Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 32

Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 32
Karl Jónasson afgreiðslu- maSur andaö'ist 18. októ- ber s.l. Hann var fæddur 15. júní árið 1900 að Galt- árhöfða í Norðurárdal, son- ur hjónanna Jónasar Jón- assonar hónda og Ingi- bjargar I.oftsdóttur konu hans. Karl hóf nám í Verzlun- arskóla Islands 21 árs að aldri og lauk þar námi á einum vetri. Sigldi hann síðan til Englands og Þýzkalands til frekara náms og lagði m.a. stund á tungumál, enda var hann tungu- málamaður mikill. Hjá bifreiðastöð Steindórs vann Karl í samfleytt 26 ár, fyrst sem hifreiðastjóri, en síðar sem afgreiðslumaður. í því starfi ávann hann sér traust allra, er kynni höfðu af honum, fyrir alúð- lega framkomu og háttvísi. Karl naut mikilla vinsælda meðal samstarfsmanna sinna fyrir vinfestu, tryggð og hjálpfýsi. Hann var maður árvakur í starfi og ábyggilegur í öllum skipt- um. Kvæntur var hann Guðnýju Guðlaugsdóttur, er lif- ir mann finn, og eignuðust þau tvö börn. Klara Jónasdóttir andaðist 14. okt. s.I Hún var fædd 30. ágúst 1907 að Undirfelli í Vatnsdal, dóttir Jón- asar Þorsteinssonar bónda og Guðmundu Björnsdóttur konu hans. Til Reykjavíkur fluttist hún árið 1920 ásamt móður sinni og átti hér heimili síðan. Fullnað- ar|>rófi frá Verzlunarskóla íslands lauk hún vorið 1925. Réði-t hún í þjónustu Sam- bands ísl. samvinnufélaga I. jan. 1928 og starfaði þar jafnan síðan við skrif- stofustörf. Klara var vel gefin kona. Bar á námshæfileik- um hennar þegar á unga aldri. Frábær starfshæf’': og skyldurækni auðkenndu ávalll störf hennar. Hún var glaðvær og hrein í lund. Öldruð móðir lifir einkadóttur sína. Stefún Bjarnason for- stjóri andaðist 18. okt. s.l. á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn. Hann var fæddur hér í Reykjavík 21. marz 1908, sonur hjónanna Bjarna Jónssonar, framkv,- stjóra frá Galtafelli, og fyrri konu lians, Stefaníu Stefánsdóttur frá Ásólfs- stöðum. Fyrstu bernskuár- in dvaldi liann hjá móður- systur sinni að Ásum í Gnúpverjahreppi, en móður sína hafði hann misst, þegar hann var hálfs árs. Stefán hóf nám í Menntaskólanum og lauk þaðan 144 FRJÁLS .V.F..RZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.