Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 32
Vi&liGMckaðcLHUNL Gamall bóndi fór nýlcga í bankann sinn og greiddi lokagreiðslu veðskuldar. Bankastjórinn fór að óska honum lil hamingju vegna þessa, en þá sagði bóndinn: „Eg greiði allar mínar skuldir, því að það er það eina, sem maður getur fengið fyrir peningana sína nú á tímum“. ★ Ekki var opnað, þótt hún berði á dyr nábúans og luin var um það bil að snúa frá, þegar Bjössi, sex ára snáði, birtist í dyrunum. „Góðan dag“, sagði hún, „ert þú aleinn heima?“ „Já“, svaraði Bjössi, „mamma er á spítala og pabbi, ég, Gunna, Dóra og Ella erum alein hcima“. ★ Tíu ára gamall sonur kvikmyndastjörnu einnar í Ilollywood kom dag nokkurn heim úr skólanum með óvenjulega einkunnabók. í staðinn fyrir hinar venjulegu einkunnir: gott, mjög gott, ágætt o. s. frv., hafði kennarinn skrifað í bókina: undravert, furðulegt, stórkostlegt. ★ Dýratemjari var að sýna forstjóra hringlcikahúss báða hundana sína og lót J>á leika ýmsar listir, en forstjórinn sýndi engan áhuga á þcim þangað til minni hundurinn sagði allt í einu: „Jæja, gamli vinur, verðum við ráðnir eða ekki?“ „Ilvað í ósköpunum er þetta? — þér ætlið þó ekki að segja mér að litli hundurinn geti talað?“ spurði forstjórinn mjög undrandi. „Nei“, svaraði dýratemjarinn, „sá stóri er búk- talari“. Kæri HeRRA:; . . einkaritarinn min, er ekki viD! -j- veik,: ViLLT, Viltu gera svo vel alska ( V2 . . . ★ Þorpslæknir nokkur, frá hinum gömlu góðti tím- um, hafði allt silt líf verið kvaddur til sjúklinga sinna jafnt á nóttu scm degi. Þegar hann hætti að stunda lækningar samdi hann við næturvörð þorps- ins, um að koma við og við, til að vekja sig, þegar klukkuna vantaði 15 mín. í fimm að morgni. Aldrei leið gamla lækninum betur, en þegar hann sagði næturverðinum að fara Lil fjandans og með sælu andvarpi dró sængina nj>i> yfir höfuðið og hallaði sér Lil svefns á ný. ★ Hann var í gönguferð, þegar hann var stöðv- aður af tötralegum manni, sem spurði: „Vilduð þér ekki láta mig hafa krónu fyrir kaffibolla?“ „Hvers vegna ferð þú ekki inn á Hjálpræðisher- inn?“ svaraði maðurinn, um leið og hann benti nið- ur eflir götunni, „þar gefti þeir þér kaffi og eitthvað að borða“. Hryggur í bragði sagði betlarinn: „Lang- ar yður aldrei til að borða úti?“ — Hann fékk krónuna! 32 FltJÁLS VEllZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.