Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 16
Gufugos úr borholu í Hveragerði
Þó árangurinn af borununum væri álitlegur við
fyrstu sýn, þurfti að sjálfsögðu að gera margs konar
rannsóknir og tilraunir á holunum, áður en hægt
væri að skera úr um það, hvort þær gætu talizt
nægijega öruggur grundvöllur fyrir rekstur almenn-
ingsrafstöðvar, og í rauninni uni leið fyrir hverja
þá starfsemi aðra, er hagnýtt gæti hitaorkuna.
Þessar rannsóknir hafa farið fram á undanförnum
þremur árum.
í fyrsta lagi þurfti að mæla afköst borholanna.
í því skyni varð að smíða hér á landi tæki, er gætu
skilið gufuna frá vatninu, og mælt gufu- og vatns-
strauminn hvorn fyrir sig við full afköst holanna,
en gufustraumurinn frá einni holu getur, eins og
fyrr segir, numið rúmlega 100
tonnum á klst., og vatnsstraunnir-
inn allt að 400 tonnum á klst.
Mæla þurfti hitastig borholanna
allt niður á 1000 m dýpi, skilja
lofttegundir úr gufunni, efna-
greina þær og mæla magn þeirra,
efnagreina vatnið o. s. frv. Þá
voru framkvæmdar tæringarpróf-
anir, við mismunandi skilyrði í
snertingu við vatn, gufu og and-
rúmsloft, á um 20 tegundum af
málmum og málmblöndum, er til
greina koma við smíði á vélum og
öðrum mannvirkjum, til þess að
tryggja það, að rétt efni yrðu val-
in, þegar til framkvæmda kæmi.
Loks þurfti að ganga úr skugga
um það, hvort gufu og vatns-
streymið frá holunum væri stund-
arfyrirbrigði, eða hvort straumur-
inn héldist óbreyttur, er margar
holur blésu samtímis um langan
tíma. í þessu skyni voru fjórar
af holunum Játnar blása samflcytt
í þrjá mánuði á sl. vori með álagi
á svæðið, er samsvaraði sem næst
tvöföldum þörfum umræddrar raf-
stöðvar. Meðan þessi tilraun stóð
yfir, munu 2—2,5 milljón tonna
af vatni og gufu til samans hafa
streymt úr holunum. Ekkert lát
varð á afköstum svæðisins við
þetta, og ekki truflaði það hita-
veitu Hveragerðis, sem cr í næsta
nágrenni.
Þegar boraðar höfðu verið fjórar holur í Hvera-
gerði árið 1059, var höfundi þessarar greinar falið
að gera álitsgerð um stofnkostnað 15.000 kw afl-
stöðvar, til þess að komast að raun um það, hvort
byggingarkostnaður liennar væri sambærilegur við
byggingarkostnað vatnsaflstöðva. Þessari frumat-
hugun var lokið í janúar 1960, og var þá stofn-
kostnaðurinn fyrir stöðina og ýrnis tilheyrandi
mannvirki áætlaður um 155 milljón krónur, en það
samsvarar 210—215 milljón krónum á verðlagi fyrri
hluta þessa árs.
16
FRJÁLS VERZLUN