Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 5
beint til annarra sviða en atvinnurekstrar. Eigin-
legur lánsíjármarkaður er ekki fyrir hendi á Is-
landi. Allt veldur þetta því, að atvinnurekstur-
inn á erfitt með að afla þess fjár, sem á þyrfti
að halda til þess að auka framleiðnina í þeim
greinum, sem hafa hagstæð skilyrði til þróunar.
B. REGLUR UM ÁLAGNINGU BEINNA SKATTA
Hér fer á eftir stutt yfirlit um beina slcatt-
lagningu fyrirtækja. Ég læt nægja að fjalla um
hlutafélög, önnur félög og samvinnufélög ásamt
fyrirtækjum ríkis og sveitarfélaga. Fyrst vík ég
að ríkissköttunum og síðan að reglum um skatt-
lagningu Reykjavíkurbæjar.
1. Ríldsskattamir
Samkvæmt lögum nr. 46/1954 skulu, auk ein-
staklinga, greiða skatt:
a. Hlutafélög og önnur félög með takmarkaðri
ábyrgð.
b. Kaupfélög og önnur samvinnufélög.
c. Önnur félög og stofnanir, sem eru ekki sér-
lega undanþegin skattgjaldi.
Undanþegin slcatti eru m. a. ríkisfyrirtæki og
fyrirtæki sveitar- og bæjarfélaga, sparisjóðir og
ennfremur félög og stofnanir, sem ekki reka at-
vinnu.
Skattur greiðist bæði af tekjum og skuld-
lausri eign. Samkvæmt sérstökum lögum er auk
þess innheimtur stríðsgróðaskattur. Á árinu 1957
var, samkvæmt sérstökum lögum, lagður skattur
á stóreignir.
a. Telcjuskatturinn
Hlutafélög og önnur félög — þ. e. þau, sem
tilgreind eru undir liðum a og c hér að ofan —
greiða skatt samkvæmt eftirfarandi gjaldstiga:
Skattskyldar tekjur Skattur
0- - 9.000 5%
9.000—10.000 450 af 9.000 og 10% af afg.
10.000— -12.000 550 — 10.000 — 11,5% —
12.000— -14.000 780 — 12.000 — 13% —
14.000- -17.000 1.040 — 14.000 — 15% —
17.000- -20.000 1.490 — 17.000 — 17% —
20.000- -25.000 2.000 — 20.000 — 18% —
25.000- -30.000 2.900 — 25.000 — 19% —
30.000- -40.000 3.850 — 30.000 — 20% —
40.000- -50.000 5.850 — 40.000 — 21% —
50.000 o g yfii-l) 7.950 — 50.000 — 22% —
1) í lögunum stendur 50.000—60.000 kr., en upplýst er, að
þessi skattstigi gildir að ótakmarkaðri upphœð.
Skattstiginn er, eins og sjá má, ört stighækk-
andi. Andstætt því, sem gilti í Svíþjóð fyrir
1938, þegar hlutafélagsskatturinn, sem nú er
hlutfallslegur, miðaðist við lilutfall teknanna af
samanlögðu lilutafé og varasjóði, er ekkert tillit
tekið hér til höfuðstóls. Stór fyrirtæki greiða því
hlutfallslega hærri skatt en smá, ef hreinar tekj-
ur eru hlutfallslega jafnmiklar.
Kaupfélög og önnur samvinnufélög greiða,
óháð tekjuupphæð, 8% skatt. Draga má frá
tekjunum endurgreiðslur og stofnsjóðstillög til
félagsmanna og tilsvarandi færslur til séreignar
félagsmanna í stofnsjóði.
Þýðingarmikið ákvæði er, að hlutafélögum er
heimilt að draga frá tekjum 5% af innborguðu
hlutafé eða stofnfé og ennfremur tillag til vara-
sjóðs, sem nema má allt að 20% af ársarði.
Fyrir félög í sjávarútvegi og samvinnufélög má
þetta varasjóðstillag nema allt að 33 %% af
ársarði.
Við ákvörðun skattskyldra tekna má draga
frá rekstrarkostnað, að meðtöldum afskriftum,
sem nánari ákvæði eru um í sérstakri reglugerð.
Um ákvörðun skattskylds ágóða af sölu eða
vegna niðurrifs gilda allflóknar reglur. Um mat
vörubirgða eru engin ákvæði, en þeirri reglu
mun venjulega fylgt, að niðurfærsla á raunveru-
legu kostnaðarverði er því aðeins leyfð, að vör-
urnar séu lireltar. Frá tekjum má draga eignar-
skatt, greiddan á árinu, en ekki greiddan tekju-
skatt eða skatt til sveitarfélags af nokkru tagi.
Stóreignarskattinn má ekki draga frá tekjum.
Þar sem arðsúthlutun félags er skattlögð hjá
móttakanda, er sá hluti af arði félags, sem út-
hlutað er umfram ofangreind 5%, tvískattlagð-
ur. Úthlutun fríhlutabréfa er látin jafngilda arðs-
úthlutun.
Samkvæmt stjórnarjrumvarpi, sem tekið verð-
ur bráðlega fyrir á alþingi, er áformuð gagnger
breyting á skattlagningu fyrirtækja til ríkisins.
Oll fyrirtæki og samvinnufélög eiga samkvæmt
frumvarpinu að greiða 25% skatt af skattskyld-
um tekjum. I stað stigliækkandi skatta hluta-
félaga kemur þannig hlutfallslegur skattur.
Skattskyldar tekjur eiga að ákvarðast sam-
kvæmt núverandi reglum, þó með einni undan-
tekningu. Frádrátturinn, sem til þessa hefur mátt
nema 5% af hlutafé eða stofnfé, hækkar sam-
kvæmt frumvarpinu upp í 8%, þó því aðeins,
að upphæðinni hafi verið úthlutað sem arði.
FRJÁLS VERZLUN
5