Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 15
mestn reistar fyrir erlent fé, en nú hafa Norðmenn eignazt þær sjálfir samkvæmt upphaflegum samn- ingum ]>ar að lútandi. Gætum við Islendingar. sem liöfum gnótt auðlinda, en skortir innlent fjármagn til að nýta þær, mikið af þessu lært. í Noregi sáum við kvikmyndir, sem leiðbcina um gjörnýtingu vinnuafls og hráefnis. Myndirnar voru sumar hverjar með þeim hætti, að fyrst var sýnt hvernig beitt hefur verið gömlum og úreltum aðferðum, og síðan voru sýndar nýjar aðferðir, svo að mismunurinn kæmi sem gleggst í ljós. Kvik- myndir eru nú meira og meira notaðar í þjónustu atvinnurekstrar og voru þær af þeim, sem töluðu í sambandi við sýningarnar, taldar þýðingarmeiri heldur cn nokkrar aðrar tiltækar leiðir til að kenna starfsmönnum á skömmum tíma rétt handtök og gefa þeim yfirlit yfir hagrænar vinnuaðferðir. Á stórum vinnustöðum eru oft sýndar slíkar myndir í sambandi við skemmtanir starfsfólksins og þykja vcra bæði til gagns og gamans. Ég ætla að nefna nokkrar kvikmyndir, sem þarna voru sýndar: „Kunden er vor arbeidsgiver", „Salgesteknik i butikken", „Et lite varmeanlæg blir til“, „En tryg og trevlig arbeidsplads“, „Hvad er dit forslag“, „Lys og farver“, „Hvordan man taler ved chefen“, o. m. fl. Þessar kvikmyndasýningar stóðu yfir í tvo daga og við teljum, að mjög liafi verið lærdóms- ríkt fyrir okkur að sjá þær og að hér sé um að ræða málefni, sem gæti haft verulega þýðingu fyrir ís- lenzkt atvinnulíf. Víðtæku samstarfi hefur þegar verið komið ó Ég hefi her að framan reynt að drepa á fáein þeirra atriða, sem mér virðast þýðingarmest í starfi samstarfsnefndanna. En hér er vitanlega stiklað á stóru, því að það samstarf, sem um er að ræða og hér hefir tekizt á milli starfsfólks og vinnuveitenda er gífurlega víðtækt og umfangsmikið. Eg vil til gamans geta þess, að skjölin og bæklingarnir, sem við fengum í sambandi við þessa heimsókn, voru hvorki meira né minna en 103 að tölu og sumt af því þykkar bækur. Stephan G. Stephansson segir í einu af sínum merkilegu kvæðum: Hugði ci sannleik hóti betri hafðan eftir Sankti-Pétri heldur en ef svo hending tækist húsgangurinn á liann rækist, og eitt af því, sem mér fannst eftirtektarvert og er á stefnuskrá samstarfsnefndanna, eru uppástungur verkamanna um alls konar bættar vinnuaðferðir og betri nýtingu hráefnis o. s. frv., sem þeir fá verð- laun fyrir ef þær eru hagnýttar, og eftir þeim skýrslum, sem gerðar hafa verið í Danmörku, hafa 15% af slíkum uppástungum verið hagnýtt. Rétt er að undirstrika það, að samstarfsnefnd- irnar hafa orðið til með frjálsu samkomulagi vinnu- veitenda og launþega. Vinnuveitendur eru að vísu ekki á einu máli um nytsemi þeirra, en eins og áður hefur komið fram munu þó stóratvinnurek- endur því nær allir á þeirri skoðun, að samstarfs- nefndirnar hafi gert verulegt gagn, þó að það sé kannske ekki áþreifanlegt, nema í sambandi við uppástungur verkainanna, sem hafa verið nýttar í fyrirtækjunum og hafa í mörgum tilfellum verið mikils virði. í Biblíunni stendur: „Að skilja allt er að fyrirgefa allt.“ IMcð samstarfsnefndunum hefur verið komið á fót stofnun, þar sem ágreiningsmál og ýmis vanda- mál á vinnustað eru rædd og talað um þau á víð og dreif, }>ar geta aðilar skýrt sjónarmið sín á frjáls- legan hátt og með öðrum hætti en gert er við samningaborðið, þegar fjallað er um kaup- og kjara- samninga. Slíkar umræður geta áreiðanlega leitt til gagnkvæms skilnings aðila á málefnum hvors ann- ars, sem svo verður til þess að ýmislegt, sem valdið hefir óróa og leiðindum á vinnustað, getur orðið að engu, þegar tekizt hefir að skýra það og gera grein fyrir því. Gagnkvæmur skilningur og þekking eyðir hatrinu, sem oftast byggist á skorti á þessu tvennu. Samstarfsnefndirnar munu í fyllingu tím- ans reynast biturt vopn gegn hvers konar öfgastefn- um og þjóðfélagsóróa. Ekki sízt af þessum ástæðum vil ég láta í ljós þá persónulegu skoðun mína, að samstarfsnefndirnar eigi rétt á sér á lslandi, að minnsta kosti í stórum fyrirtækjum. FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.