Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 35
Stúdentinn og prófessorinn lentu í samct jámbrautarklefanum. Til þess að drepa tímann meðan á ferðinni stóð, urðu þeir ásáttir um að reyna með sér smá spurn- ingaþátt. Sá, sem ekki gat svarað rétt til, átti að borga hinum eina krónu. Stúdent- inum fannst réttmcett, að hann slyppi með 50 aura, þar sem prófessorinn hafði meiri möguleika til að koma með rétt svör. — Prófessorinn gekk að þessu. Stúdentinn spyr ’fyrst: Hvaða fugl er það, sem getur flogið jafnt aftur á bak sem áfram? Eft- ir nokkra þögn borgar prófessorinn sína krónu. Nú er komið að honum að spyrja, og 'fyrir forvitnissakir spyr hann stúdent- inn: Hvers konar fugl er þetta eiginlega? Hef ekki minnstu hugmynd um það, svar- ar stúdentinn, hér eru 50 aurar til baka! leyfis. Það var skoðun Steads, að á þann hátt mætti fá mikilvægar upplýsingar, er varpað gætu ljósi á nokkur vandamál Forn-Egypta. Svarið við ráðgátu þeirrar bölvunar og annarra álíka áhrifa, er fylgdi múmíu þessari, er talið að leita megi í eitthvert lögmál eða safn lagaboða. Forn- Egyptar trúðu á slík lagaboð. Brögð þeirra staðfesta þann átrúnað. Auðvitað getum við trúað á svartagaldur eða ekki, en því verður ekki á móti mælt, að egypzkir galdra- menn viðhöfðu særingar gegn hverjum þeim, sem dirfðust að vanhelga grafhvelfingarnar og raska ró þeirra framliðnu. Valdar voru ambáttir, er píndar voru til dauða. Þegar píningin stóð sem hæst eða rétt áður en fórnardýrin misstu meðvilundina, gekk æðstipresturinn fram fyrir hinar deyjandi ambáttir, dáleiddi þær og viðhafði særingar. Gaf hann þá skip- un, að þær hefðu sérstöku ætlunarverki að gegna í andaheiminum. KöIIun ambáttanna var að vitja svo um munaði allra þeirra, sem spilltu ró grafhvelfingarinnar eða á annan hátt leituðust við að ná tangarhaldi á auð- æfum þeim, er fólgin voru með þeim framliðna. (Lauslega þýtt). Búðarlíí og bœjarbragur íyrir 80 árumt Framh. af bis. 117. götunni). Svartholið voru tvær kompur, og var svart- ur kassi í trogformi negldur utan á gluggana til þess að eigi væri hægt að horfa ofan á götuna. Aldrei var drukkinn maður fluttur svo í svartholið. að eigi fylgdi hópur af fólki á eftir, mestmegnis strákum, og stóðu þeir lengi á götunni, eftir að búið var að „setja“ fylliraftinn „inn“, því að venjulega heyrðist fljótt til hans niður á götuna, fyrst blót og formælingar yf- ir réttvísinni og hennar þjónum, en síðan tók hairi að kveða eða syngja sáhna, allt eftir því hvernig á honum lá, og hvað fullur hann var. Ekki var þó bet- ur um svartholið búið en svo, að þegar Steenberg, fangavörðurinn, sem var „afdankaður skerskant“ frá Sanct Kreus, eins og liann sjálfur sagði, og leikfim- iskennari í latínuskólanum, kom einn morgun til eins „gestsins“ í svartholinu, sem hafði látið óvanalega illa um kvöldið áður og fram eftir nóttunni, þá var hann allur á burt; hafði brotið gluggann og trogið, og rennt sér niður, og var kominn langt í burtu, þeg- ar átti að flytja hann á „kontorinn“ til þess þar að láta hann bæta fyrir óspektirnar kvöldið áður. FRJÁLS VERZLUN 147

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.