Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 9
Mun Söbstad aðeins hafa fengið um 50 þúsund krónur í brunatjónsbælur. Hinn blindi maður varð þarna fyrir voðalegu tjóni. Hann sá ekki eldinn, er eyddi húsum hans, en fann hitann af liinu mikla báli slá fyrir andlit sér, og hann tárfelldi, eins og lítið barn, og var leiddur á brott. Margra ára spar- semi og atorka varð þarna á skammri stundu að dufti og ösku. En kjarkur hans var óbugaður. í blaðinu Fram frá þessum tíma standa þessi orð: „Ekki mun kjarkur Söbstads hafa bilað meira en svo, þótt farinn sé að eldast og blindur, að strax er farið að hressa upp á sementsteypuveggi sem lítið skemmdust og mun hann strax ætla að reyna að koma upp einhverju skýli yfir verkafólk sitt og salta síld í sumar.“ Hann hafði áliuga á að endurreisa bræðsluna en hafði ekki bolmagn til þess: mikill hluti af höfuðstól hans fór forgörðum í hinum mikla eldsvoða. Hann gerði út og saltaði síld næstu árin eftir brunann, en brátt lauk starfi þessa víkings, því 1921 varð hafnarsjóður eigandi lóðarinnar og þeirra mann- virkja, bryggja og platninga, er á henni voru. Eigi mun hann hafa farið með gildan sjóð frá þeirri sölu. Um syni hans og fjölskyldu hefir Kristján frá Kambi tjáð mér eftirfarandi: Erling starfaði hér lengi með föður sínum við reksturinn. Harald lézt 1915 og var jarðsettur hér. Pétur varð síðar verksmiðju- stjóri á Hesteyri og lézt hér á landi. Kona Söbstads og Hanna dóttir hans voru á leiðinni hingað til Siglufjarðar frá Noregi þegar brann, og komu þær að húsunum föllnum, er þær stigu hér á land. Ég hefi gerzt nokkuð fjölorður um þennan land- námsmann, enda var hann einn hinna „stóru“ í hinum gamla Siglufirði. Og því nær ekkert hefir verið um hann ritað. Geta má j)ess að í hinni svo- kölluðu „sí]darsögu“, sem gamla einkasalan sendi frá sér, er Söbstads að engu getið, en hins vegar eru þar birtar myndir af dönskum síldarkaupmönn- um, er aldrei hafa liætt eyrisvirði í síldarútveg á Islandi, og þeir örfáu menn, er lítillega hafa ritað um fyrstu bræðslurnar hérna, virðast hafa sótt fyrirmyndina í það rit: að geta Iíans Söbstads að engu. En ekki þurfa Siglfirðingar að fylgja þeirri tízku. Það er sanngjarnt að siglfirzk saga veiti minningu lians þann sess, sem hann ávann sér sjálfur. Söb- stad var ættaður frá Bremnesi við Kristiansund, og ])angað hvarf hann og þar lézt hann, að mér er tjáð, árið 1926. Goos Ekki verður sagt að Danir liafi verið stórvirk- ir við að grundvalla síld- arútveginn hér á landi, þótt jieim stæðu allar dyr opnar til að svo mætti verða. Þeir voru þegnar sömu ríkisheildar og við og síðar sambandsþjóð, en það var gömul hefð að Danir fengust mest við vörudreifingu og kaup- sýslu hér á íslandi. Þó eru til einstaka undantekn- ingar frá þessari reglu. Ein hin helzta þeirra er starfsemi Sören Goos í Siglufirði. Hann kom hingað til lands árið 1907 og hóf starf- semi á Eyjafirði, en í Siglufjörð flutti hann sig fjór- um árum síðar og hóf bræðslu síldar á skipsfjöl, um borð í stóru járnskipi, er lá fyrir festum hér í höfn- inni. Danskt félag átti þennan rekstur. En hann sá strax að fótfesta á jmrru landi var óhjákvæmileg, ef framhald skyldi verða á starfseminni, og því réðust hann og félagar hans í að kaupa eignir þær og lóðir, er Sigurður Helgi Sigurðsson átti fyrir sunnan tangann á Siglufjarðareyri. Á þeirri lóð reisa Goos og félagar hans síldarstöð og bræðslu 1913, og hét hlutafélag þeirra „A. s. Siglufjords Sildoliefabrik“. Bræðslu þessa marg- stækkaði hann og endurbætti þegar fram í sótti. Þetta félag færði brátt út kvíarnar, gerði út eigin skip og leiguskip til síldveiða og rak mikla síldar- söltun, bæði þar á tanganum og eins úti við Hvann- eyrará. Goos rak hér og kolasölu, stofnsetti veiðarfæra- verzlun og hafði leiguskip í förum á sumrin og haustin fyrir rekstur sinn. Þegar hinar „Sameinuðu ísl. verzlanir“, hættu starfsemi 1926, keypti hann Gránuverksmiðjuna af þeim, en hún hafði verið reist 1919—20. Goos var mesti dugnaðarforkur og óefað í hópi dugmestu athafnamanna hér í firðinum um tveggja áratuga skeið. En kreppan eftir 1930 batt endi á starfsemi hans. Af erlendum starfsmönnum hans má nefna verkfræðinginn Vestesen, er byggði hér íbúðarhús úti við Ilvanneyrarhlið, og vélfræðing- inn Gustav Blomkvist, norskan mann, sem ílentist Sören Goos FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.