningur gæti valið lestrar-
efni við sitt hæfi.
Þegar saga bókaútgáfu og bókaverzlana á Islandi
verður skráð, mun nafn Bókaverzlunar Sigfúsar Ey-
mundssonar h.f. skipa þar veglegan sess.
G. M.
VEIZTU?
1. Hvenær andaðist Jón Sigurðsson forseti?
2. Hvaða rómverskur keisari Iö/«leiddi kristni sem
ríkistrú?
3. Hvaða iimin reikistjörnur er hæfft að sjá með
berum augum?
4. Hvað heitir utanríkisráðherra Svíþjóðar?
5. Hvenær var verzlunin ffefin frjáls á íslandi?
G. Hver samdi sönRj’eikinn „Porffy ok Bess“?
7. Hvenær var Jón biskup Arason tekinn af lífi?
8. Hvaða þrjár tölur koma út með sömu útkomu,
hvort sem þær eru lagðar saman eða marg-
faldaðar?
í). Hvað heitir elzta núverandi tímarit á íslandi?
10. Hvaðan kom kaffið upphafleR'a til Evrópu?
11. Hvað var Franklin D. Roosevelt oft kosinn for-
seli Bandaríkjanna?
12. Hvaða hljóðfæraskipan er í einum strokkvart-
ett?
13. Eru Suðureyjar (Hebridffeyjar) fyrir vestan eða
austan Skot’and?
14. livaða mállýzku talaði Jesú og lærisveinar 1
hans?
15. Hvað heita hinar þrjár kven-sön/?raddir?
Svör á bls. 141.
------- ---—----———-— ---------------—-—------------
124
FRJÁLS VERZLUN