Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 6
vegs, og jíirðhitadeild Raforkumálaskrifstofunn-
ar, rannsóknir á jarðhitasvæðum og innlendum
hráefnum til iðnaðar.
Starfsemi Iðnaðardeildarinnar er tvíþætt, ann-
ars vegar sjálfstæð rannsóknastarfsemi og hins
vegar þjónusta við fjölmarga einstaklinga og
stoínanir varðandi efnagreiningar, hvers konar
lífræn og ólífræn efni, gerlarannsóknii' vegna
mjólkur- og heilbrigðiseftirlits og eftirlits með
niðursoðnum matvælum, sem ætluð eru til út-
flutnings, byggingarefnarannsóknir vegna fjöl-
þættra prófana byggingarefnis, livort tveggja
innflutt og innlent efni, og jarðfræðirannsóknir
vegna úrlausna á margvíslegum jarðfræðilegum
vandamálum.
Starfsemi þessi, sem bæði er i þágu iðn-
aðar og verzlunar, hefir aukizt ár frá ári og
tekið upp í vaxandi mæli starfstíma þeirra, sem
við deildina. vinna. Tími til sjálfstæðra rann-
sókna hefir af þessum sökum verið mjög tak-
markaður. A liðnum árum hefir deildin þó unn-
ið að rannsóknum, meðal annars eftirtalið:
Rannsóknir á einangrunargildi ýmissa bygging-
arefna, rannsóknir á síldarolíu og öðrum feiti-
efnum, rannsóknir á mó, rannsóknir á lauga-
vatni, rannsóknir á grastegundum, rannsóknir
á votheysgerð, rannsóknir á jarðefnum (perlu-
steinn og leir). Margt fleira mætti telja. Enn-
fremur framkvæmir deildin ýmis rannsóknar-
verkefni í samvinnu við aðra aðila.
Svo sem áður er drepið á er starfsemin mjög
bundin við þjónustu margs konar. Thl að gefa
hugmynd um hvað hér er um að ræða skulu
gefnar nokkrar tölur.
Tala rannsakaðra sýnishorna er nokkur mæli-
kvarði á þessa starfsemi, þó engau veginn ein-
hlítur, þar sem rannsóknin er í sumum tilfellum
einföld og auðveld, en krefst í öðrum margra
daga vinnu sérfræðings.
Efnagreining á steini eða málmi er þannig
ekki sambærileg við d. d. eðlisþyngdarákvörðun
vökva, talningu gerla í mjólkursýnishorni eða
ákvörðun á þrýstiþoli steinsteyputenings. í stór-
um dráttum sýna tölurnar hver þróunin er.
Fjöldi rannsakaðra sýnishorna á árunum 10,‘I7
—1947 og 1947—1957.
1937—1947 1947—1957
Almennar efnarannsóknir 3784 10991
Matvælarannsóknir 3135 2119
Mjólkur- og gerlaranns. 0418 14044
Byggingarefnarannsóknir 6471
Samtals 13337 33635
Tölur þessar tala sínu máli. Fjölbreytni at-
vinnulífsins hefir ankizt stórlega á ofangreindu
tímabili. Iðnaður hefir eflzt, tækni á öllum svið-
um. atvinnulífsins aukizt stórkostlega og fjöl-
breytni í innfluttum og útfluttum varningi hefir
aukizt samhliða þessu. Rannsóknir og prófanir
margs konar haldast í hendur við iðnvæðingu,
tækni og fjölþætt atvinnulíf. Það þarf því eng-
an að undra þó að veruleg aukning hafi oi’ðið á
starfsemi Iðnaðardeildarinnar að því er þetta
varðar. Ankningin mun m. a. s. allmiklu minni,
en hún ætti að vera, með hliðsjón af þeirri bylt-
ingu í atvinnuháttum, sem hér hefir átt sér stað
á síðustu árum.
Margvíslegar efnisprófanir, bæði að því er við-
kemur eðli og samsetningu efnanna, er sá þátt-
ur í starfsemi Iðnaðardeildarinnar sem snertir
verzlunarstéttina. Nokkrir vöruflokkar, sem til
landsins flytjast eru prófaðir reglulega. Engar
reglur eru þó til er kveði á um að slíkt skuli
gera að undanteknum fyrirmælum um prófanir
og eftirlit ineð niðursoðnum og niðurlögðum
fiskafurðum til útflutnings. Þeir aðilar, sem hlut
eiga að máli, hafa fundið þörfina fyrir að fylgj-
ast með gæðmn þess varnings, sem þeir kaupa
eða selja, og deildin hefir eftir megni leitazt við
að fullnægja óskum þeirra.
Augljóst er að slík starfsemi á eftir að vaxa
stórlega til hagsbóta fyrir innflytjendur varn-
ings, framleiðendur og neytendur.
Þann Iiluta starfseminnar, sem lýtur að beinum
rannsóknum og orðið hefir útundan vegna ónógs
fjármagns og starfskrafta, verður að efla stór-
lega hvort sem það verður innan þessarar stofn-
unar eða á öðrum vettvangi. Slíkar rannsóknir
eru og verða hornsteinn að iðnvæðingu og vel-
megun í landinu. Hver þjóð, sem nokkurs er
megnug, kappkostar nú framar öllu öðru að efla
vísindalegar og hagnýtar rannsóknir. Það verða
Islendingar líka að gera.
Starfsemi þá, sem Iðnaðardeildinni er ætlað
að sinna, verður að efla og tengja sem nánast
atvinnulífinu. Það mun auka hagsæld þeirra,
sem rannsóknanna njóta, og örva þá, sem að
þeim vinna, til meiri átaka.
6
FnjÁLS VERZLUN