Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 26
\JeÁa 70 Slolaldar
Nýjasta gerSin af tékknesku Skoda fólksbifreiðun-
um komu á markaðinn í ágúst í sumar, og nefnist
hún Skoda 1200. Stærð þessara bifreiða er svipuð
og þær, sem fluttar hafa verið hingað til lands frá
Tékkóslóvakíu á undanförnum árum. Lengd vagnanna
er 4,25 m., breidd 1,68 m. og hæðin 1,5 m. Hinir
nýju bílar hafa skiptingu í stýrinu, en þeir eru fjór-
skiptir áfram. Hitatæki hefur verið komið fyrir í þeim,
en útvárpstæki fylgir með, ef óskað er. Að innan eru
bílarnir klæddir með skinni og ullarefni, og eru fram-
sætin þannig útbúin, að leggja má bökin aftur og geta
þrír menn sofið þar. Skodabifreiðarnar nýju eru tald-
ar sparneytnar, en þær munu að jafnaði eyða um 8,5
lítrum á hverja 100 km.
í viðskiptasamningum þeim, sem gerðir voru milli
íslands og Tékkóslóvakíu í sumar, er gert ráð fyrir,
að fluttir verði hingað til lands bílar frá Tékkóslóva-
kíu fyrir kr. 1,5 milljón, en láta mun nærri, að það
sé andvirði 70 Skotabifreiða. Með tilliti til þessa hefur
FRJÁLS VERZLUN snúið sér til framkvæmdastjóra
Tékknefka bifreiðaumboðsins á Islandi h.f., Gotfreds
Bernhöft og Ragnars Jóhannessonar, en fyrirtæki
þetta hefur umboð hér á landi fyrir Skodabifreiðar.
Skýrðu þeir blaðinu frá því, að flutlir hefðu verið
til Islands 140 fólksbifreiðar af Skoda gerð til þessa,
auk fjögurra stórra vagna, sem notaðir eru á Hafnar-
fjarðarleiðinni. Þeir sögðu, að framleiddir væru nú
um 170 Skodavagnar á dag, og væri eftirspurn eftir
hinni nýju gerð, sem kom á markaðinn í sumar, mikil
víða um Evrópu, og þá sérstaklega á Norðurlöndum.
Auk fólksbifreiðanna af gerðinni Skoda 1200 fram-
leiða Skodaverksmiðjurnar sendiferðabíla, „Station“-
vagna og sjúkrabifreiðar. Aðspurðir kveðjast fram-
kvæmdastjórar Tékkneska bifreiðaumboðsins á Is-
landi ekki geta sagt neitt fyrir víst um það, hvenær
hinar nýju Skodabifreiðar koma til landsins, en von-
ast hinsvegar eftir því, að það geti orðið áður en
langt um líður. Gátu þeir þess að lokum, að talsverð-
ar birgðir af varahlutum til Skodabifreiða væru ný-
komnar til landrins, þannig að ekki þyrfti að verða
skortur á þeim á næstunni.
Rjúgandi diskar Framh. af bls. 133.
úr „skálinni," var hringmyndað, 5.4 metrar að þver-
máli og 180 cm. á hæð. Inni í því fundust nokkrar
bækur, sem álitið var að myndu fjalla um siglinga-
fræði. Annars tókst ekki að þýða skriftina, sem var
einskonar myndaletur. Vopn fundust engin um borð.
Þegar betur var að gætt, tóku menn eftir því, að hvorki
boltar, bitar né skrúfur fundust í skrokknum á far-
artækinu, og ekki virtist hann heldur soðinn saman.
Eftir langa rannsókn var komizt að þeirri niðurstöðu,
að loftfarið væri samsett úr fjölmörgum plötum, sem
féllu hver inn í aðra með ótrúlega haglegum festing-
um. Þetta dularfulla farartæki var nú tekið í sundur
og flutt á innsigluðum vöruflutningabifreiðum ti'l
eins af rannsóknarstöðvum ríkisins.
Hveru miklu getur maður nú trúað af framan-
greindri frásögn? Öllu, engu eða einhverjum hluta?
Án efa eru margir, sem munu álíta Frank Scully vera
draumóramann með óvenju milcið hugmyndaflug. Hinu
verður þó ekki neitað, að hann virðist hafa óbifandi
trú á þeim málum, sem hann fæst við að kryfja lil
mergjar. (Lauslega þýtt úr „Handels Nytt“).
138
FRJÁLS VERZLUN