Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 14
ÞÁTTUR 0 R MENNINGARSÖGUNNI:
típpruniJóíahortsins
Að skrifa bréf er list, sem því miður fáir virða t
hafa gott vald yfir nú á tímum. Til afsökunar fyri
því berum við venjulegast við tímarkorti. Einu sinni
á ári hverju grípur þó skriftaræðið okkur föstum
tökum — eftir miðjan desember, þegar við þurfum
að skrifa jólakortin til ættingja og vina með óskum
um „gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár.“
Sá, er fékk tuttugu jólakort í fyrra, telur ]>að heil-
aga skyldu sína að senda þrjátíu í ár. Enginn hefur
hugrekki til að leggja niður gamlar venjur, og reynd-
ar er engin ástæða til að gera slíkt, ]>ví að flest erum
við þannig gerð, að okkur þykir þetta viðfelldinn og
góður siður.
Enda þótt siður þessi skaprauni einhverjum, þá er
hann að minnsía kosti vatn á myllu útgefenda kort-
anna, bóksala og póstþjónustunnar. Stórar fjárupp-
hæðir koma árlega inn fyrir seld jólakort, og margir
listamenn fá álitlegar upphæðir fyrir að mála vetr-
armyndir um hásumarið. Þeir standa vissulega i
þakkarskuld við ])ann, sem gaf út fyrsta jólakortið —
en aiSeins fáir þeirra vita, hver hann var í raun og
veru.
Sem betur fer fyrir núlifandi og verðandi grúsk-
ara, þá er uppruni jólakortanna ekki hulinn í þoku-
mökk löngu liðinna alda. Fyrsta jólakortið var teikn-
að og prentað fyrir rúmum hundrað árum. Upphafs-
maður þass var Englendingur að nafni Sir Henry
Cole, en hann kom að máli við listmálarann Horsley
árið 1846 og bað hann um teikningu, sem hann gæti
sent sem jólakveðju til vina sinna. Horsley hyrjaði
strax á viðfangsefninu og teiknaði limgerði sem um-
gerð í kringum þrjá myndreiti. í hliðarreitina, sem
voru minni en miðreiturinn, teiknaði Horsley tákn-
myndir um náunganskærleikann — fátækum gefið að
eta, fáklæddum og köldum gefin hlý föt. Miðreitur-
inn sýndi glaðlynda fjölskyldu, þrjá ættliði, foreldra,
börn og barnabörn, er sat að snæðingi við veizlu-
borð, hlaðið dýrindis krásum, og teigaði vín.
Rir Honry C-ole, nppliafsmanur jólakortsinn.
Viðfangs-efnið vakti mikla athygli og um leið hneyksli
meðal bindindismanna þeirra tíma. Eftirmynd af
teikningunni var jirentuð í ])úsunda eintökum af Jobb-
ins í Holborn, og listamaðurinn litskreytti kortin.
Góður vinur Sir Henrys, Jose])h Cundall í New Bond
Street í London, var útgefandi kortanna.
Þó að árið 1846 sé vanalega viðurkennt það tíma-
tal, þegar fyrsta jólakortið varð til, þá eru til aðrir,
sem telja annan Englending, ungan mann að nafni
William Maw Eagley, höfund ])eirra. Fjórum árum
áður á hann að hafa búið til snotra eirstungu með
stuttu lesmáli, jólaósk, en eftirmynd af eirstungunni
sendi hann til vina og kunningja. Svo eru til aðrir,
sem fullyrða, að einhver Thomas Shorrock frá Leith
sé hinn raunverulegi upphafsmaður jólakortanna. í
kringum 1840 á hann að hafa sent út bréfspjald, gert
af Daniel Aikman, en á því var mynd af brosandi ná-
126
FRJÁLS verzlun