Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 20
Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri:
Avarp við opnun Reykjavíkurkynningar 1961
Reykjavík er ungur bær, reistur á fornum
grunni. Hún er þrí-einn bær á veraldarvísu. Hún
er elzti sögustaður landsins, þar sem stóðu „helg-
ar höfuðtóttir“ hins fyrsta landnámsmanns. Hún
varð löngu seinna, á átjándu öld, miðstöð nýs
atvinnulífs og nýrrar bæjarmenningar. Enn síð-
ar varð hún, og er enn, þjóðlegur, íslenzkur höf-
uðstaður.
Þegar Ingólfur Arnarson setti hér öndvegis-
súlur sínar fyrir nær 1100 árum, var nýju landi
bætt í víðlent, norrænt víkinga- og siglingaveldi
og átti enn eftir að stækka héðan.
Síðan hafa rrki risið og stórveldi hrunið,
menn þjáðst og konur elskað, auður safnazt og
farið forgörðum, þjóðir glatazt og risið til at-
hafna í stórhug.
Reykjavík hefur verið tákn athafnanna og
stórhugarins í íslenzkri sögu síðustu 175 árin.
Flestar nýjungar, sem breytt liafa svip og
nytjum landsins og lífskjörum fólksins, eru upp-
runnar í Reykjavík eða í sambandi við hana.
Svo hefur verið allar götur frá því Skúli fógeti
og Magnús Gíslason og félagar þeirra lögðu hér
grundvöllinn og Eggert Olafsson festi forna sögu-
frægð og landnámshelgi við þennan nýja, óráðna
stað, sem mætti óvild og vantrausti.
Hér var stofnað til nýrra fiskveiða og ís-
lenzkra utanlandssiglinga, grundvallaður ís-
lenzkur iðnaður og frjáls, íslenzk verzlun. Hér
hófst vísir að bankastarfsemi með stofnun inn-
lánsdeildar við Hólmsverzlun 1783. Jafnvel ís-
lenzkur verzlunarfáni var gerður hér í lok 18.
aldar.
Bókmenntir hófust hér helzt með Sigurði Pét-
urssyni. Bjarni Thorarensen lagði hér hönd að
leiksýningum. Sveinbjörn Egilsson vann hér
fræðistörf. Jónas Hallgrímsson orti hér kvæði.
Jón Arnason safnaði hér þjóðsögum sínum víðs
vegar að. Síðan kom hvert öndvegisskáld af öðru
og fræðimenn. Reykjavík varð skólabær og höf-
uðstaðargildi hans var íullkomnað með endur-
reisn Alþingis.
Margt hefur breytzt. En eitt hefur staðið stöð-
ugt, máttug og mild fegurð bæjarstæðis Reykja-
víkur og umhverfisins. Elztu sagnaritarar okkar
trúðu því að goðavald hefði vísað fyrsta land-
námsmanninum til Reykjavíkur. Öldum síðar
sagði merkur erlendur ferðamaður að bæjarstæði
Reykjavíkur væri valið af guðlegri forsjón, ekki
síður en staðir Aþenu og Rómar, og útlenzkur
listamaður, sem sigldi hingað í fyrsta sinn, sagð-
ist vera komin á fegurstu liöfn heimsins. Fegurð
fjallahringsins og hafsins er stórbrotin, litauðug
og mjúk, og yfir bænum stendur Esjan vörð í
tign sinni og trúfesti.
En Reykvíkingar hafa oft í ráðstöfunum sín-
um gleymt því að taka fullt tillit til þeirrar feg-
urðar hafs og lands, sem þeim er gefin. Sú fegurð
leggur þeim skyldur á herðar, þær skyldur að
gera mannvirki Reykjavíkur svo úr garði að
þau sæmi fegurð bæjarstæðisins og lifandi sam-
ræmi verði milli náttúrunnar og verka marin-
anna.
Mannvirki Reykjavíkur — stundum rislág,
en oft stór — hafa einkennt bæinn og með þeinr
óþreytandi og framsækið athafnalíf. Þær atlrafn-
ir hafa smám saman breytt litlu, fátæku þorpi
í hlutfallslega mjög stóran höfuðstað.
Þrátt fyrir mikinn og ágætan vöxt. bæjarins,
ber hann samt enn sums staðar svip hins hálf-
byggða bæjar, og oft er fegurra og snyrtilegra
innanhúss en utan. Og nefna má nýtt landnám
bæjarmanna í sumarhúsum víðs vegar um ná-
grennið.
Þó að Reykvíkingar liafi áhuga á sögu sinni
og þeim fremur fáu gömlu minjum, sem til eru,
þá er það eitt höfuðeinkenni á reykvískum anda
og hugsunarhætti að vera aldrei bundinn því
20
FRJÁLS VF.RZLUN