Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 17
hennar láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þegar um viðskipti er að ræða. Þeir víla ekki fyrir sér, er þeir sjá drukkinn útlending í hliðargötu að kvöldi dags, að láta veskið hans skipta um eiganda og skilja eftir hníf í bakinu á honum til minningar um, að hann hafi komið til Oran. Þarna er verzlað með allt milli himins og jarðar, svo leyfilegt sem óleyfilegt, og þó fremur óleyfilegt, því að það er gróðavænlegra. Blóð heitar Serkjameyjar, sviptignar og glæsilokkaöar á dagþingi torgsins, gera ást sína að verzlunarvöru á kvöldþingi skúmaskotanna. En framar öllu öðru er Oran fræg fyrir gimsteinasmygl, smyglið með gim- steinana grænu, sem brosa við manni, þegar sólin skín á þá, brosa sínu kalda, græna gimsteinabrosi. Þegar við stöndum Ioks á fætur, er okkur horfin öll löngun til að halda hærra upp í fjallið. Örðugasti hjallinn er eftir, og það er ekki heldur víst, að nunn- urnar í Santa Cruz eigi bjór. Næst er haldið spölkorn suður og vestur fyrir borg- ina, ekið fram hjá ávaxtagörðum og gegnum skóg- arrunna, unz allt í einu er numið staðar fyrir fram- an dálítinn hellisskúta. Inni í skútanum sprettur of- urlítil lind fram úr berginu. Þetta er hin heilaga lind la Vierge og hefur slíkan lækningamátt, að hver, sem dýfir hendinni í vatnið og signir sig, fær bót allra sinna meina. Þó mun svo farið hér sem annarsstaðar, að kraftaverk gerast ekki á öðrum en þeim, sem trúa á kraftaverk. Yfir lindinni er mynd af Maríu guðsmóð- ur, en á veggjum skútans hanga stafir og hækjur þeirra manna, sem hafa komið þangað haltir og van- aðir, vætt fingurna í lindinni helgu, signt sig og geng- ið þaðan heilir heilsu. Annars virðist þetta mjög venjulegt og algengt vatn af þerri tegund, sem heima á Fróni er kallað blávatn, og hefur þar engan lækn- ingamátt, svo vitað sé, utan hvað það slökkvir sak- lausustu tegund af þorsta. Spánverjar kalla þennan vökva aqua og þykir hann herlegur til drykkjar í hitum. Fyrir framan skútann stendur stútungskerling við langborð hlaðið söluvarningi. Þessi gamla hrokk- inskinna reynir að pranga inn á okkur skrani sínu, dúkum og druslum, taui og tölum, bókum og bækl- ingum, skeiðum og skærum, nálum og nælum, en þar eð okkur getur ekki með neinu móti skilizt, að Maríu guðsmóður, en henni er lindin helguð, geti verið nokk- ur akkur í því, að musteri dýrlegra kraftaverka sé gert að mangarabæli, höfnum við öllum viðskiptum við hina öldruðu Serkja-maddömu. Hins vegar vekur þessi spákaupmennska rétt hjá helgidóminum lvmsk- an grun í huga ferðamannsins um, að sögnin um lækningamátt lindarinnar sé ef til vill uppdikt Oran- búa, samin í þeim fróma tilgangi að lokka ferðamenn tjtsýn ytir höfniua í Ornn. til borgarinnar, svo að hægt sé að rýja þá, og að hækjurnar og stafirnir í la Vierge kunni ef til vill að vera keyptir fyrir slikk á uppboði eftir andaða vist- menn elliheimilisins í Oran. Án þess að verða vitni að nokkru kraftaverki í la Vierge, höldum við til borgarinnar aftur og gerum upp við bíktjórann, sem heimtar ekki meira en um var samið og má það ef til vill teljast til kraftaverka á þessum stað. Eftir að hafa skroppið inn á knæpu og skrifað á nokkur kort til kunningjanna heima, meðan rennt var út úr einu bjórglasi, höldum við inn í Arabahverfið. Við göngum fáein skref og erum allt í einu komin inn í annan heim, nýjan og framandi, eða kannske öllu heldur gamlan og kunnugan, því hann er eins og ævintýri úr þúsund og einni nótt, ævintýri, sem við lifðum áreiðanlega sterkara lífi en nokkurn raunveru- leika fyrstu árin eftir að við hættum okkur út fyrir heimahaga stafrófskversins. Við erum stödd á gríð- arstóru, arabisku sölutorgi, þar sem öllu ægir sam- an, söluvarningi, mönnum og skepnum. Þarna eru togineyrðir asnar með aktygi og síðskeggjaðir sheik- ar með vefjarhött, kerrur fullar af girnilegustu ávöxt- um og konur með blæjur, til að hylja með ásjónu sína og aldinbrjóst. Annars eru andlitsblæjur ara- biskra kvenna að verða úrelt þing. Það ætlar að ganga erfiðlega að fá að taka myndir af Aröbunum. Það er sem sé trú þeirra, að mynda- vélin steli úr þeim sálinni. Þó getum við að lokum sannfært þá um, að við höfum enga ágirnd á Araba- sálum, nema síður sé, og fáum að taka myndir af tveimur Aröbum, hinum fyrirmannlegustu náungum. Síðan bregðum við okkur snöggvast inn í Arabaknæpu, en þar er allt rólegt um þetta leyti dags, það færist ekki líf í tuskurnar fyrr en undir kvöldið, og að því loknu hröðum við okkur út úr Arabahverfinu, því að nú er að koma tími til að fara um borð. FRJÁLS VERZLUN 129

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.