Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 28

Frjáls verslun - 01.12.1952, Side 28
GÍSLI GUÐMUNDSSON, tollvörður: í þjónustu Hudson Bay-félagsins Ég tel líklegt, að flestir lesendur FRJÁLSRAR VERZLUNAR hafi einhvern tima heyrt getið um hið mikla verzlunarfélag „The Hudson Bay Company“ í Kanada. Félag þetta var stofnsett árið 1776 í London og hét þá fullu nafni „The Company of Gentlemen Adventurers Trading into Hudson Bay“. Hlaut félagið strax viðurkenningu konungs, sem um leið gaf því lendur allar, sem hefðu afrennsli í Hud;on Bav eða Hudsonflóa og einkarélt til verzlunar þar. Eigi er hægt að neita því, að þetta voru all ríflegar tiltektir hjá konungi, því gjöfin var hvorki meira né minna en allur miðhluti Kanada og væn sneið af fjórum fylkjum í Bandaríkjunum. En um þetta vissi konungurinn harla lítið, því að svæði þetta var þá að mestu ókannað. Félagið gerðist brátt ærið umsvifamikið og varð á skömmum tíma að stórveldi. Má með sanni segja, að saga þess og þessara héraða sé eitt allt fram að þeim tíma, er það varð að láta af einokun sinni og selja lendur sínar Kanadastjórn. Þó að veldi þess minnkaði að mun við þetta, er það samt ennþá afar voldugt. Það á stórar og glæsilegar verzlanir í öllum stærstu borgum Kanada, en aðalríki þess eru þó norðurhér- uðin, hin firna víðátta Norður-Kanada, sem veit að Norður-íshafinu, veslan frá Labrador, austur að Al- aska. Þarna á félagið verzlunarstaði á víð og dreif, og víða er það eitt um hítuna. Frá þessum landsvæð- um kemur megnið af grávöru Kanada og loðskinna uppboð félagsins £ London eru hin mestu í heimi. Það segir sig sjálft, að aðdrættir hljóta að vera erfiðir þarna nyrðra, einkum þar sem verzlanir eru langt frá sjó. AHt fram á síðustu ár fengu þessir staðir allar sínar vörur einu sinni á ári, síðari hluta sumars, með bátum, sem þræddu vatnaleiðir, en vötn eru þarna engu færri en á Arnarvatnsheiði. En þó vötnin séu mörg, þá eru þau yfirleitt frekar lítil. Því verður að bera farangurinn og bátana á milli þeirra, stundum meira en 3 km. vegalengd, og oftast yfir tor- sótt land. Voru flutningar þessir mjög erfiðir og oft áhættusamir. Það var sumarið 1934, að við tókum okkur saman nokkrir og fórum norður að Nelsoná að veiða styrju. Sú veiði fór þó út um þúfur vegna ný'rrar reglugerðar um veiðitíma, og urðum við að snúa sneyptir heim eftir viku veiði. Á heimleiðinni fórum við í gegnum bæinn The Pas, sem er höfuðborg Norður-Manitoba. Þar hittum við mann af íslenzkum ættum, og hafði hann tekið að sér að flytja varning til þriggja verzl- unarstaða Hudson Bay-félagsins þarna norður frá, en vantaði báta til flutninganna. Er ekki að orðlengja það, að við tókum að okkur flutningana fyrir hann, því að við vorum með 3 stóra strigabáta eða „canoes“ með kraftmiklum utanborðsvélum. Þessir þrír verzlunarstaðir voru þannig í sveit sett- ir, að einn var í um 350 km. fjarlægð, en hinir tveir allmiklu nær. En það var líka mest af vörum til þess staðarins sem fjærst var, og urðum við að fá fjórða bátinn til þess að geta tekið þær allar í einni ferð. Við lögðum af stað í fyrstu viku af ágúst. Voru flug- urnar, sem eru höfuðplága þessara héraða, heldur í rénum, en þó það slæmar, að við vorum með andlits- net. Á hverjum báti voru tveir menn, annar við stýri en hinn fram á til að aðgæta leiðina, en á öllum þessum vötnum er mikið af grynningum og víða stórgrýti í botni. Fyn-ta vatnið var um 20 km. á lengd og við norðurenda þess um kílómeters breilt ciði að næsta vatni. Þar hafði hópur af Indíánum bækistöð sína, og tóku þeir að sér að bera vörur yfir eiðið. Gekk því allt fljótt og vel fyrir sig þarna, því að karlar þessir voru afreksmenn til burðar. Báru þeir allt á dálitlum palli, sem var festur á bakið á þeim með tveimur ólum fram yfir axlirnar og einni fram yfir ennið. Voru dæmi til þess, að þeir færu með heila olíutunnu í ferð. Næsta vatn var álíka langt, en norður úr því gekk 140 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.