Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Síða 3

Frjáls verslun - 01.06.1958, Síða 3
Próf. dr. Nils Vasthagen: Skyrsla um athugun á skattlagningu íslenzkra fyrirtækja Skýrsla sii um skattlagningu íslenzkra fyrirtækja, sem hér birtist, er samiji af yróf. Nils Vásthagen, en hami kom til landsins um miðjan april s. I. og dvaldist hér rúman mánuð til þess að rannsaka, hvaða álirif núgildajidi álagning skatta og útsvara á íslenzk fyrirtæki hefði á fram- leiðni þeirra og vaxtarmöguleika og gera í því efni samanburð við ná- grannalöndin. Tildrög rannsóknarinnar eru þau, að sex félagasamtök, þ. e. Verzlunar- ráð Islands, Vinnuveitendasamband Islands, Félag ísl. iðnrekenda, Fé- lag ísl. stórkaupmamia, Sajnband sjnásöhiverzlana og Landssamband iðn- aðarmanna, fóru þess á leit við Iðnaðarmálastofnun Islands í nóvember 1956, að stofnunin fengi hingað erlendan sérfræðing frá Efnahagssam- vinnustofnujiinni eða ajmarri rannsóknarstofnun á sviði efnahagsmála til þess að framkvœma frœðilega, hlutlausa rannsókn eins og að ofan greinir. Iðnaðarmálastofjiunin ákvað að verða við þessaji ósk sajntakanna og sneri sér til Framleiðniráðs Evrópu með ósk inn fyiirgreiðslu um út- vegun sérfrœðings til að gera áðurgreinda rannsókn. Með aðstoð Fram- leiðniráðsins og fyrirgreiðslu sœnskra stjómarvalda tókst að fá próf. Vasthagen til að gera umrædda rannsókn. Dr. Nils Vásthagen er prófessor í rekstrarliagfrœði við verzlunar- háskólann í Stokkhólmi. Hann hefur meðal annars átt sœti sem sér- fræðingur í opinberri nefnd, sem sett var á stofn til að endurslcoða skatta- mál sænskra fyrirtœlcja. Nú sem stendur á próf. Vásthagen sæti i stjórn- slápaðri nefnd, sem fjallar um jafnvœgi í sœnskum efnahagsmálum, en sú nefnd fæst m. a. við skattamál. Að lokinni athugun, sem OEEC fól mér, á skattlagningu íslenzkra fyrirtækja og áhrifum hennar á framleiðni fyrirtækjanna og þróunar- skilyrði, legg ég hér með fram eftirfarandi skýrslu. A. EFNAHAGSÁSTANDIÐ Ekki kemur til greina að leggja hér fram al- hliða skýrslu um efnahagsástandið í landinu. Ætlunin er aðeins að drepa á nokkur atriði varð- andi áhrif skattlagningarinnar á framleiðniþró- un atvinnuveganna. Einkennandi fyrir efnahag íslands er mikil aukning þjóðarframleiðslunnar síðan 1950. Sam- kvæmt upplýsingum Framkvæmdabanka ís- lands hefur brúttó-þjóðarframleiðsla aukizt á árunum 1952—1956 úr um 2.520 millj. kr. í um 4.460 millj. kr. (þessi og eftirfarandi tölur fyrir árið 1956 eru eklci endanlegar). Umreiknað til verðlags ársins 1954 fást um 2.540 millj. kr. fyrir 1952 og 3.820 millj. kr. fyrir 1956, sem gerir 50% aukningu. Neyzla einkaaðila jókst á sama tíma úr um 1.630 millj. kr. í um 2.550 millj. kr. eða fært til verðlags ársins 1954 úr um 1.640 millj. kr. í um 2.190 millj. kr., þ. e. um 34%. Brúttó-fjármuna- myndun (að frátalinni birgðaaukningu) hefur aukizt úr um 570 millj. kr. í um 1.390 millj. kr.; frjáls VEHZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.