Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 40
„Maðurinn minn kemur mjög seint heim á hverju
kvöldi,“ sagði Sigga við Lóu, vinkonu sína.
„Já, það gerði maðurinn minn einnig um skeið, en
nú þorir hann það ekki lengur,“ svaraði Lóa.
„Þetta hljómar einkennilega. Hvernig hefur þú
fengið hann af því?“, spurði Sigga.
„Það er auðvelt að útskýra það,“ fullyrti Lóa.
„Kvöld eitt, er hann kom óvenjulega seint heim, var
ég frammi í eldhúsi. Ert það þú, elsku Henrik?, hróp-
aði ég fram í anddyrið — og síðan hefur hann alltaf
komið heim á réttum tíma.“
„Ég á bágt með að skilja J>etta,“ anzaði Sigga. „Var
þetta allt og sumt?“
„Já, auðvitað,“ svaraði Lóa. „Maðurinn minn heit-
ir Pétur.“
•
Ef kona er ekki í skapi til að kyssa, hlýtur hún aS
vera veik.
RICHARD KING.
Sá, sem ckkerl veit og eklcert kunn, verður ávallt
sítiastur.
SVISSNESKUR MALSHÁTTUR.
Þekktur listgagnrýnandi þótti nokkuð drykkfelldur.
Hann var sendur á málverkasýningu og sá sjálfan
sig í stórum spegli þar á vegenum. Hann tók upp
minnisbók sína og skrifaði: „Við innganginn er mynd
af drykkjumanni. Ekkert nafn á myndinni. Hún er
isérkennileg og mjög raunsæ. Myndin er án efa stæling
af frummyndinni, þar sem ég hef séð þetta andlit
einhvers staðar áður.“
Fögur kona er paradís augnanna, helvíti sálarinnar
og hreinsunareldur pyngjunnar.
FONTENELLE.
Leyndarmál góSs árangurs er fólgifi í því aS móSga
sem flesta!
G. B. SHAW.
,,Pabbi harm vildi endilejjja hafa þessa aðferð — hann er nefni-
lega skipstjóri!44
„Frjáls VerzSun44
Útgefandi: Verziunarmannafélag Reykjavíkur.
Formaður: Guðjón Einarsson.
Rilstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símom
arson.
Ritnefnd: Birgir Kjaran, form., Einar Ásmunds-
son, Geir Hallgrímsson, Gunnar Magnússon
og Njáll Símonarson.
Skrifslofa: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík.
Sími 5293.
BORGARPRENT
152
t
FRJÁLS verzlun