Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 3
sem lengra líður og er því bezt að hver tjaldi þvi, er hann veit sannast og réttast um þessa hluti, aðrir geta svo bætt þar við sögu. Undirritaður hefir haft af því nokkra fyrirhöfn að viða að sér óprentuðum frumgögnum um upp- haf þessa rekstrar, og hefir hann þar notið vel- vildar ýmissa góðra og sannfróðra manna, innlendra og erlendra. Gömul scndibréf, minnisbækur mínar, höfuð- bækur, samningar og viðskiptabréf, a.llt eru nota- drjúgar heimildir, auk fáeinna prentaðra gagna og umsagna þeirra manna, cr við þetta unnu á sínum tíma, en þeim fækkar óðum, og þessi efni- viður gefur þó enn tækitæri til að rissa upp nokkrar útlinur í upphafi og fyrstu sporum þessa rekstrar hér í firðinum. Að sjálfsögðu voru hinar fyrstu síldarbræðslur hér ekki nema að litlu leyti „verk- smiðjur“ í nútímaskilningi þess orðs. Þær voru t. d. reistar mjög skömmu áður en stór- felld tækniframför ruddi sér til rúms í síldariðnaði. Því var helzta orka þeirra mannshöndin, handafl verkamannsins. Flest þau störf, er rafdrifnar vélar afkasta nú orðið, voru í þá daga að öllu unnin með handaflinu einu saman. Þessar fyrstu bræðslur höfðu hvorki yfir að ráða rafdrifnum snckkjusjóðurum, né heldur snigilpressum af amerískri gerð. Ekki þekktust þá rafknúnar lýsisskilvindur, því síður sjálfhverfir mjölþurrkarar, og löndun síldar var eingöngu framkvæmd með handkerrum, eða á vögnum, er ýtt var eftir járnteinum, er lágu eftir endilangri löndunarbryggju, frá skipshlið til síldar- þróarinnar. Sá, sem þessar línur ritar, hefir innt tvo sannfróða starfsmenn, sem unnu í tveim þessara bræðslua, eftir fyrirkomulagi þeirra, tækjum og vinnubrögð- um. Eftir frásögn þeirra að dænuv er ljóst, að þeim ber saman í aðalatriðum og styður það sannleiks- gildi hennar. En i stuttri tímaritsgrein er of langt mál að til- færa þau atriði frá orði til orðs, því hér er fljótt farið yfir sögu, cn í mjög samþjöppuðu máli var bræðsla í byrjun þessa rekstrar framkvæmd svo sem hér segir, og á þetta við flestar fyrstu bræðsl- urnar hér í Siglufirði. Síldarþróin var jafnan staðsett fast við bræðslu- húsið, en suðukerin í rishæðinni. Síldin var „hífuð“ í tunnu, með afli frá gufuvindu, upp á rishæðina og soðin í stórum kerum, og var gufa leidd í þau frá gufukatlinum. Síldarmaukið, sjóðheitt, rann út um op við botn kersins í strigadúk, er brciddur var á pall við opið. Þegar hæfilegt magn af mauki var komið í dúkinn, voru endar hans brotnir saman og hann settur á pressuvagninn, og var sett járn- plata ofan á dúkinn. Þannig var settur hlaði af dúkum á vagninn, ca. 1 meter á hæð, og ætíð járnplata ofan á hverjum dúk, en á hornum vagnsins voru teinar, er studdu við hlaðann. Svo var ekið undir pressuna, „dúkapressuna“, og hún skrúfuð upp og látin þrýsta á hlaðann og pressuhjálminn, og pressaðist þá lýsið undan dúkunum í rennu er var í kring um hana. Þetta var starf pressumanns- ins og erfitt mjög og óþrifalegt. Lýsið rann í lýsisker og var látið setjast til, svo var fleytt ofan af, úr einu kerinu í annað, til að losa það við sora og vatn. Ilinar pressuðu síldarkökur voru teknar úr dúk- unum og settar í þurrkofninn. Ofnar þessir voru hlaðnir og hitaðir með spíralrörum frá gufukatli bræðslunnar. I þeim voru rimlahillur og vöru kökurnar reistar á rönd á meðan á þurrkun stóð. Að þurrkun lokinni voru kökurnar teknar úr ofn- inum og tættar í sundur í stórtenntu áhaldi, er nefnist rífari. Þessu næst var hið tætta efni sett í mjölkvörnina og malað og loks sekkjað sem síldar- mjöl. Mjölkvörnin og rífarinn voru drifin af gufuvél bræðslunnar, en lýsið var tappað á föt, og vinnsla lýsis og síldar og meðferð öll að öðru leyti unnin með handafli. Hér fer á eftir örstutt, almennt yfirlit um þessar fyrstu bræðslur og þá menn, er stóðu fyrir þeim. Bakkevig Maður er nefndur Thormod Bakkevig, ættaður frá hinum kunna síldar- og siglingabæ, Haugasundi. Fornafn hans er einkar norskt, en hefir jafnan verið skakkt ritað hérlendis, og ættarnafn hans hljómar danskt, einkum síðara atkvæðið, því í norsku er „vik“ jafnan notað en ckki „vig“. Frá Noregi er mér skrifað að nafnendingin „vig“ komi fyrir í Suður-Noregi, og munu það vera dönsk áhrif á norska tungu, er þessu valda. Séra Bjarni Þorsteinsson ritaði nafn hans „vig“ og í gömlum verzlunarbókum föður míns er ritað skrautlega: Thormod Bakkevig. Þessi skýring á nafninu er sennileg og læt ég hana nægja. Maður þessi var allstór reiðari og athafnamaður í lok fyrri aldar og kom fyrst til Austfjarða, er landnótaveiðin FRJÁLS verzlun s

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.