Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 1
FRJÁLSVERZLUN
Utij.: Frjáls Verzlun Utgáfufélag h/f
liitstjóri:
Pótur Pétursson
Ritnejnd:
Birgir Kjaran, formaður
Gunnar Magnússon
Valdimar Kristinsson
í ÞESSU HEFTI:
GUDJÓN HANSEN:
Tvíþætt kjarabarátta
★
JÓHANN JAKOBSSON:
Hagnýtar rannsóknir
★
íslenzka vinnulöggjöfin
★
BARÐI FRIÐRIKSSON:
Samstarfsnefndir vinnuveitenda
og launþega
í Noregi og Danmörku
★
MÁR ELÍSSON:
Vörusýningar og útflutningur
★
JÓNAS SVEINSSON:
Torfi í Ólafsdal
★
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN:
Hálft á landi og hálft í sjó
★
o. m. fl.
Stjórn útgájujélags
FRJÁLSRAll VERZLUNAR
Birgir Kjaran, formaður
Gunnar Magnússon
Melgi Olafsson
Sigurliði Kristjánsson
Þorvarður J. Júlíusson
Slcrijstoja:
Skólavörðustíg 3, 3. hæð
Sími 1-90-85 — Pósthólf 1193
VÍKINGSPRENT HF
FRJÁLS
VERZLUN
19. ÁRGANGUR — 3. HEFTI — 1959
Athygltsverð játn i?ig
Deilan um rekstrarform, verzlunar í landinu er orðin gömul
og þrautrædd. Kjarni hennar liefur verið ágreiningur um
ágæti liinna mismunandi rekstrarforma, samvinnurekstrar og
einkarekstrar (þar og meðtalin hlutafélög og sameignarfélög).
A síðarí árum hefur þó ádeilan af hendi þeirra sem aðhyllast
séreignarskipulag, ekki fyrst og fremst beinzt að samvinnu-
rekstri. sem rekstrar- eða eignarformi, lieldur fremur að þeirri
staðreynd, að samvinnufyrirtœkin byggju við annan rétt og
sœttu betri kjörum af liendi þess opinbera á ýmsum sviðum
heldur en einkareksturinn. En þessu hefur löngum veríð
mótmælt af samvinnumönnum. Nú liggur liins vegar fyrir
viðurkenning á þessarí staðreynd, og er ástœða til að vekja
athygli lesenda „Frjálsrar Verzlunar ‘ á henni. I nýútkomnu
ríti, „íslenzkt samvinnustarf", sem Benedikt Gröndal hefur
samið og gefið er út af Norðra, útgáfufyrirtœki Sambands
íslenzkra samvinnufélaga, segir á bls. 82: „Það er skoðun
fiestra kaupfélagsstjóra, sem eru þessum málum kunnugastir,
að nokkur hluti hinnar miklu fjölgunar (félagsmanna kaup-
félaganna) síðasta áratuginn liafi stafað af því, að vöru-
sleömmtun var þá á flest árínF Með þessum orðum er viður-
kennt að skömmtun og innflutningssérstaða, sem lienni var
samfara, hafi veríð einn höfuðþáttur í eflingu kaupfélaganna
um árabil. Slílc sérstaða, sem á þessu og fjölmörgum öðrum
sviðum hefur veríð sköpuð til hagrœðis fyrír samvinnufélög-
in, er ranglát og verður eklci viðhaldið til lengdar. Værí það
vissulega œskilegt að nefnd játning værí vottur þess, að sam-
vinnufélögunum sjálfum væri að verða þessi staðreynd Ijós,
og myndu sætta sig við það í framtíðinni að sitja við sama
borð og aðrír þegnar þjóðfélagsins.