Frjáls verslun - 01.12.1952, Page 29
á eða síki. Var farið eflir því um 5 km. vegalengd og
þaðán yfir á annað síki og voru um 500 m. á milli.
Leiðin eftir þessum síkjum var mjög hættuleg, því
í þeim var mikið af föllnum trjám og víða grýttar
grynningar. Það var komið kvöld, er við komum í
fyrra síkið, gekk þó allt slysalaust, unz við kom-
um á leiðarenda. Þá rakst einn báturinn á trjádrumb
og kom stór rifa á strigann. Varð nu að setjast við
og bæta og „kalfatta“; var það vandasamt verk og að-
eins einn af okkur sem kunni það. Þarna urðum við
að bera allt sjálfir; var það erfitt verk, því að yfir
blautl mýrarsund var að fara að binu síkinu. Hafð-
ist það þó af, og lögðum við af stað niðureftir því
um hádegi daginn eftir, en lítið var sofið um nóttina.
En þá fór að kárna gamanið, því að þar urðu á vegi
okkar svo miklar grynningar, að við urðum að létta
bátana og ýta þeim yfir þær. Vorum við í þessu stappi
allan daginn og fram á rauða nótt og komumst aðeins
4 km. vegalengd niður að vatninu. Voru þá allir fegn-
ir að hvílast. Þetta vatn var stórt og eins og vinkill í
laginu, fyrst um 20 km. til norðurs og svo nokkuð
lengra til vesturs. Við enda þess var önnur Indíána-
byggð, og því vorum við fegnir, því að þarna var
breiðasta eiðið um 3 km. milli vatna. Er við komum
þangað undir kvöld, var þar mikið um dýrðir. Hafði
komið þangað annar Indíánahó])ur í heimsókn og var
strax slegið upp dans og gleðskaj). Stóðu þau gleði-
læti lengi nætur og varð mér, sem sá þetta í fyrsta
sinn, all starsýnt á aðfarirnar. Drykk nokkurn höfðu
gestirnir baft meðferðis. Þótti mér bann harla ólysti-
legur á að sjá, einna h'kastur því sem maður sá í
kálfsdöllunum í sveitinni í gamla daga. En Indíán-
arnir kneyfuðu hann af beztu lyst og áhrifamikill
virtist hann vera, því að undir morguninn lágu all-
margir í valnum af báðum kynjum í útjöðrum skemmti-
svæðisins. Morguninn eftir bærði enginn á sér fyrr
en um hádegi, og illa gekk okkur að fá menn í vinnu.
Þó hafðist það af að koma öllu draslinu yfir eiðið
fyrir myrkur. Svona gekk ferðin; mig minnir að eið-
in væru 10 eða 11, sem yfir var að fara. Sumstaðar
voru Indíánar fyrir að hjálpa okkur, annars staðar
urðum við að bera allt sjálfir. Síðasta vatnið var af-
arlangt, um 40 km., en mjög mjótt, óvíða meir en
1 km á breidd. Þar skall á okkur afspyrnu rok og
rigning, og urðum við að leita til Iands bið skjótasta,
því vindurinn stóð eftir vatninu og allt ætlaði um
koll að keyra. Urðum við að dúsa þarna í heilan sól-
arhring; var það daufleg vist, því að nú vorum við
komnir norður úr skóglendinu og urðum að notast
við lélega prímusa við matreiðsluna.
Við brópuðum allir búrra, er við um hádegi daginn
FRJÁLS-VERZXtm''......... ..................
eftir renndum fyrir langa við norðurenda vatnsins og
sáum verzlunarhúsið blasa við okkur, skammt frá
vatninu, og fána við hún fyrir framan það. Og ekki
voru húrrahrópin minni frá bópnum, sem beið okkar
á bakkanum, því nú voru hinar langþráðu vörur loks-
ins komnar, en margar vörutegundir voru fyrir löngu
til þurrðar gegnar í verzluninni, þar á meðal tóbak.
Öllum vörunum skiluðum við óskemmdum, enda voru
þær í sérstökum vatnsheldum umbúðurn.
Ferðin til baka gekk mun greiðar, og lögðum við
af stað með vörurnar í hina tvo staðina fyrst í sept-
ember. Gátum við tekið þær allar í einni ferð. Eins
og áður var sagt var þetta miklu styttri vegalengd,
um 150 km að fyrri staðnum, og hinn um 60 km
handan við liann. En nú snérist tíðin á móti okkur og
gekk í stöðuga rigningu og hvassviðri. Vorum við
blautir og hraktir allan tímann, og á þessari leið voru
engir Indíánar til að hjálpa okkur. Það stóðst á end-
um, að er við komum að fyrri staðnum, voru tveir
af félögum okkar orðnir veikir af vosbúð, og skildum
við þá eftir þar, en héldum áfram 6 á tveimur bátum
og urðum að bera yfir tvö eiði. Við komumst á leiðar-
enda alveg uppgefnir af erfiði og vo:búð. En þar
fengum við alveg ógleymanlegar viðtökur. Vorum við
allir drifnir ofan í rúm og hjúkrað eins og ungbörn-
um, enda réttum við fljótt við. Eftir tveggja daga
hvíld lögðum við af stað aflur, og voru félagar okkar
einnig orðnir ferðafærir, er við komum til þeirra. Til
The Pas komum við um 20. september. Hvíldum við
okkur þar í nokkra daga og lögðum svo af stað áleið-
is til Sigluness við Manitobavatn, því að þar beið
okkar vetrarvertíðin.
Svör við spurningum á bls„ 124„
1) 7. desember 1879.
2) Konstantinus mikli (285—337 e. Kr.).
3) Satúrnus, Júpiter, Marz, Venus og Merkúr.
4) Östen Undén.
5) Með lögum frá 15. apríl 1854,
6) George Gershwin.
7) 7. nóv. 1550.
8) 1+2 + 3 = 1X2X3 = 6.
9) Skírnir (125 árgangar).
10) Arabíu.
11) Fjórum sinnum.
12) 1. og 2. fiðla. selló og brass.
13) Fyrir vestan Skotland.
14) Armensku.
15) Alt, mezzo-sopran og sopran.
141