Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 14
Við nefndarmenn spnrðnmst auðvitað fyrir um
það hjá þeim stofnunum og fyrirtækjum, sem við
heimsótt.um, hvernig samstarfsnefndirnar hefðu gef-
izt í reynd. í Danmörku héldu menn til að byrja
með, að því er okkur var sagt, að samvinnunefnd-
irnar gætu bókstaflega Ieyst alla hluti og fram-
undan blasti við gjörnýting hráefnis og vinnuafls,
og að á vinnustöðum myndi upp renna sannkallaður
Fróða-friður. En því miður hafa samstarfsnefnd-
irnar að ýmsu leyti brugðizt vonum manna.
Ahuginn mestur hiú stórum fyrirtaekjum
Danska vinnuveitendasambandið efndi nýlega til
skoðanakönnunar meðal félagsmanna sinna. Varð
árangurinn sá, að einn þriðji aðspurðra var á móti
samstarfsnefndafyrirkomulaginu, einn þriðji tók
ekki afstöðu til þess, en síðasti þriðjungurinn taldi
það gera gagn.
Athugun leiddi í ljós, að það var fyrst og fremst
í stóru fyrirtækjunum, scm vinnuveitendur töldu,
að samstarfsnefndirnar hefðu gert verulegt gagn.
Norðmenn hafa ekki látið framkvæma neina kerf-
isbundna athugun á því, hvað vinnuveitendur segja
um samstarfsnefndirnar, en eftir því, scm Vinnu-
veitendasamband Noregs hafði fregnað hjá félags-
mönnum sínum, var þar alveg sama útkoman og
í Danmörku, þ. e. að í stóru fyrirtækjunum líkuðu
mönnum samstarfsnefndirnar vcl og töldu þær gera
mikið gagn, jafnvel svo að sumir vinnuveitendur
töldu sig ekki geta án þeirra verið. Alveg sama
skoðun virtist ríkja hjá alþýðusamböndum Noregs
og Danmerkur, j). e. að samstarfsnefndirnar hefðu
gert mest gagn í stórum fyrirtækjum.
Á Egelund, sem er hcill skammt fyrir utan Kaup-
mannahöfn, rekur danska Vinnuveitendasamband-
ið alls konar fræðslustarfsemi fvrir félagsmenn sína
og fvrir verkstjóra. Vinnuveitendur, ungirsem gaml-
ir, geta komizt jrarna á lengri eða skemmri nám-
skeið. tg skrifaði hjá mér til gamans, hvað þar
hafði verið kennt a fjögurra daga námskeiði, sem
vinnuveitendur höfðu vericð á skömmu áður en við
komum þangað. Var Jiað meðal annars: Hvaða not
mætti hafa af samstarfsnefndunum, túlkun samn-
inga, verkstjórn, reglur í sambandi við almenna
vinnusamninga, bætt nýting vinnuaflsins (arbejds-
studier), gcfnar voru upplýsingar um hagfræðileg
efni og hagþróunina í þjóðfélaginu, áformin um
Evrópumarkað, tæknileg atriði í sambandi við skrif-
stofustörf og svo framvegis.
Þá heimsóttum við Esbjerg höjskole, sem verka-
Orðsending til lesenda:
Ná er liœgt að fá keypta lieila árganga eða
einstök hefti af Frjálsri Verzlun frá upphafi,
en af nokkrum heftum er upplag Jió mjög tak-
markað og verða þau ekki seld ein sér. Þeir,
sem eiga gamla árganga, œttu að athuga hvort
l>á vantar ekki einstök hcfti, því nú cr tœki-
fwrið til að fá það sem á kann að vanta.
Gömlum og nýjum kaupendum skal bent á,
að hœgt er að fát öskjur utan um Frjálsa Verzl-
un, þannig að nú má geyma hana óbundna,
en ]>ó á smekklegan hátt, í bókaskápnum.
Öslcjur m.eð nafni tímaritsins, sem taka um
7C>—7<S hefti, og kosta kr. 37,í>0, fást í Iiit-
fangaverzlun Isafoldar í Rankastradi.
_____________________________________________
lýðssamtökin reka. Þar eru einnig alls konar nám-
skeið fyrir verkamenn, sérstaklega þá, sem eiga að
verða forustumenn í samstarfsnefndunum og trún-
aðarmenn á vinnustað. Einnig komum við í skrif-
stofur Verkstjórasamtakanna, en verkstjórasamtök-
in og vinnuveitendasamtökin hafa mikið samstarf
um menntun verkstjóra, og verkstjórarnir halda
námskeið sín á Egelund. Eru námskeið fyrir þá að
% kostuð af vinnuveitendum og % af verkstjórum.
Þá skoðuðum við nokkrar verksmiðjur, m. a.
lakk- og málningarverksmiðjuna Sadolin og Holm-
blad, Philipsverksmiðjurnar, sem framleiða útvarps-
tæki, sjónvarpstæki, perur o. s. frv. og síðast cn
ekki sízt Carlsbergverksmiðjurnar, sem allir vita
víst nokkurn veginn hvað framleiða. A framan-
gréindum stöðum eru samstarfsnefndir, sem starfa
með miklum blóma, og var að skilja bæði á fulltrú-
uni vinnuveitcnda og starfsfólki, að hin mcsta
ánægja ríkti með störf jieirra. Fengum við þarna
gott tækifæri Lil að ræða við fulltrúa samstarfs-
nefndanna, sem lóku á móti okkur í öllum verk-
smiðjunum.
Heimsókn til Noregs
1 Noregi heimsóttum við hliðstæðar stofnanir
vinnuveitenda og verkamanna eins og í Danmörku
og sömuleiðis nokkrar verksmiðjur. Af stórum verk-
smiðjum, sem við heimsóttum þar voru t. d. Stand-
ardtelefon og Kapelfabrik og Christiania Portland-
sementsverksmiðjurnar, en þar vinna eitthvað um
þrjú þúsund manns. Þessar verksmiðjur voru að
14
FRJALS VERZLUN