Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 19

Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 19
KARL ISFELD: Lögfræðingur Ég þrœddi með lipurð laganna braut laus við allt fals og pretti. Og lendirðu í válegri veraldarþraut ég ver þig í hœstarétti. Ég sótti og varði sundurleit mál og sýknaði margan pure, (sem þó var hin móralska þyrnibraut hál) það er að segja de jure. Ég stundaði lögvísi af lífi og sál og lagði við nafn mitt og rykti. Þó tel ég að lífið sé tapað mál og tilveran corpus delicti. bryggjimiii, réttir úr sér, þýtur eins og útfjólublátt strik upp bryggjuna, stanzar allt í einu, snýr sér við, baðar út öllum öngum, eins og krossrella í hvassviðri, hleypur eins og fjörutíu ræningjar til lögregluþjóns- ins, tekur við peningunum sínum og skreiðist síðan lúpulegur inn í bílinn sinn. Jæja, Ali Baba! Þar lagðist lítið fyrir kappann . Þegar ferðamaðurinn hefur andað að sér staðblæn- um með öllum skilningarvitum, finnst bonum hann ekki þurfa að ómaka sig suður í Mið-Afriku til að kynnast fenskógunum með soltnum Ijónum, ýlfrandi sjakölum, blóðþyrstum tígrisdýrum, eiturspúandi höggormum, sem leynast í lággresinu og litskrúðug- um, vængiafimum söngfuglum, sem boppa grein af grein með unaðslegu, þýðu kvaki. Oranborg er sjálf fenskógur með allar þessar dýrategundir í gerfi íbúa sinna. Hungrið er sameiginlegt einkenni íbúanna, hungrið í auð, peninga, hvítasilfur, rauðagull, græna gimsteina. Sumir ganga að öflun fjárins eins og solt- in Ijón, aðrir eins og ýlfrandi sjakalar, þriðju eins og blóðþyrst tígrisdýr eða eiturspúandi höggormar. En uppi í Santa Cruz þljómar helgisöngur nunnanna í kapellunni, eins og unaðslegt, þýtt kvak litskrúð- ugra, vængjafimra söngfugla, sem hoppa grein af grein á trjám fenskógarins. Og þegar skipið leggur frá bryggjunni, staðnæmist ferðamaðurinn á aftur- þiljum og horfir til lands. Hin haustbleika sól, sem í morgun gægðist feimnislega yfir blámistraða fjalls- brún í suðausturátt, er nú að hverfa bak við Santa Cruz í vesturátt og síðustu geislar hennar varpa dul- arfullu huldubliki yfir grænuhvola Afríku. En nú dansa þeir ekki lengur í álfheimadýrð tíbrár og hill- inga. Það stendur kaldur gustur af landi, og nú er ferðamanninum engin svefnglýja í augum. Eða, ef honum er glýja í augum, hlýtur hún að minnsta kosti að stafa af einhverju öðru en því, að hann sé syfjað- ur. Og hvort sem það er að kenna töfinni í hinum mörgu bjórstofum, sem Ali Baba var svo fundvís á, eða einhverju öðru, finnst honum borg binna miklu andstæðna og mislita múgs, borg heilagrar lindar og göróttra veiga, kraftaverka og myrkraverka, dýrlinga og drápsmanna, kapellna og knæpna, vígðra meyja og vændiskvenna, kveðja sig með kuldalegu hæðnisbrosi — með grænu gimsteinabrosi. FRJÁLS VE.RZLyN 131

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.