Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 25
að Hjaltalín varð jafnframt að skuldbinda sig til ])ess
að „Consignera111) allar afurðir frá verzlunum sínum
til justitsráðs Torkelin í Kaupmannahöfn, meðan haun
væri að greiða skuldina, þ.e.a.s. næstu 15 árin. —
Það er sýnilegt, að Hjaltalín hefur ábatast vel á
verzlun sinni þau 20 árin, er hún hafði staðið, og bera
hinar miklu jarðeignir hans þess vott. Þó voru þetta
erfið harðindaár, en hann mun hafa verið hygginn
fjáraflamaður, þótt hann væri góðsamur og hjálpfús,
og svo var hann líka einn þeirra fáu Islendinga, ssm
hafði verzlunarþekkingu og reynslu á því sviði, þar
sem hann hafði gjört kaupskap að atvinnu sinni og
lífsstarfi. —
Oft var á árunum 1790—1820 naumt um kornvör-
ur í kaupstöðunum vestra og svo bættist það ofan á,
að fjöldi manna kom úr fjarlægum héruðum vestur
á Snæfellsnes til þess að fá sér kornmat. Til Búða og
Stapa sóttu, auk Snæfellinga og Hnappdæla, hændur
úr allri Mýrasýslu og sunnan úr Borgarfjarðardöl-
um, því að enginn kaupstaður var þá nær þeim en
Reykjavík, og þar var oft vöruskortur þessi árin. —
Það var því oft og líðum uggur í mönnum og hræðsla
við bjargræðisskorl í héraðinu vegna þess, hversu
mikið var sótt í kaupstaðina vestra til fjarlægra hér-
aða og gekk þetta svo langt, að sýslumönnum þótti
nauðsyn að rannsaka bjargræðisástandið og vöru-
birgðir kaupmanna á manntalsþingum að vorinu. —
Þannig spurði Finnur sýslumaður Jónsson á mann-
talsþingi á Stapa 27. júní 1792"), hvort hætta væri
á því, að hungursneyð og mannfellir vofði yfir pláss-
inu vegna vöruskorts, og svaraði þá þingheimur, ,,að
ekki sé það sjáanlegt, nema þær fáu kornvörur hér á
Sta]ia gangi til ulansýslufólks, hvað þó sé að óttast,
því að kaupmaður Hjaltalín, isá góðsemdarmaður, sé
fús að lána svo lengi hann getur.“ —
Árið 1801 varð Hjaltalín fyrir miklu tjóni, er
krambúðin á Búðum brann til kaldra kola með öllu,
sem í henni var. Verzlunarstjóri var þar Jón Guð-
mundsson og spunnust margar sögur út af þeim
hruna. —
Hans Hjaltalín sal á Stapa með mikilli rausn, og
var þar höfðingsbragur á öllu. — Þegar Hannes bisk-
up Finnsson visiteraði Snæfellsnes sumarið 1794, var
Steingrímur Jónsson, síðar biskuj) og seinni maður
biskupsfrúarinnar, meðreiðarsveinn hans. Steingrímur
]) Þ.e. láta í umboðssölu.
2) Lskjs: Dómabók Snæfellsness 1788—1805.
3) Vasabók Steingr. bisk. i Lbs.
4) Espólín: Árbækur X, 103.
5) S. st. XII, 128.
hélt dagbók, sem til er enn,* 2 3) og þar segir hann frá
komu þeirra að Stapa. Þeir komu til Hans Hjaltalíns
um miðjan dag þann 1. september og gistu þar um
nóttina. — Þegar þeir kornu, lét Hjaltalín hleypa af
3 fallbyssuskotum biskupi til heiðurs, en um morgun-
inn, þegar biskup sté á bak hesti sínum, lét hann
skjóta 6 fallbyssuskolum, þremur i landi og öðrum
])remur á kaupskipi, sem lá á höfninni. —
Hans Hjaltalín flutti búferlum frá Stapa til Kaup-
mannahafnar og dó þar 1822, og urðu börn hans öll
kyrr í Danmörku, en verzlun hans var seld. Kona hans
hét Sophia og var dönsk. Börn þeirra voru mörg, og
eru merkar ættir í Danmörku komnar frá þeim, m. a.
er Erik Struckmann listmálari afkomandi hans. —
Einn son sinn missti Hjaltalín þannig, að hann hrap-
aði fram af klettunum á Stapa4), en það hefur oft
komið fyrir, að börn hafi hrapað þar, síðast nú fyr-
ir fáum árum. Um Hans Iljaltalín segir Jón Espólín,
að hann hafi verið „vitur maður, friðsamur og góð-
gjarn.“5).
Styrktar- og sjúkrasjóður
verzlunarmanna 85 ára.
Framh. af bls. 119.
Nieljohníus Zimsen, 1878—82, og 1886—87.
L. Larsen, 1882—84.
Eggert M. Waage, 1885.
Guðbrandur Finnhogason, 1888—90.
Johannes Hansen, 1891—99.
Chr. Zimsen, 1899—1908.
Sighvatur Bjarnason, 1909—29.
Jes Zimsen, 1930—37.
Helgi Helgason, 1938—50.
Helgi Bergs, 1951 og síðan.
Núverandi stjórn skipa, auk Helga Bergs, þeir Guð-
mundur Þórðarson, ritari, og Ingimar Brynjólfsson,
gjaldkeri. Meðstjórnendur eru: Erlendur Ó. Péturs-
son og Sigurjón Jónsson. 1 varastjórn eru: Henrik
Thorarensen, Nieljohníus Ólafsson og Sigurður Ein-
arsson.
Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna hefur
látið margt gott af sér leiða í þau 85 ár, er hann
hefur starfað, þótt aldrei hafi farið hátt um hann á
almannafæri. Hann hefur unnið störf sín í kyrrþey.
Ég skora á verzlunarmenn bæjarins að styrkja sjóð-
inn með ráðum og dáð í komandi framtíð. Hann er
alls góðs maklegur. G.M.
FRJÁLS VERZLUN
137