Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 22

Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 22
Verksmiðjur „DANSK ALUMINIUM INDUSTKI A/S“ í Kaupma nahöín. © ALUMINIUMVÖRURNAR MEÐ SMÁRABLAÐSMERKINU Ein af þeim vörum, sem rutt hafa sér braut á íslenzkum vörumarkaði á undanförnum árum vegna fram- úrskarandi gæða, eru aluminium- búsáhöld með smárablaðsmerkinu frá DANSK ALUMINIUM INDU- STRI A/S, Kaupmannahöfn. Nú, þegar allflest íslenzk heimili nota rafmagn til suðu, er það mjög mikilvægt atriði, að suðuáhöld öll séu þannig úr garði gerð, að raf- straumurinn nýtist sem bezt. DANSK ALUMINIUM INDUSTRI A/S hef- ur því látið fara fram allvíðtækar tilraunir til þess að sannreyna hent- ugustu þykktir og gerðir á alumin- ium suðuáhöldum til matargerðar. Trygging er því fyrir því, að öll aluminium suðuáhöld frá verksmiðj- unni gernýta þann rafstraum, sem notaður er til suðunnar. Smára- blaðsaiuminium hefur því sökum kosta sinna orðið mjög vinsælt hjá húsmæðrum á öllum Norðurlönd- unum og víða um heim, þar sem þær hafa verið á boðstólum. Þó að framleiðslugeta verksmiðjunnar sé mikil, og allt sé unnið með full- komnustu vélum, hefur eftirspurn eftir smárablaðsvörum verið svo mikil á undanförnum árum, að verksmiðjan hefur alls ekki getað annað eftirspurninni. En nú í sumar hefur verið bætt við nýjum verk- smiðjum, og vonar verksmiðjan, að afköstin aukist svo, að hún geti afgreitt allar vörupantanir jafnóð- um og þær berast. DANSK ALUMINIUM INDUSTRI A/S er stofnsett í Kaupmannahöfn 20. desember 1906 og hét þá Dansk Staalbeholderfabrik A/S. Framleidd voru þá alls konar ílát úr stáli, einkum mjólkurbrúsar. Fljótlega byrjaði verksmiðjan að framleiða mjólkurbrúsa úr aluminium, en mjólkurframleiðendur voru fyrst í stað mjög hikandi við að nota al- uminiummjólkurbrúsa í stað stál- brúsa. En nú er svo komið í Dan- mörku, að aluminiumbrúsar eru meira nolaðir við mjólkurfram- leiðsluna en stálbrúsar. En DANSK ALUMINIUM INDUSTRI A/S er einn stærsti framleiðandinn á þeirri vöru í Danmörku, svo og á ýmiss- konar stórum og smáum stáltönkum til flutninga og sölu á mjólk. Árið 1928 var nafni verksmiðj- unnar breytt í núverandi nafn. Byrjaði hún þá að framleiða í stór- um stíl ýmiss konar ílát og áhöld fyrir mjólkurbú til notkunar við mjólkurframleiðslu. Skömmu síðar hóf svo verksmiðjan framleiðdu á búsáhöldum úr aluminium með smárablaðsmerkinu. Mjög fljótlega urðu smárablaðsbúsáhöld mest seldu aluminium-búsáhöld í Danmörku og ruddu sér síðar braut á erlend- um mörkuðum. Ástæðan fyrir vinsældum smára- blaðsvörunnar er án efa sú, að verksmiðjan hefur frá byrjun lagt áherzlu á að framleiða aðeins úr- valsvörur þannig, að notendur var- anna hafa ávallt verið ánægðir, og verzlunarmenn þeir, sem selt hafa vörurnar, gátu alltaf treyst því, að þegar þeir buðu smárablaðsalumini- um, gátu þeir verið vissir um, að þeir mæltu með fyrsta flokks fram- leiðslu. Hingað til Islands hefur verk- smiðjan á undanförnum árum selt mjög mikið af aluminiumbúsáhöld- um, mjólkurbrúsum og fleiri vör- um, er hún framleiðir. Hefur verk- smiðjan lagt mikla rækt við að m FRJÁLS yerzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.