Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 28
Guðmundur Gíslason Hagalín:
landi og hálfí í sjó
Vorkvöld eitt hcimsæki ég einn af skútuskipstj(>r-
unum gömlu, Jóhann Björnsson á Fagureyri. Við
sitjum saman á grasigrónum vegg undir gaflinum
á húsinu hans og horfum út á höfnina og fjörðinn,
þar scm gegnum gullinslikju kvöldhiminsins gefur
sýn inn í furðuveröld dulkenndra fjallskugga.
„Skip,“ segir hann, „nefndu ekki skip hér um
slóðir. Tveir haffíerir vélbátar og ein hvolpgeltin
trillutík, — það er allur flotinn, þar sem fjórtán
skip, kúttcrar, jagtir, skonnortur og slúffur renndu
sér út og inn á mínu blómaskeiði. Að fjörðurinn
sá arna skuli ekki barma sér, skuli ekki kveina í
blessaðri vorblíðunni og hrópa til fjallanna — eins
og þar stendur — hyljið oss!“
Hann iðar og rær sér öldungurinn, hnussar og
snippar, hvíthærður og beinaber, og verður þung-
ur á brún og augun hvatlcg. Og ég minnist hans
fyrir lu'dfri öld og segi:
„I>að man ég, að mér varð starsýnt á þig, ])egar
]>ú stóðst við stýrið ú henni TTelgu hérna fyrir eyrar-
oddann, hún svo afturhlæð, að fjarðarbáran skol-
aði inn á milli þilfars og skjólborðs fram að aftur-
siglu.“
Hann verður léttbrýnn, lyftist á veggnum og
potar í mosann með stafnum.
„He, he, — }>á stóð hin Helgan á bryggjunni,
konan mín nefnilega, ]>egar ég renndi að, stóð með
hendurnar undir svuntunni og sendi mér tóninn:
„Ertu nú orðinn galinn, Jóhannes, stendur í
kálfa í sjó á slétlum firðinum!“
„Heyrirðu í kerlingunni!" sagði Bjarni blýhaus
og ýtti í mig. En ég kímdi ekki eingang. Eg sá, að
það voru brosgárar á gailíónsfígúrunni á hcnni
Helgu. Svo sctti hún stýrið hart í borð, fór yfir
stag og lensaði upp bryggjuna, var eins og hnísur
byltu sér í kjölfarinu.“
„Þær voru tvær, Helgurnar þínar?“ segi ég með
hægð.
„Hjújú! ftg hef ekki sagt þér söguna af því öllu
saman. Nei, ég hef lítið flíkað henni. Ég sagði hon-
um hana rcyndar, honum föður þínum sálaða, ]>egar
hann heimsótti mig hérna fyrir nokkrum árum. Og
ég sé sosum ekki það geti skaðað neinn eða neitt,
þó að ég segi þér hana. Þú kannt að meta svona,
skyldi maður halda, og hefur oft skemmt mér.“
Hann skyggnist til lofts, hummar og kírnir, — segir
síðan:
„Það var satt að segja kútterinn Helga, scm ég
girntist upphaflega. Ég var oft búinn að öfunda
hann af henni, hann Ragnar, sem bæði var eigandi
og skipstjóri. Hún hreinsaði sig fram úr hverju
skipi hérna á firðinum og var stakasta sjóborg. Þá
lá hún bærilega til, hvort sem hún átti að ríða af
sér stornr eða liggja á fiski. Hann jós líka upp afl-
anum, hann Ragnar. Mikið hefði sá maður getað
efnazt, ef hann hefði ekki verið draslari með skipið
og legið af sér margan góðan daginn í félagsskap
Bakkusar . . .
Nema svo cr það eitt lungnabólguvorið, að hann
siglir hjá mér hann Láfi gamli Steinsson á lienni
Torjhildi hérna norður á Alkantinum og segir mér
þau tíðindi, að þegar hann hafi farið út, hafi Ragn-
ar legið fyrir dauðanum í lungnabólgu . . . Það
var nú það, lagsmaður. Ég varð friðlaus maður.
Nei, ég óskaði honum ekki dauða, honum Ragnari,
en ég sá hann liðið lík milli dúranna á næstu koju-
vakt og sjálfan mig við stýrið á Ilelgu, stígandi
fram á fótinn af ánægju. Og um vaktaskiptin stóð
ég á skutþiljunum og kallaði:
„Ilala upp og heisa, piltar! Þið getið hankað upp,
því við förum beina leið inn.“
Þeir urðu hissa, ]>ví okkur vantaði ein tvö þús-
und til að vera búnir að fá í saltið, og það var
bezta veður og reytingsfiskur. En ég sagði þeim,
að mig hefði dreymt allsberan, brjóstamikinn og
mjaðmasveran kvenmann, sem hcfði verið að troða
sér inn í kojuna til mín, og þá vissi maður nú á
hvers konar veðri væri von. Það var eins gott að
koma sér inn og losa, verða á undan hinum.
Og inn var sigll. Eg ætlaði ckki að komast um
28
FRJÁLS VERZLUN