Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 18
takmark í sjálfu sér, sem ekki þurfi að ívlgja
eftir; er ávallt vert að hafa í huga, að vöru-
sýning, sem og aðrar tegundir auglýsinga, skapar
tækifærin, en ekki viðskiptin sjálf. Sýnendur
skyldu þess vegna jafnan. íhuga, að mikilvægt er
að notfæra sér þá möguleika til persónulegra
sambanda og viðkynningar, sem þátttaka í vöru-
sýningu skapar, og nauðsyn þess að geta gefið
nægar og góðar upplýsingar um vörur sínar á
staðnum, hafa góð sýnishorn og vel og smekk-
lega búnar sýnin^ardeildir; þar eins og annars
staðar er árangur að miklu leyti kominn undir
starfinu og fyrirhöfninni. I stuttu máli má segja,
að góður undirbúningur að þátttöku og gott
upplýsingastarf meðan á sýningunni stendur séu
undirstöðuatriðin, enda þótt þeim sé oft mis-
jafnlega sinnt. Erfiðasta starfið er ])ó eftir — að
nýta þann árangur, sem náðst hefur.
Yfirleitt hafa íslenzkir útflytjendur ekki gefið
mikinn gaum að þeim möguleikum, sem þátt-
taka í vörusýningum býður upp á. — Nokkur
framtakssöm fyrirtæki hafa þó nokkrum sinn-
um sýnt vörur sínar á erlendum vettvangi, bæði
ein sér og sameiginlega, og þá síðari árin einkum
fyrir forgöngu Vörusýninganefndar, en í henni
eiga sæti fulltrúar flestra hérlendra framleið-
enda, svo og Tðnaðarmálaráðuneytisins.
Auglýsingakostnaður þykir óþarfur
Ástæðurnar fyrir litlum áhuga íslenzkra aðila
á þáttöku í vörusýningum eru sjálfsagt margar,
og vil ég reyna að rekja nokkrar, sem ég tel
helztar.
Með fáum undantekningum eru íslenzkir út-
flytjendur ekki miklir auglýsingamenn, svo að
það er e. t. v. ekki von, að vörusýningum hafi
verið sérstakur gaumur gefinn, fremur en öðrum
formum vörukynningar og auglýsinga.
Islenzk framleiðsla stendur tæknilega framar-
lega á mörgum sviðum, og Tslendingar eru fljótir
að tileinka sér ýmiss konar nýjungar. Mikil
tilhneiging hefur ávallt verið til þess að líta á
framleiðsluaukningu sem lausn flestra eða allra
vandamála, án þess að um það sé jafnframt
hugsað af verulegri alvöru, að aukin framleiðsla
krefst aukinna markaða. Þess vegna er oft litið
svo á, að auglýsingar og önnur sölustarfsemi sé
óþarfi — og beri sém mest að takmarka þann
kostnað, er slíkri starfsemi fylgir. — T»etla geng-
ur oft svo langt, að fyrst er lækkað á þessum
lið hjá ýmsum fyrirtækjum, ef eitthvað blæs á
móti, jafnvel þótt eftirspurn eftir vörum þeirra
hafi gengið saman. I flestum tilfellum ætti að
fara öfugt að og auka auglýsingar og sölustarf-
semi.
Ekki er þó hægt að saka litflytjendur eina um
það, sem miður fer. Þeir hafa átt við mikla —
oftast heimatilbúna — erfiðleika að striða. —
Röng gengisskráning, skattpíning, öfugsnúin fé-
Eftir sýninguna í Kaupmannahöfn 1956 var íslenzka deildin flutt
til Ítalíu og sett þar upp óbreytt í tveimur borgum, Ancona og
Parma. Myndin sýnir sýningargesti í Parma skoða íslenzkar
niðursuðuvörur
lagalöggjöf — allt hefur þetta heft eðlilega þró-
un og vöxt fyrirtækja, framleiðslu og sölu.
Allir þekkja hina árlegu samninga um rekstr-
argrundvöll útflutningsíramleiðslunnar, þar sem
samið er mn, að ríkisvaldið skili aftur til hennar
einhverju af þeim gengismun, sem af lienni er
hirtur.
Margir þekkja líka þá tilhneigingu, sem jafn-
an vill ríkja í þeim efnum, að skera svokallaðar
uppbætur við nögl, og kemur það ekki sízt nið-
ur á sjóðum, sem verja ætti til markaðsleitar
og auglýsinga. — Þétta, ásamt því hve lítið
áhættufé verður fyrirliggjandi hjá fyrirtækjun-
mn af siimu ástæðum, veldur þvi, að auðveldasta
og áhættuminnsta leiðin er valin í litflutnings-
málum, en hún er að auka viðskiptin við vöru-
18
FRJALS VERZLUN